Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vinsælustu pistlar ársins: Morðið á DV, hjúkrunarfræðingur svarar ráðherra og nauðgunarmálið í Hlíðunum

Hér eru fimmtán vin­sæl­ustu pistl­ar Stund­ar­inn­ar á ár­inu.

Vinsælustu pistlar ársins: Morðið á DV, hjúkrunarfræðingur svarar ráðherra og nauðgunarmálið í Hlíðunum

15 
Salan á Sigmundi


Jón Trausti Reynisson skrifaði pistil í apríl um hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók yfir flokkinn og síðan landið. Pistillinn kom í kjölfar ítarlegrar forsíðuúttektar Stundarinnar um yfirtöku og hamskipti Framsóknarflokksins. „Það hefur komið í ljós skref fyrir skref að margt það sem við héldum um Sigmund Davíð var ekki raunveruleiki,“ skrifaði Jón Trausti meðal annars.

14 
Mundirðu eftir tuskudýrinu Ólöf Nordal?


Í kjölfar frétta af brottvísun tveggja langveikra albanskra barna fyrr í mánuðinum skrifaði Illugi Jökulsson pistil þar sem hann beindi orðum sínum til Ólafar Nordal innanríkisráðherra sem fer fyrir málum hælisleitenda. „Mundirðu ekki örugglega eftir að hrifsa líka af honum tuskudýrið, Ólöf Nordal?“ spurði hann meðal annars.

13 
„Þú munt fá lexíuna hóran þín“


Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sagði frá hótunum og árásum manns sem hafði áreitt hana frá árinu 2013, að því að virtist vegna fréttar sem karlkyns kollegi hannar skrifaði árið 2010. „Kolleginn heyrði aldrei frá manninum, sem tók aftur á móti upp á því að senda mér ítrekuð skilaboð þar sem hann kallaði mig hóru, hótaði mér refsingu og beindi sjónum að börnunum mínum. Skilaboðin einkenndust fyrst og fremst af kvenfyrirlitningu, enda var hann ekki að ráðast að mér sem blaðamanni heldur sem konu,“ skrifaði Ingibjörg Dögg.

12 
Stelpupussulæti Hallgríms


Guðbergur Bergsson rithöfundur skrifaði pistil í DV í október þar sem hann hæddist meðal annars að Hallgrími Helgasyni kollega sínum fyrir að hafa stigið fram og sagt frá nauðgun sem hann varð fyrir þegar hann var 22 ára gamall. Áslaug Karen Jóhannsdóttir skrifaði pistil þar sem hún rýndi í orð Guðbergs: „Guðbergur hæðist ekki einungis að Hallgrími í pistlinum - hann kvengerir hann. Sveskjusteinninn, myndlíkingin sem Hallgrímur notar í viðtali við Fréttatímann, hafi ekki gengið niður úr sálinni heldur földu móðurlífi í einskonar hommaskáp. Alvöru karlmenn geti þannig ekki orðið fyrir nauðgun, einungis konur eða hommar.“

11 
Vændi ritskoðað


Viðtal við mann sem keypti vændi af uppáhalds klámmyndaleikkonu sinni var birt á Pressunni í nóvember síðastliðnum og vakti hörð viðbrögð. Sunna Kristinsdóttir skrifaði pistil um málið fyrir Stundina. „Svona umfjöllun nærir gríðarlega skaðlega umræðu því að hún heldur lífi í  mýtunni um að „vændi sé í raun bara frábært dæmi“, „atvinnutækifæri fyrir konur“ og að „við séum í raun bara teprur“ hérna á Íslandi,“ skrifaði Sunna meðal annars.

10 
10 hlutir sem hamingjusöm pör gera


Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sálfræðingar skrifuðu pistil fyrir Stundina þar sem þær deildu nokkrum góðum ráðum sem gott er að hafa í huga í parasamböndum. Eitt það mikilvægasta sem hamingjusöm pör gera er að hrósa hvort öðru, segja þær. „Ekki þarf aðeins að hrósa fyrir stóra viðburði heldur er líka mikilvægt að hrósa fyrir hversdagslega hluti. Þú kemur þreytt heim úr vinnunni og kærasti þinn er búinn að taka til í íbúðinni og elda kvöldmatinn. Þú ert rosalega fegin að núna getur þú slakað á eftir vinnudaginn. Í þessum aðstæðum er mikilvægt að grípa tækifærið og gefa á einhvern hátt til kynna að þú sért þakklát fyrir það sem kærastinn þinn gerði.“

9 
Ný fjármálakreppa er óumflýjanleg


Jóhannes Björn greindi hvernig bankaelítan náði að velta skuldum og ábyrgðum yfir á skattgreiðendur. Lausnin á kreppunni mun enda með martröð, segir hann. „Hagkerfið hrundi vegna ofurskulda og því hefur síðan verið haldið gangandi með miklu meiri skuldum. Við skulum ekki blekkja sjálf okkur eða láta blekkjast af áróðri elítunnar sem græðir á „magnaukningu“ og vöxtum sem stanslaust stela sparifé fólks,“ skrifaði hann meðal annars.

8 
Stóra bomban árið 2015


Óttar Guðmundsson geðlæknir rifjaði upp Stóru bombuna árið 1930, þegar geðlæknir sagði ráðherra geðveikan. Pistillinn kom í kjölfar ummæla forsætisráðherra um að rof væri á milli raunveruleika og skynjunar hjá þjóðinni. „Þetta er í raun öfug spegilmynd af Stóru-bombumálinu. Þá lýsti geðlæknir ráðherra geðveikan en nú lýsir ráðherra alla þjóð sína geðveika. Hann einn er heilbrigður í fjandsamlegum heimi þar sem fólk er búið að missa öll tengsl sín við veruleikann.“

7 
Landsfundur hinna háu kinnbeina


Hugleiðingar Braga Páls Sigurðssonar eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins vöktu talsverða athygli í október síðastliðnum. Þar sagði hann meðal annars frá áhugaverðri senu þar sem syni Kjartans Gunnarssonar var meinuð innganga á fundinn. „Kjartan varð mjög hvumsi, og spurði ítrekað hvort dyraverðinum væri alvara, hvort hann vissi ekki hver hann væri, sagði „HA?!“ mjög undrandi, mjög oft, og horfði hneykslaður í hringum sig,“ skrifaði Bragi Páll meðal annars.


Ekki láta Jón Gnarr eyðileggja fyrir okkur lífið


Bjarni Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Héraðsskólans að Núpi, svaraði ásökunum Jóns Gnarr um skólahald að Núpi í pistli á Stundinni. Jón Gnarr hefur lýst kynferðislegu ofbeldi í héraðsskólanum á Núpi, sem þó enginn samnemanda né kennara kannast við. „Fyrir okkur gamla starfsfólkið á Núpi var skelfilegt að sjá forsíðu Fréttablaðsins þann 17. október síðastliðinn þar sem greinilega átti að ræna okkur ærunni svo og af öllu því samstarfsfólki okkar sem látið er,“ skrifar Bjarni.

5 
Morðið á DV


Hallgrímur Helgason útskýrði í pistli hvernig dagblað er drepið. „Maður gerir það hægt og rólega, á þremur til fjórum mánuðum og bindur endahnútinn á hárréttum tíma,“ skrifaði hann meðal annars. „Það tókst að teygja glæpinn yfir svo langan tíma að þjóðin náði „að lifa með honum“, og nánast verða leið á honum, og svo voru hlutirnir bara „orðnir eins og þeir eru“.“

4 
Hjúkrunarfræðingur svarar


Verkfall hjúkrunarfræðinga setti sannarlega svip sinn á árið. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom fram í viðtali og sagði að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin tuttugu prósent launahækkun. María Ósk Gunnsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur svaraði ráðherranum í pistli á Stundinni og sendi samstarfsfólki baráttukveðju. „Ekki láta brjóta niður þessa samstöðu með útúrsnúningi pólitíkusa í fjölmiðlum sem leika sér að tölum til að snúa áliti almennings gegn okkur til þess eins að bæta eigið fylgi. Berjist á móti, ekki lúffa fyrir svo skítlegri framkomu.“

3 
Nokkrar staðreyndir um nauðgunarmálið í Hlíðunum


Fáar fréttir hreyfðu jafn mikið við almenningi og forsíðufrétt Fréttablaðsins um að íbúð meints nauðgara í Hlíðum hafi verið útbúin til nauðgana. Margt er enn óljóst í málinu en Jón Trausti Reynisson fór yfir nokkur atriði sem þó liggja ljós fyrir. „Við vitum ekki hvort þeir grunuðu í málinu í Hlíðunum eru sekir. Við vitum hins vegar að fólk er sett í gæsluvarðhald grunað um mun vægari glæpi – glæpi án fórnarlambs eða nytjastuld, fremur en árás á líkama og sál fólks,“ skrifaði hann meðal annars.

2 
Hvernig lifðum við þetta af?


Óttar Guðmundsson geðlæknir fjallaði um neikvæð áhrif kröfunnar um vandamála- og áhyggjuleysi í næst vinsælasta pistli ársins. Hann segir öryggiskynslóðina ekki tilbúna fyrir mótlæti, en fyrir fáeinum áratugum ólust börn upp við fjölmargt sem talið er lífshættulegt í dag. „Auðvitað er gott að foreldrar fylgist með börnum sínum en stundum getur umhyggjan gengið út yfir allan þjófabálk og snúist upp í andhverfu sína. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig manni tókst að lifa af eigin barnæsku og unglingsár,“ skrifaði Óttar.


Láglaunafólk sem situr á gullnámu


Vinsælasti pistill Stundarinnar frá upphafi er pistill Jóhannesar Björns um láglaunafólkið sem situr á gullnámu en vel rúmlega sextíu þúsund manns hafa nú lesið pistilinn. „Dapurleg staða íslensks launafólks er óþolandi vegna þess að landið er feikilega ríkt og lífskjör almennings ættu að vera með því besta sem þekkist í heiminum. Hvergi í heiminum, nema þar sem olían vellur upp úr jörðinni, á svo fámennur og vel upplýstur hópur slíka gnótt verðmæta. Hitt er líka staðreynd að hvergi á norðurhveli jarðar hefur spilling og óstjórn staðið þegnunum eins fyrir þrifum og á Íslandi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
5
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
10
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár