Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Telur nauðsynlegt að koma á fót dýralögreglu

Frest­ir til að fram­fylgja lög­um um vel­ferð dýra geta tak­mark­að virkni þeirra í fjölda ára eða jafn­vel ára­tugi. Þeir vinna gegn til­gangi lag­anna, oft með hrika­leg­um af­leið­ing­um fyr­ir dýr­in sem þeim er ætl­að að vernda. Þetta seg­ir Al­ex­andra Jó­hann­es­dótt­ir lög­fræð­ing­ur, sem skoð­að hef­ur lög­in og eft­ir­fylgni með þeim of­an í kjöl­inn.

Meistararitgerð Alexöndru Jóhannesdóttur í lögfræði við lagadeild HÍ fjallar um brot á lögum um velferð dýra nr. 55/2013 en í henni er löggjöfin skoðuð út frá brotum og eftirfylgni með henni. Alexandra hlaut 9 í einkunn fyrir ritgerðina, þá hæstu sem gefin var í lögfræði á þessari önn.

Eitt af því sem fylgdi hinum nýjum lögum um velferð dýra er að framkvæmd þeirra var einfölduð til muna og hún var öll færð undir hatt Matvælastofnunar. Alexandra segir að þó það hafi verið til bóta að einfalda framkvæmd laganna hafi skrif hennar sýnt fram á að margt sé að athuga við starfshætti Matvælastofnunar.

Það fyrsta sem hún varð vör við var að Matvælastofnun sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni sem skyldi. „Það tók mig um eitt og hálft ár að skrifa ritgerðina. Það hefði verið mun styttri tími ef Matvælastofnun hefði sinnt upplýsingaskyldu sinni. Ég sendi inn margar fyrirspurnir. Sumum var svarað neitandi, í einhverjum tilfellum fékk ég takmarkaðar upplýsingar um mál en í öllum tilfellum vörðuðu þau gæludýr. Í langflestum tilfellum var engu svarað. Nú er reyndar búið að breyta upplýsingastefnu stofnunarinnar og vonandi hefur það skilað sér í bættu upplýsingaflæði. Ég hef samt engin svör fengið.“

Henni reyndist auðveldast að fá upplýsingar um brot gegn gæludýrum en þegar kom að brotum gegn húsdýrum eða nytjadýrum varð fátt um svör. Hún fékk þær skýringar að málin væru álitin einkamál aðila, að þau vörðuðu ekki almannahagsmuni. „Auðvitað varða þessi mál almannahagsmuni. Ef bændur brjóta lög með því að fara illa með dýrin sín er það ekki þeirra einkamál.“

Á endanum þurfti hún að fara í gegnum lögregluembætti um allt land til að afla sér upplýsinga, sem gekk betur og gerði henni kleift að ljúka verkinu. „Ég fékk mjög greinargóð svör frá lögreglunni. Það var greinilegt á samtölum mínum við lögreglumenn víða um land að þeim þótti óþægilegt að geta ekki að eigin frumkvæði rannsakað mál, án milligöngu Matvælastofnunar.“

Ekki farið fram á rannsókn á háalvarlegum málum

Ef brotið er gegn dýrum og það er tilkynnt lögreglu þarf hún að bera undir Matvælastofnun hvort eigi að fara í rannsókn. Hafni Matvælastofnun því aðhefst lögregla ekkert. Það telur Alexandra stóran og alvarlegan galla á löggjöfinni. „Þetta verklag er ekki í lögum annars staðar á Norðurlöndum. Þar er ekki einhver eftirlitsaðili – sem er ekki óháður – sem hefur ákvörðunarvaldið um það hvort farið er í saksókn í svona málum.“

Stundarinnar hafði samband við Matvælastofnun og óskaði eftir mati á fyrirkomulaginu. Í svarinu segir: „Matvælastofnun hefur ekki athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Hafa verður í huga að skv. 8. og 9. gr. laga um velferð dýra skal tilkynna illa meðferð á dýrum eða slæman aðbúnað til MAST eða lögreglu, ef lögreglu berst tilkynning skal hún tilkynna slík mál til MAST. MAST hefur skyldur og heimildir til að kanna hvort slíkar tilkynningar séu á rökum reistar. Jafnframt sinnir MAST reglubundnu eftirliti með dýrahaldi og hefur yfir að ráða eftirlitskerfi og sérþekkingu á þessu sviði. Með lögunum var reynt að skilgreina betur verkaskiptingu milli MAST og lögregluyfirvalda og einskorða hlutverk lögreglunnar við að aðstoða starfsmenn MAST þegar slíkt er nauðsynlegt vegna almennra valdheimilda lögreglunnar.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dýraníð

Kötturinn Garðar lést af völdum skotsára: „Einhver illa innrættur einstaklingur rústaði lífi hans“
FréttirDýraníð

Kött­ur­inn Garð­ar lést af völd­um skotsára: „Ein­hver illa inn­rætt­ur ein­stak­ling­ur rúst­aði lífi hans“

Ný­lega greindu Villikett­ir frá því að kött­ur hefði lát­ist af völd­um skotsára sem hann hlaut ná­lægt Garði á Suð­ur­nesj­um. Er það ekki eins­dæmi á því svæði. Formað­ur Villikatta seg­ir að kett­ir séu skotn­ir víða um land. „Ég veit af ein­um bónda sem skýt­ur kis­ur ef þær eru ekki með ól,“ seg­ir hún.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár