Fréttir

Laumuspil vegna lífeyrisréttinda: „Ætlum að hamra á því að þetta sé hreinlega villa í lögunum“

Lögð var áhersla á að skilja ekki eftir gagnaslóð um viðbrögð innan stjórnsýslunnar við mistökum sem urðu við breytingar á almannatryggingalögum. Aðeins forstjóri Tryggingastofnunar mátti vita af málinu: „Bara SLB og biðja hana um að tala ekki um þetta út á við“.

Lagt var kapp á að halda því leyndu að ellilífeyrisþegar hefðu samkvæmt lagabókstaf öðlast réttindi upp á 2,5 milljarða í upphafi ársins vegna mistaka sem urðu við breytingar á almannatryggingalögum síðasta haust. Tölvupóstssamskipti milli starfsmanna velferðarráðuneytisins og Tryggingastofnunar sýna að eftir að mistökin urðu ljós var lögð talsverð áhersla á að tryggja að upplýsingar um þau umframréttindi sem virtust óvart hafa orðið til lægju í þagnargildi.

 

Þorsteinn Víglundssonfélagsmálaráðherra

Fréttatíminn fjallaði um málið á dögunum og vitnaði í tölvupóst þar sem velferðarráðuneytið biður framkvæmdastjóra réttarsviðs Tryggingastofnunar um að ræða einungis um mistökin við forstjóra Tryggingastofnunar en ekki aðra innan stofnunarinnar. „Bara slb [Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, innsk. blaðam.] og biðja hana um að tala ekki um þetta út á við,“ segir í tölvupósti frá ráðuneytisstarfsmanninum sem Stundin hefur undir höndum. Taldi hann brýnt að „hamra á því“ að um „villu“ í lögunum væri að ræða og óskaði eftir aðstoð við að tína til gögn því til stuðnings. „Ef þið munið eftir einhverju eða finnið eitthvað sem við getum notað í rökstuðning varðandi slíkar villur (þarf ekki að vera fyrir mánudaginn) þá endilega sendið mér. Mikið í húfi!“ skrifaði hann.

Eins og Stundin hefur áður greint frá ollu umrædd mistök því að samkvæmt lagabókstafnum hefðu tekjur úr lífeyrissjóðum ekki átt að gilda til skerðingar á ellilífeyri. Ætlunin var hins vegar að þetta ætti einungis við um útreikning örorkulífeyris. Í janúar og febrúar greiddi Tryggingastofnun ekki eftir lögunum heldur eftir túlkun sinni og velferðarráðuneytisins á vilja löggjafans. Rétt framkvæmd laganna hefði kostað hið opinbera samtals um 5 milljarða króna þessa tvo mánuði. Að því er fram kemur í umfjöllun Fréttatímans fékk Tryggingarstofnun sérstök fyrirmæli frá ráðuneytinu um að gera ráð fyrir að greiða út lífeyri marsmánaðar „með sama hætti“ og áður. 

„Við ætlum að hamra á því að þetta sé hreinlega villa í lögunum,“ segir í tölvupósti frá staðgengli skrifstofustjóra til framkvæmdastjóra réttarsviðs Tryggingastofnunar. Þessari yfirlýsingu var svo fylgt eftir af þingmönnum stjórnarmeirihlutans sem „hömruðu“ á því í þingsal að um mistök og villu væri að ræða.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Pistill

Topp 10 listi – Allar breiðskífur Metallica

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum

Viðtal

Fegurðin í ljótleikanum