Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vigdís var „skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna

Vig­dís Hauks­dótt­ir, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ir í tölvu­pósti sem ætl­að­ur var nefnd­ar­manni að hún hafi vilj­að halda „skýrslu meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar“ leyndri fyr­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni. „Því mið­ur hljóp Odd­ný á sig í kvöld og diss­aði ís­lensk­unni í skýrsl­unni,“ skrif­ar Vig­dís.

Vigdís var „skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, óttaðist að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, sæi skýrsluna um endurreisn íslenska bankakerfisins áður en hún yrði birt opinberlega. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vigdís virðist hafa sent fyrir mistök.

Í skýrslunni, sem unnin var af Vigdísi og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og kennd er við meirihluta fjárlaganefndar, eru settar fram alvarlegar ásakanir gegn Steingrími, embættismönnum og sérfræðingum sem tóku þátt í vinnu við endurreisn íslenska bankakerfisins á síðasta kjörtímabili.

Steingrímur er sakaður um að hafa tekið hagsmuni kröfuhafa bankanna fram yfir hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Hann fékk ekki tækifæri til að verja sig gegn ásökunum skýrsluhöfunda eða greina frá sínum sjónarmiðum áður en skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í fyrradag.

„Statement“ Vigdísar og Guðlaugs

Stundinni barst tölvupóstur frá Vigdísi Hauksdóttur í gær sem virðist hafa verið sendur fyrir mistök. Stundin birtir póstinn vegna þess að hann varpar ljósi á einbeittan ásetning formanns fjárlaganefndar um að koma í veg fyrir að þeir sem eru ásakaðir í skýrslu, sem kennd er við Alþingi, fái tækifæri til að verja hendur sínar eða færa fram skýringar, eins og hefðbundið verklag við gerð rannsóknarskýrslna felur í sér.

Tölvupóstur Vigdísar var sendur á blaðamann Stundarinnar, Jóhann Pál Jóhannsson, en virðist hafa verið ætlaður Páli Jóhanni Pálssyni, fulltrúa Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd. 

Í tölvupóstinum segist Vigdís hafa verið „skíthrædd“ um að Steingrímur J. fengi skýrsluna í hendur, en til allrar hamingju hafi „þingið“ haldið trúnaði. 

Vigdís segir jafnframt að það hafi verið „statement“ hjá henni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, varaformanni fjárlaganefndar, að leggja sjálf út fyrir kostnaðinum vegna skýrslunnar.

Þá segir Vigdís að Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi hlaupið á sig þegar hún „dissaði íslenskunni [sic] í skýrslunni“.

Þetta er í annað sinn í vikunni sem Vigdís notar sögnina að „dissa“, en í viðtali við Harmageddon á þriðjudag sagði hún að Steingrímur J. Sigfússon væri að „dissa eftirlitshlutverk þingsins“.  

„Ég var skíthrædd“

Forsagan er sú að Stundin sendi Vigdísi og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, varaformanni nefndarinnar, fyrirspurn um tilurð skýrslunnar á mánudagskvöld. Þar var eftirfarandi spurninga spurt:

1. Hvers vegna hefur skýrslan ykkar ekki birst á vef Alþingis? 
2. Af hverju greidduð þið kostnaðinn sjálf? 
3. Er skýrslan unnin á vegum fjárlaganefndar?
4. Hvers vegna eru ekki nöfn meirihluta nefndarmanna við hana? 
5. Samþykkti meirihluti nefndarinnar skýrsluna? 
6. Hvaða utan­að­kom­andi sér­fræð­ingar komu að gerð hennar?
7. Var skýrslan prófarkalesin í samræmi við það sem tíðkast þegar þingnefndir skila af sér skýrslum? 

Svar Vigdísar barst í gærkvöldi en þar ávarpar hún viðtakanda sem Palla og gerir ráð fyrir því að hann sitji með henni í fjárlaganefnd:

Palli minn – ég er að fara í gegnum póstinn minn og sá þá þennan póst frá þér – fyrirgefðu hvað ég svara þér seint
Sko – ég sendi ykkur skýrluna og fylgiskjölin á sunnudaginn
Við tökum málið út á morgun – og gerum hana að þingskjali með nöfnunum okkar í meirihlutanum á
Við vorum með ”statement” með því að greiða kostnaðinn sjálf – rannsóknarskýrslur Alþingis hafa hingað til kostað 500-700 milljónir
Þú varst búinn að greiða atkvæði með að vera með á henni
Því miður hljóp Oddný á sig í kvöld og dissaði íslenskunni í skýrslunni – en s.s. hún kom úr íslensku og innsláttarvillulestri s.l. mánudag (ég var skíthrædd við að SJS myndi fá hana) – en þingið hélt trúnaði
Annars hlakka ég til að hitta þig á morgun J
Kv.

Skýrsluhöfundar hafa verið gagnrýndir fyrir að gefa þeim sem skýrslan fjallar um, svo sem embættismönnum og fyrrverandi ráðherrum á borð við Steingrím J. Sigfússon, ekki færi á að tjá sig um ávirðingarnar sem þar eru settar fram á hendur þeim.

Tölvupóstur Vigdísar staðfestir að ekki aðeins voru sjónarmið um andmælarétt höfð að engu við gerð skýrslunnar heldur leitaðist formaður fjárlaganefndar við að halda efnisatriðum og ásökunum sem fram koma í skýrslunni leyndum fyrir Steingrími.

Eins og Stundin greindi frá í gær var skýrslan aldrei tekin á dagskrá í fjárlaganefnd þrátt fyrir að hún sé sérstaklega kennd við „meirihluta fjárlaganefndar“. Þetta hafa nefndarmenn staðfest og stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýnt. Jafnframt hafa efnistök og umbrot skýrslunnar verið höfð að háði og spotti á samfélagsmiðlum eftir að hún birtist. 

Skjalið ber þess merki að vera óprófarkalesið og byggir að miklu leyti á úrklippum eða skjáskotum af gögnum sem þegar eru komin fram. Þá er orðalag skýrslunnar afar frábrugðið því sem tíðkast í þingskjölum. Samkvæmt tölvupósti Vigdísar var skjalið samt lesið yfir af starfsmönnum þingsins. 

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra

Fjármálaráðherra ekki lesið skýrsluna

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gaf lítið fyrir vinnu Vigdísar og Guðlaugs Þórs í viðtali við fréttastofu RÚV í dag. Haft var eftir honum að hann hefði ekki lesið skýrsluna. Þá segir í fréttinni:

„Bjarni vill ekki tjá sig um hvort að tilurð skýrslunnar sé óvenjuleg. Meirihluti fjárlaganefndar sé ábyrgur fyrir skýrslunni, en það ráðist af framhaldinu hversu óvenjuleg skýrslan sé, eins og  frekari umræðum um hana í fjárlaganefnd  og því hvort hún verði að þingskjali“.

Meginefni skýrslunnar er að stjórnvöld á tímum vinstri stjórnarinnar hafi tekið hagsmuni kröfuhafa fram yfir hagsmuni þjóðarinnar með því að afhenda kröfuhöfum bankana. Bent hefur verið á að meðal þeirra sem studdu sömu leið eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Í samtali við Fréttablaðið í febrúar 2009 sagði Sigmundur, þá eigandi félagsins Wintris á Bresku jómfrúareyjunum, sem gerði kröfu upp um á 523 milljónir króna í þrotabú íslensku bankana, að besta leiðin til að skapa traust væri að afhenda erlendum kröfuhöfum hlut í bönkunum.

„Að mínu mati er lang­besta leiðin að erlendir kröfu­hafar eign­ist hlut í bönk­un­um. Fyrir því eru nokkrar ástæð­ur, helst þær að með því öðl­ast banka­kerfið aukið traust - því miður er traust á íslenskum stjórn­völdum og banka­kerfi ákaf­lega lít­ið. Þá dregur það úr þeirri hættu að þau mis­tök sem voru gerð end­ur­taki sig. Ef bank­arnir fara í eigu erlendu kröfu­haf­anna þá hafa þeir ríka ástæðu til að bönk­unum gangi vel og halda þeim gang­andi. En til að þetta megi verða þarf að tryggja stöðu þeirra sem skulda bönk­unum að því leyti að ekki verði gengið að þeim og íslenskt efna­hags­líf lagt í rúst. Sé það tryggt þá er þetta besta leið­in.“

Vildi ekki gefa upp hverjir komu að gerð skýrslunnar

Á kynningarfundi vegna skýrslunnar neitaði Vigdís að greina frá því hverjir hefðu komið að gerð skýrslunnar, aðrir en hún og Guðlaugur Þór, ásamt meðlimum og starfsmönnum fjárlaganefndar, en í kynningu á henni kom fram að meirihluti fjárlaganefndar hefði „látið vinna skýrslu“ um einkavæðingu bankanna hina síðari.

Vigdís og Guðlaugur greiddu sjálf 90 þúsund krónur fyrir gerð skýrslunnar, en Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagðist í samtali við Kjarnann ekki muna eftir fordæmi fyrir því að þingmenn greiddu sjálfir kostnaðinn við gerð skýrslna.

Ásakanir, sambærilegar þeim sem birtast í skýrslunni, hafa ítrekað verið bornar til baka, meðal annars af Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í skýrslu hans fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Vigdís Hauksdóttir hefur ekki enn svarað spurningum Stundarinnar með öðrum hætti en hún gerir í bréfinu sem ætlað var Páli Jóhanni Pálssyni. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
8
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu