Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Víðtæk tengsl Sjálfstæðisflokksins við GAMMA: KOM lét fjarlægja myndbandið

„Við skipt­um okk­ur ekki af hvaða skoð­an­ir fólk set­ur fram á Face­book,“ seg­ir í svari KOM við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Al­manna­tengsla­fyr­ir­tæk­ið er með­al ann­ars í eigu fyrr­ver­andi að­stoð­ar­manna Bjarna Bene­dikts­son­ar og Ill­uga Gunn­ars­son­ar en GAMMA hef­ur einnig um­tals­verð tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Víðtæk tengsl Sjálfstæðisflokksins við GAMMA: KOM lét fjarlægja myndbandið

Almannatengslafyrirtækið KOM krafðist þess að myndband um tengsl Sjálfstæðisflokksins við fyrirtækið GAMMA yrði fjarlægt af Facebook. 

„Við skiptum okkur ekki af hvaða skoðanir fólk setur fram á Facebook. Hins vegar þarf fólk leyfi til að nota myndir í eigu annarra í framsetningu sinni,“ segir Björgvin Guðmundsson, einn af eigendum KOM, í tölvupósti til Stundarinnar.   

Jæja-hópurinn svokallaði, sem skipulagði mótmæli á Austurvelli síðasta vor eftir að upplýst var um aflandsfélög þriggja ráðherra, birti myndbandið um helgina. Um 10 þúsund manns höfðu horft á myndbandið þegar það var fjarlægt, en skömmu seinna var það birt aftur, án mynda, og hafa nú um 70 þúsund manns horft.

Í myndbandinu er bág staða leigjenda á höfuðborgarsvæðinu og hátt leiguverð sett í samhengi við innreið GAMMA inn á húsnæðismarkaðinn. Þá eru umdeildar tilraunir sjálfstæðismanna til að breyta íslensku námslánakerfi tengdar við nýtilkomna námslánastarfsemi GAMMA. Umsvif fyrirtækisins eru gríðarleg, en undanfarin ár hafa sjóðir þess eignast hundruð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu. 

Víðtæk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn

GAMMA styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 199 þúsund krónur árið 2013, 400 þúsund krónur árið 2014 og aftur um 400 þúsund krónur í fyrra.

Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþróunar hjá GAMMA, er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og var jafnframt bæjarstjóri á Seltjarnarnesi um árabil fyrir hönd flokksins. 

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og formaður fjármálaráðs. Þá hefur hann aðstoðað Hannes Hólmstein Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor við að boða frjálshyggju á Íslandi í gegnum svokallað Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt. 

Ingvi Hrafn Óskarsson, lögfræðingur hjá GAMMA, var skipaður stjórnarformaður RÚV af Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra í upphafi kjörtímabilsins og hefur setið í bankaráði Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Þá er hann fyrrverandi formaður og varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Illugi Gunnarsson skipaði Ingva sem formann fjölmiðlanefndar í mars síðastliðnum.

Eiríkur Finnur Greipsson, verkefnastjóri hjá GAMMA, hefur einnig setið í stjórn Ríkisútvarpsins fyrir hönd Illuga Gunnarssonar. Hann var aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestfirðinga þegar sjóðurinn veitti Illuga Gunnarssyni og konu hans talsverða fyrirgreiðslu til að forðast fjárnám um og eftir hrun. Eiríkur Finnur gagnrýndi fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun um tengsl Illuga við fyrirtækið Orku Energy og Hauk Harðarson, stjórnarformann þess.

„Ég hef unnið með og þekkt Illuga frá unglingsárum hans og Brynhildi hef ég þekkt frá fæðingu. Þau eru reyndar miklir vinir okkar hjóna og verða. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hversu lágkúrulegum vinnubrögðum er unnt að beita til þess eins að afla sér tekna og lífsviðurværis af útgáfu fréttamiðils eins og Stundarinnar, og skeyta í engu um mannorð heiðarlegs og duglegs fólks. Hver skyldi verða næstur fyrir aftökusveitina?“ skrifaði Eiríkur þegar Orku Energy-málið stóð sem hæst.

GAMMA í samkeppni við LÍN

Samkvæmt nýjasta ársreikningi GAMMA hagnaðist fyrirtækið um 416 milljónir króna árið 2015 og greiddi hluthöfum 100 milljónir króna í arð.

Undanfarin misseri hefur GAMMA fært sig inn á námslánamarkaðinn með því að bjóða háskólanemum framfærslu- og skólagjaldalán í gegnum nýjan sjóð, Framtíðina. Þannig er fyrirtækið komið í samkeppni við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Um svipað leyti hafa Illugi Gunnarsson og sjálfstæðismenn beitt sér fyrir því að samþykkt verði nýtt frumvarp til laga um námslán og námsstyrki sem fæli meðal annars í sér að vaxtaprósenta námslána hjá LÍN myndi allt að þrefaldast. Stjórnarandstaðan og Háskóli Íslands mótmæltu áformunum harðlega og töldu að í þeim fælist aðför að jafnrétti til náms.

„Á þetta að vera skref í einkavæðingu menntakerfisins? Að gera námslán svo lág að það borgar sig í rauninni ekki að fá sér ríkisnámslán svo maður fari í einkarekið námslánaviðskipti?“

Fyrr á árinu tóku nýjar úthlutunarreglur hjá LÍN gildi, en samkvæmt þeim lækkuðu lán til framfærslu námsmanna erlendis um allt að 20 prósent á yfirstandandi skólaári. „Á þetta að vera skref í einkavæðingu menntakerfisins? Að gera námslán svo lág að það borgar sig í rauninni ekki að fá sér ríkisnámslán svo maður fari í einkarekið námslánaviðskipti?“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, þegar fjallað var um breytingarnar fyrr á árinu

Lánveitingar Framtíðarinnar falla undir lög um neytendalán nr. 33/2013, sömu lög og smálánafyrirtæki starfa eftir. Í stjórn Framtíðarinnar sitja Hlíf Sturludóttir, Sigurgeir Örn Jónsson og Ellert Arnarson. 

KOM nátengt Illuga og Sjálfstæðisflokknum

Almannatengslafyrirtækið KOM hefur einnig talsverð tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Magnús Ragnarsson, sem starfaði um tíma sem aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar í menntamálaráðuneytinu, er stjórnarformaður KOM samkvæmt gildandi skráningu í hlutafélagsskrá og jafnframt hluthafi í fyrirtækinu í gegnum félagið PT 109 ehf. á móti Friðjóni R. Friðjónssyni og Björgvini Guðmundssyni. 

Friðjón R. Friðjónsson, er áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, hefur boðið sig fram í prófkjörum hjá flokknum og gegndi um tíma starfi aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar á kjörtímabili vinstristjórnarinnar. Hann situr fyrir hönd Illuga í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Björgvin Guðmundsson hefur áður starfað sem ritstjóri Viðskiptablaðsins og sem ritstjóri viðskiptafrétta Morgunblaðsins. 

KOM styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 235.312 krónur á árinu 2014. Í því fólst að fyrirtækið gaf flokknum vinnu, meðal annars vegna vandræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra þegar lekamálið stóð sem hæst.

Fyrirtækið hefur fengið ýmis verkefni hjá hinu opinbera á yfirstandandi kjörtímabili, enda um eitt stærsta almannatengslafyrirtæki landsins að ræða. Í fyrra var greint frá því að KOM hefði fengið hátt í milljón frá hinu opinbera fyrir aðstoð við að bæta ímynd lögreglu og lögreglustjóra vegna lekamálsins og mistaka við birtingu skýrslunnar um Búsáhaldabyltinguna.

Menntamálaráðuneytið fól jafnframt KOM að annast kynningu vegna Hvítbókar Illuga Gunnarssonar um menntamál og greiddi rúma milljón fyrir. Þá var fyrirtækinu falið að boða fjölmiðla á kynningarfund um skýrslu nefndar Eyþórs Arnalds um rekstur Ríkisútvarpsins síðasta haust. 

Áður hefur KOM aðstoðað Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að rétta hlut sinn í fjölmiðlum vegna landsdómsmálsins og hjálpað athafnamanninum Víglundi Þorsteinssyni að bera embættismenn og stjórnmálamenn þungum sökum í fjölmiðlum vegna aðgerða sem gripið var til við endurskipulagningu bankakerfisins í tíð síðustu ríkisstjórnar. 

Myndband Jæja-hópsins um tengsl GAMMA og Sjálfstæðisflokksins var tekið niður að kröfu KOM vegna þess að þar voru myndir af starfsmönnum GAMMA notaðar í leyfisleysi. Samkvæmt svari fyrirtækisins við fyrirspurn Stundarinnar hefur krafan ekkert að gera með þær skoðanir sem er viðraðar eru í myndbandinu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
9
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu