Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Við erum eins og dýr í búri

Hann slapp úr klóm Als­habab, komst ósynd­ur lífs af þeg­ar bát hans hvolfdi á Mið­jarð­ar­hafi, var synj­að um hæli af Sví­um og hef­ur nú beð­ið í 7 mán­uði eft­ir svari við því hvort hann fái að setj­ast að á Ís­landi, við óvið­un­andi að­stæð­ur. Hann hef­ur ver­ið einn í leit að ör­yggi í þrjú löng ár.

Fyrir þremur árum var hinn fjórtán ára Muhiyo Hamud úti að leika sér í fótbolta með vini sínum. Skyndilega þustu að vopnaðir menn og námu vinina á brott. Mennirnir fóru með þá í skítugt hús langt inni í skóginum, hús fullt af skelkuðum börnum, eins og þeim sjálfum. Í húsinu voru þau beitt andlegum og líkamlegum misþyrmingum og þeim gert ljóst að þau skyldu hlýða mönnunum í einu og öllu. Þeir voru liðsmenn Alshabab-hryðjuverkasamtakanna og það áttu að verða örlög barnanna að verða það líka. Muhiyo gat ekki hugsað sér að berjast fyrir Alshabab. Eftir mánuð í húsinu tókst honum að flýja. Hann fór aftur heim til fjölskyldu sinnar í Jamaame. Mamma hans var himinlifandi og fegin að sjá hann á lífi en þegar hún heyrði hvar hann hefði verið sagði hún honum að hann yrði að fara. Nokkrum dögum seinna lagði Muhiyo, fjórtán ára gamall, af stað til Evrópu í leit að  öryggi. Nú, þremur árum síðar, er hann enn að leita.

Í minnihluta í miðri borgarastyrjöld

Muhiyo ber það ekki með sér við fyrstu sýn að hafa þunga byrði að bera. Hann er myndarlegur ungur maður, vel til fara, með nýtískulega klippingu. Hann er eiginlega bara eins og hver annar menntaskólastrákur. En augun segja sína sögu. Þau eru alvöruþrungin og döpur. Lífið hefur verið honum erfitt frá fyrsta degi. Hann kemur frá borginni Jamaame í Sómalíu en hún hefur verið á valdi Alshabab frá því árið 2014. Þar er alþekkt að hryðjuverkamennirnir ýmist lokki börn til liðs við sig eða ræni þeim. Oft á tíðum velja þeir börn sem tilheyra minnihlutahópum og eiga sér fáa málsvara. Þannig er einmitt farið með Muhiyo. Hann tilheyrir Midgo-ættflokknum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu