Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útgerðin styrkti stjórnarflokkana um hátt í 40 milljónir á kjörtímabilinu

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þáðu sam­tals 37,5 millj­ón­ir króna í styrki frá hand­höf­um kvóta á tíma­bil­inu 2013 til 2015. Á sama tíma­bili voru veiði­gjöld styrk­veit­end­anna lækk­uð auk þess sem reynt var að út­hluta þeim tug­millj­arða mak­ríl­kvóta.

Útgerðin styrkti stjórnarflokkana um hátt í 40 milljónir á kjörtímabilinu

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn þáðu samtals 37,5 milljónir króna í styrki frá handhöfum fiskveiðikvóta á tímabilinu 2013 til 2015. 

Þeir prófkjörsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem komust inn á þing árið 2013 þáðu jafnframt 4,3 milljónir frá slíkum fyrirtækjum, en í þeim hópi eru þrír sjálfstæðismenn sem gegnt hafa ráðherraembætti á kjörtímabilinu. 

Þetta er sú mynd sem blasir við þegar útdrættir úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna 2015, sem birtir voru á vef Ríkisendurskoðunar á dögunum, eru bornir saman við tölur fyrri ára. 

Stundin tók saman fjárstyrki þeirra lögaðila til flokkanna sem hafa yfir fiskveiðiheimildum að ráða.

20 milljónir til Sjálfstæðisflokksins

Eins og sjá má hér að neðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn þegið samtals rúmar 20 milljónir frá kvótahöfum á tímabilinu 2013 til 2015. Um er að ræða 28 prósent af öllum styrkjum lögaðila til flokksins. 

17,5 milljónir til Framsóknarflokksins

Þá hefur Framsóknarflokkurinn þegið um 17,5 milljónir á sama tímabili, en þetta eru 36 prósent af öllum styrkveitingum lögaðila til Framsóknarflokksins.  

Á sama tímabili fékk Samfylkingin um 3,3 milljónir frá kvótafyrirtækjum en styrkir annarra flokka frá útgerðarfélögum voru litlir sem engir. 

Veiðigjöldin lækkuð

Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var að breyta og lækka sérstaka veiðigjaldið sem komið var á í tíð vinstristjórnarinnar. Ef ekki hefði verið hreyft við gjaldinu hefðu tekjurnar af gjaldinu farið stigvaxandi á undanförnum árum. Sé áætlun um tekjur af veiðigjöldum að óbreyttum lögum vinstristjórnarinnar borin saman við gögn Fiskistofu um álögð veiðigjöld á kjörtímabili hægristjórnarinnar, auk spár um veiðigjöld á yfirstandandi fiskveiðiári, nemur mismunurinn meira en 40 milljörðum króna. Þannig er ljóst að gríðarlegum fjárhagslegum byrðum hefur verið létt af útgerðarfyrirtækjum á sama tíma og þau veittu tugum milljóna í kosningasjóði stjórnarflokkanna. 

Á meðal þeirra fyrirtækja sem höfðu mestan ábata af lækkun veiðigjalds, samkvæmt útreikningum sem gerðir voru við Háskólann á Akureyri haustið 2013, eru Vísir, Rammi, Brim, Fisk Seafood og Þorbjörn. Umrædd fyrirtæki styrktu stjórnarflokkana um rúmar 7 milljónir á tímabilinu 2013 til 2015.

Vildu úthluta 10 fyrirtækjum 90% makrílkvótans

Þann 1. apríl 2015 lagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og núverandi formaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp um að aflaheimildum í makríl yrði úthlutað til sex ára á grundvelli veiðireynslu án endurgjalds.

Samkvæmt frumvarpinu átti að festa úthlutunina í sessi með þeim hætti að ekki yrði hægt að breyta henni nema með sex ára fyrirvara; þannig yrðu hendur næstu ríkisstjórna bundnar.

Stundin greindi frá því í forsíðuúttekt þann 10. maí sama ár að ef frumvarpið yrði að lögum fengju í raun tíu einstaklingar úthlutaðan makrílkvóta að verðmæti 35 milljarða króna. Þá var áætlað söluverðmæti makrílkvóta sem átti að renna í skaut tíu stórra útgerðarfyrirtækja rúmlega 70 milljarðar, eða 90 prósent af söluverðmæti alls makrílkvótans sem til stóð að afhenda.

Fimm fyrirtæki hefðu fengið um helming makrílkvótans úthlutaðan til sex ára ef frumvarpið hefði orðið að lögum; þetta eru félögin HB Grandi, Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja, Vinnslustöðin og Síldarvinnslan en áætlað söluverðmæti kvótans sem ríkisstjórnin hugðist úthluta fyrirtækjunum nemur um 53 milljörðum. Á yfirstandandi kjörtímabili, þ.e. árin 2013, 2014 og 2015, hafa sömu útgerðir styrkt Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um samtals 10,1 milljón króna. 

Hundruða milljóna taprekstur af Morgunblaðinu

Þeir beinu styrkir sem útgerðarfyrirtækin veita Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum blikna í samanburði við kostnað fyrirtækjanna af fjölmiðlarekstri. 

Á yfirstandandi kjörtímabili og því síðasta hefur Morgunblaðið beitt sér af mikilli hörku fyrir hagsmunum og stefnu núverandi stjórnarflokka. Þetta lýsir sér t.d. í leiðaraskrifum Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.

Þórs­mörk ehf., eig­andi Árvak­urs sem gefur út Morgunblaðið, tap­aði 160 millj­ónum króna á árinu 2015 en rekstrartap Árvakurs nam 667 millj­­ónunum árið 2009, 330 millj­­ónum árið 2010, 205 millj­­ónum árið 2011, 47 milljónum árið 2012 og 42 millj­­ónum árið 2014. 

Guðbjörg Matthíasdóttireigandi Ísfélags Vestmannaeyja og hluthafi í Morgunblaðinu.

Á meðal eigenda Þórsmerkur eru Ísfélag Vestmannaeyja, Rammi, Síldarvinnslan og Samherji í gegnum Síldarvinnsluna, sömu félög og veitt hafa stjórnarflokkunum veglega styrki undanfarin ár og áttu jafnframt að fá drjúgan hluta makrílkvótans samkvæmt makrílfrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Margir af forsvarsmönnum sömu fyrirtækjanna sitja í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa beitt sér eindregið gegn því að Íslendingar láti reyna á uppboðsleið í sjávarútvegi. 

Tífalt meira en hinir flokkarnir

Styrkveitingar útgerðarfyrirtækjanna til umræddra flokka eru ekki nýjar af nálinni. Á árunum 2008 til 2011 fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn rúmlega tífalt hærri fjárframlög frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi en allir aðrir flokkar til samans.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23 milljónir og Framsóknarflokkurinn 11 milljónir en á sama tímabili beittu flokkarnir sér af hörku gegn því að hróflað yrði við íslensku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta birtist í eindreginni andstöðu við upphafleg áform vinstristjórnarinnar um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda, lögin sem sett voru um sérstakt veiðigjald og stjórnarskrárbreytingarnar sem miðuðu að lögfestingu auðlindaákvæðis. 

Berjast gegn uppboðsleið

Síðasta sumar buðu Færeyingar upp hluta af aflaheimildum sínum í tilraunaskyni. Athygli vakti að kílóverðið sem þeir fengu fyrir kvótann reyndist a.m.k. tíu sinnum hærra en tekjurnar sem íslenska ríkið aflar sér í formi veiðigjalda frá íslenskum útgerðarfyrirtækjum fyrir hvert kíló af sömu fiskitegundum.

Af sjö stærstu stjórnmálaflokkum landsins eru aðeins tveir mótfallnir því að látið verði reyna á einhvers konar uppboðsleið í sjávarútvegi; Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Eins og Hermann Oskarsson, fyrrverandi hagstofustjóri Færeyja, rakti nýlega í viðtali við Stundina hafa forystumenn í flokkunum haldið á lofti rangfærslum um uppboðið í Færeyjum og notað þær sem rök gegn því að látið verði reyna á uppboð aflaheimilda á Íslandi. Þá greindi Stundin frá því þann 11. október síðastliðinn að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefði gefið villandi mynd af uppboðinu í sjónvarpsviðtali.

Í sama viðtali hvatti Bjarni Íslendinga til að líta á björtu hliðarnar. „Íslendingar, við verðum að fara að gleðjast yfir því að þessari grundvallaratvinnugrein okkar gangi vel. Eru það ekki góð tíðindi annars? Er það ekki frábært? Þegar ég var í æsku þá voru þetta bæjarútgerðir sem voru í ströggli, það gekk illa“ sagði hann og benti á að nú væri staða útgerðanna allt önnur, ekki síst vegna þeirra kerfisbreytinga sem lagt hefðu grunninn að stórkostlegri verðmætasköpun í sjávarútvegi. 

Ekki liggur fyrir hve mikla styrki Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa fengið frá útgerðarfyrirtækjum á þessu ári, né hvað einstaka frambjóðendur hafa fengið í aðdraganda prófkjara. Frambjóðendum ber að skila yfirlýsingu eða eftir atvikum uppgjöri til Ríkisendurskoðunar í síðasta lagi þremur mánuðum eftir prófkjör og fjármál flokkanna á árinu 2016 verða ekki gerð opinber fyrr en á næsta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu