Fréttir

Uppsagnir hjúkrunarfræðinga tækifæri til einkavæðingar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hjúkrunarfræðinga þurfa að grípa tækifærin utan veggja ríkisspítala. Yfir þrjú hundruð manns hafa sagt upp störfum á Landspítalanum.

Sigríður Á. Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri felast í þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin í kjölfar uppsagna hjúkrunarfræðinga við Landspítala. Tækifærin séu utan veggja ríkisspítala og þau þurfi hjúkrunarfræðingar að grípa. Þetta segir Sigríður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 

Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er“

„Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn,“ skrifar Sigríður Á. Andersen meðal annars. 

Yfir þrjú hundruð hafa sagt upp

Yfir þrjú hundruð manns hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, þar af eru 258 hjúkrunarfræðingar. Yfirmenn á spítalanum hafa fullyrt að hann muni ekki geta starfað ef til þessara uppsagna kemur. Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga standa bæði í málaferlum við ríkið vegna laga sem sett voru á verkföll þeirra en gerðardómur á að skera úr um hver laun félaga í báðum félögum verða. Sem kunnugt er felldu hjúkrunarfærðingar í síðustu viku kjarasamning sem skrifað var undir í júní síðastliðnum. 

Meðal leiða sem stjórnvöld hafa til skoðunar, til að bregðast við ástandinu á Landspítalanum, er að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga til starfa. Þetta staðfesti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali á RÚV í síðustu viku. Innan heilbrigðisstétta horfa hins vegar margir út fyrir landsteinana. Það sem af er ári hefur verið sótt um hjá landlækni um 525 vottorð um staðfestingu á starfsleyfum sem þarf til að sækja um vinnu í löndum innan evrópska efnahagssvæðisins. Til samanburðar voru 432 slík leyfi gefin út í fyrra. 

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki er Jón Þór Ólafsson, sem nýlega hætti þingmennsku fyrir hönd Pírata. „Þessi ríkisstjórn teflir heilbrigðisþjónustunni í hættu til að geta teflt fram einkavæðingu sem lausn. - Mjög hættulegur leikur,“ sagði hann á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

NEI, við veitum ekki þessar upplýsingar

Fréttir

Þorsteinn aftur staðinn að rangfærslum – nú um málefni lífeyrisþega

Úttekt

Umsátrið um Katar

Fréttir

Telja að fólk hafi ekki kynnt sér skýrslurnar nógu vel – Benedikt: „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni“

Pistill

Hvern leikur þú?

Úttekt

Fjársvelt samneysla og sögulegar óvinsældir

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Slæm tíðindi af Stefáni Karli

Fréttir

Var látin afneita áföllum í áfengismeðferð

Viðtal

„Það var öskrað á mig og mér hótað“

Pistill

Borgar sig ekki að eiga íbúð

Fréttir

Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku ölvaðan mann í miðbænum

Fréttir

Föður barnanna vísað úr landi í nótt