Fréttir

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar tengir nýja stjórnarskrá við Hugo Chavez og marxista

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ber nýja stjórnarskráa sem þjóðkjörið stjórnlagaráð samdi og var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, saman við stjórnarskrá Hugos Chavez, forseta Venesúela, sem hann nýtti til að auka völd sín.

Ný ríkisstjórn Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar framlengdi ráðningu Sigurðar Más Jónssonar sem upplýsingafulltrúa. Mynd: Pressphotos

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, tengir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá við hugmyndafræði ítalsks kommúnista og forsetan Hugos Chavez, sem náði í gegn stjórnarskrárbreytingum til að auka völd sín upp að því marki að stjórnarandstæðingar og fleiri lýstu honum sem einræðisherra.

Tengingin við ítalskan kommúnista er á grundvelli þess að hópur, sem bróðir eins af 24 meðlimum stjórnlagaráðs er meðlimur í, stóð að því að flytja inn marxískan fræðimann til landsins.

Grein Sigurðar MásÍ grein upplýsingafulltrúans er lagt upp með að tengja tillögur stjórnlagaráðs að stjórnarskrá við einræðisherrann Hugo Chavez og kommúnískan fræðimann.

Í grein í nýjasta tölublaðs tímaritsins Þjóðmála tengir upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar tillögurnar að nýrri stjórnarskrá einnig við stjórnarskrárbreytingar Hugos Chavez, einræðisherra í Venesúela, en meðal breytinga sem hann innleiddi var að kjörtímabil hans var lengt í sex ár og fékk hann heimild til að leysa upp þing landsins. Síðar var samþykkt stjórnarskrárbreyting sem afnam takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem einn forseti gæti setið. Ólíkt öðrum stjórnarskrám í Suður- og Norður-Ameríku getur þjóðþing Venesúela ekki samþykkt vantrauststillögu á forsetann.

Stjórnlagaráð í Venesúela, sem var skipað að miklum meirihluta af flokksmönnum Chavez. mótaði nýja stjórnarskrá í lok 10. áratugarins. 

Stjórnlagaráðið á Íslandi var hins vegar skipað þjóðkjörnum fulltrúum og ákváðu stjórnmálaflokkar hér á landi að halda sig frá kjörinu til að tryggja óhæði frá framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Meðal tillagna í frumvarpi stjórnlagaráðs var að 10 prósent kjósenda gætu knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu og að kjósendur gætu valið frambjóðendur af sitt hvorum listanum í alþingiskosningum, í stað þess að velja alla undir einum listabókstaf eins og er nú.

Tengir marxista við bróður stjórnlagaráðsmeðlims

Vilhjálmur ÞorsteinssonEinn af meðlimum stjórnlagaráðs á bróður sem er meðlimur í hópi sem flutti inn marxískan fræðimann og tengir upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar drög að nýrri stjórnarskrá þannig við áhrif marxisma.

Sigurður Már nefnir ítalska marxistann Antonio Negri í samhengi við íslensku stjórnarskrána. „Þess má geta að heimspekingurinn Viðar Þorsteinsson, sem var einn þeirra sem stóð fyrir komu Negri hingað í nafni félagsskaparins Nýhils, er bróðir Vilhjálms Þorsteinssonar. Vilhjálmur sat í stjórnlagaráði sem síðar samþykkti frumvarp til stjórnskipunarlaga eða þá stjórnarskrá sem ætlunin er að þrýsta í gegn á næsta þingi eins og til dæmis Píratar hafa lagt mikla áherslu á.“

Í grein sinni fjallar Sigurður Már um ræðu Viðars Þorsteinssonar á Austurvelli eftir bankahrunið og tengir hana við drög stjórnagaráðs að stjórnarskrá á grundvelli þess að bróðir Viðars var einn meðlima ráðsins. 

Sigurður Már JónssonEr fyrrverandi varaformaður Blaðamannafélags Íslands.

Sigurður Már var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar í september 2013. Áður starfaði hann sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Ráðning hans var síðan framlengd af núverandi ríkisstjórn og fjallaði Eyjan.is um ákvörðun stjórnarinnar í greininni „Fagmaður á ferð“: „Sigurður Már ...  naut þannig ekki einungis trausts Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í störfum sínum, heldur einnig nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Reykjavík er ónýt

Fréttir

Hægt að taka á húsnæðisvanda ungs fólks með fyrirframgreiddum arfi frá foreldrum

Pistill

Eru erlendir dýraníðingar í lagi?

Pistill

Tökum kvótann af sægreifunum

Leiðari

Sigur lyginnar

Fréttir

Kenna vinstristjórninni um 25 ára reglu hægristjórnarinnar

Mest lesið í vikunni

Pistill

Reykjavík er ónýt

Fréttir

Ótti og grátur eftir störf á farfuglaheimili á Selfossi

Fréttir

Hægt að taka á húsnæðisvanda ungs fólks með fyrirframgreiddum arfi frá foreldrum

Rannsókn

Skuggahlið ferðamennskunnar: Draumurinn á Íslandi breytist í martröð

Pistill

Eru erlendir dýraníðingar í lagi?

Pistill

Tökum kvótann af sægreifunum