Úttekt

„Þetta er engin framtíð“

Christina Attensperger fær einungis 44 prósent af fullum örorkulífeyri þrátt fyrir að hafa búið á Íslandi frá því hún var 25 ára gömul. Alls búa 1.719 lífeyrisþegar við búsetuskerðingar á Íslandi og þar af eru 884 sem fá engar greiðslur frá öðru ríki. Félags- og jafnréttismálaráðherra segir ekki nauðsynlegt að gera grundvallarbreytingar á almannatryggingakerfinu og segir að horfa þurfi á fleiri þætti í velferðarkerfinu okkar, svo sem fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Sú aðstoð er hins vegar einungis hugsuð til skamms tíma, ólíkt örorkulífeyri.

„Þegar ég fékk þessar fréttir þá var mín fyrsta hugsun að þetta væri engin framtíð,“ segir Christina Attensperger, 54 ára gömul kona frá Þýskalandi, sem hefur búið á Íslandi meiri hluta ævinnar, frá því hún var 25 ára gömul.

Yfir 1.700 manns á Íslandi þurfa ekki einungis að lifa af lágum bótum, heldur eru þessar lágu bætur skertar vegna þess að þeir hafa búið erlendis.

Christina er öryrki og við endurmat í byrjun þessa árs var búsetuhlutfall hennar lækkað niður í 44 prósent, sem þýðir að hún á einungis rétt á 44 prósent af fullum örorkubótum, sem eru ekki háar til að byrja með. Hún segist ekki vita hvernig hún muni ná endum saman eftir að skerðingin tekur gildi í sumar. 

Almannatryggingakerfið á Íslandi virkar þannig að hafi einstaklingur búið í öðru landi en á Íslandi frá 16 ára aldri, fram að þeim tíma sem örorkumat fer fram, fær ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Fréttir

Krefjast aðgangs að gögnum sem ráðherra telur „spilla fyrir hugmyndafræðinni“

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Viðtal

Hjarta og martraðir lögreglumannsins

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum