Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Þetta er engin framtíð“

Christ­ina Atten­sper­ger fær ein­ung­is 44 pró­sent af full­um ör­orku­líf­eyri þrátt fyr­ir að hafa bú­ið á Ís­landi frá því hún var 25 ára göm­ul. Alls búa 1.719 líf­eyr­is­þeg­ar við bú­setu­skerð­ing­ar á Ís­landi og þar af eru 884 sem fá eng­ar greiðsl­ur frá öðru ríki. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ir ekki nauð­syn­legt að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu og seg­ir að horfa þurfi á fleiri þætti í vel­ferð­ar­kerf­inu okk­ar, svo sem fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga. Sú að­stoð er hins veg­ar ein­ung­is hugs­uð til skamms tíma, ólíkt ör­orku­líf­eyri.

„Þetta er engin framtíð“

„Þegar ég fékk þessar fréttir þá var mín fyrsta hugsun að þetta væri engin framtíð,“ segir Christina Attensperger, 54 ára gömul kona frá Þýskalandi, sem hefur búið á Íslandi meiri hluta ævinnar, frá því hún var 25 ára gömul.

Yfir 1.700 manns á Íslandi þurfa ekki einungis að lifa af lágum bótum, heldur eru þessar lágu bætur skertar vegna þess að þeir hafa búið erlendis.

Christina er öryrki og við endurmat í byrjun þessa árs var búsetuhlutfall hennar lækkað niður í 44 prósent, sem þýðir að hún á einungis rétt á 44 prósent af fullum örorkubótum, sem eru ekki háar til að byrja með. Hún segist ekki vita hvernig hún muni ná endum saman eftir að skerðingin tekur gildi í sumar. 

Almannatryggingakerfið á Íslandi virkar þannig að hafi einstaklingur búið í öðru landi en á Íslandi frá 16 ára aldri, fram að þeim tíma sem örorkumat fer fram, fær hann …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár