„Það er ekki hægt að dæma látinn mann“

Selma Klara Gunnarsdóttir kynntist manni á stefnumótaforritinu Tinder síðasta sumar. Sólarhrings vefspjall átti hins vegar eftir að taka á sig dökka mynd þegar maðurinn sótti Selmu um miðja nótt, fór með hana heim til sín og braut gegn henni. Selma kærði manninn fyrir nauðgun strax daginn eftir, en maðurinn lést hins vegar áður en gefin var út ákæra. Sumir telja manninn hafa fengið makleg málagjöld en Selmu finnst ósanngjarnt að hann hafi fengið að deyja, á meðan hún þurfi að lifa áfram með sársaukann sem hann olli henni.

„Takk fyrir góðan hitting,“ var það síðasta sem Selma heyrði þegar hún steig út úr bíl mannsins sem nokkrum mínútum áður þrengdi svo að hálsi hennar að hún missti nærri því meðvitund og hélt henni svo fast niðri að hún hlaut marbletti og bólgur víða um líkamann. Eftir að hún lokaði bílhurðinni stóð hún um stund grafkyrr á gangstéttinni og fylgdist með bílnum keyra í burtu. Þegar hann var horfinn úr augsýn tók hún á sprett og hljóp eins hratt og hún gat heim til vinar síns, þar sem hún gisti í heimsókn sinni í höfuðborginni. Þetta var einnig í síðasta skipti sem Selma sá manninn, því nokkrum mánuðum síðar komst hún að því að hann hefði látist. 

Bauð henni strax í heimsókn

Manninum hafði hún kynnst á stefnumótaforritinu Tinder einum og hálfum sólarhring áður. Selma, sem býr á Akureyri, var nýkomin til Reykjavíkur í frí um mitt síðasta sumar ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Pistill

Topp 10 listi – Allar breiðskífur Metallica

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum

Viðtal

Fegurðin í ljótleikanum