Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Það er ekki hægt að dæma látinn mann“

Selma Klara Gunn­ars­dótt­ir kynnt­ist manni á stefnu­móta­for­rit­inu Tind­er síð­asta sum­ar. Sól­ar­hrings vef­spjall átti hins veg­ar eft­ir að taka á sig dökka mynd þeg­ar mað­ur­inn sótti Selmu um miðja nótt, fór með hana heim til sín og braut gegn henni. Selma kærði mann­inn fyr­ir nauðg­un strax dag­inn eft­ir, en mað­ur­inn lést hins veg­ar áð­ur en gef­in var út ákæra. Sum­ir telja mann­inn hafa feng­ið mak­leg mála­gjöld en Selmu finnst ósann­gjarnt að hann hafi feng­ið að deyja, á með­an hún þurfi að lifa áfram með sárs­auk­ann sem hann olli henni.

„Takk fyrir góðan hitting,“ var það síðasta sem Selma heyrði þegar hún steig út úr bíl mannsins sem nokkrum mínútum áður þrengdi svo að hálsi hennar að hún missti nærri því meðvitund og hélt henni svo fast niðri að hún hlaut marbletti og bólgur víða um líkamann. Eftir að hún lokaði bílhurðinni stóð hún um stund grafkyrr á gangstéttinni og fylgdist með bílnum keyra í burtu. Þegar hann var horfinn úr augsýn tók hún á sprett og hljóp eins hratt og hún gat heim til vinar síns, þar sem hún gisti í heimsókn sinni í höfuðborginni. Þetta var einnig í síðasta skipti sem Selma sá manninn, því nokkrum mánuðum síðar komst hún að því að hann hefði látist. 

Bauð henni strax í heimsókn

Manninum hafði hún kynnst á stefnumótaforritinu Tinder einum og hálfum sólarhring áður. Selma, sem býr á Akureyri, var nýkomin til Reykjavíkur í frí um mitt síðasta sumar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár