Það sem SÁÁ vill ekki tala um

Meðferð SÁÁ snýst um að lækna „lífshættulegan heilasjúkdóm,“ en konur hafa upplifað ógnanir og áreitni frá dæmdum brotamönnum í meðferðinni. Ung stúlka lýsir því hvernig hún hætti í meðferð vegna ógnana og áreitis. Vinkona móður hennar var vikið fyrirvaralaust úr meðferð án skýringa, eftir að hún tilkynnti um áreitni, og ekki vísað í önnur úrræði þrátt fyrir alvarleika sjúkdómsins. Forsvarsmenn SÁÁ segja gagnrýni ógna öryggi og heilsu annarra sjúklinga og vísa henni á bug.

„Mig langar til að leika með þér í klámmynd,“ sagði hann og horfði á hana, elti hana um og reyndi að færa henni gjafir. Hún kærði sig ekki um athyglina, eftir allt sem á undan var gengið, ofbeldi og áföll, var Frigg Ragnarsdóttir komin inn á spítala til að leita sér lækninga við vanda sem læknar höfðu skilgreint sem lífshættulegan heilasjúkdóm. Hún átti samt erfitt með að forðast manninn í þessum aðstæðum og á endanum gafst hún upp og fór heim án þess að ljúka meðferðinni.

Þetta var á Vogi, einkareknu sjúkrahúsi SÁÁ fyrir áfengis- og vímuefnafíkla. Frigg hafði lent í því áður að þurfa að yfirgefa meðferðina þar vegna þess að hún óttaðist mann þar inni. Hún er ekki ein. Móðir hennar, Kolbrá Bragadóttir, fylgdi vinkonu sinni í gegnum þá reynslu að vera fyrirvaralaust rekin úr meðferð eftir að hafa kvartað undan áreitni og árangurslaust reynt að leita skýringa ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

NEI, við veitum ekki þessar upplýsingar

Fréttir

Þorsteinn aftur staðinn að rangfærslum – nú um málefni lífeyrisþega

Úttekt

Umsátrið um Katar

Fréttir

Telja að fólk hafi ekki kynnt sér skýrslurnar nógu vel – Benedikt: „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni“

Úttekt

Fjársvelt samneysla og sögulegar óvinsældir

Pistill

Hvern leikur þú?

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Slæm tíðindi af Stefáni Karli

Fréttir

Var látin afneita áföllum í áfengismeðferð

Viðtal

„Það var öskrað á mig og mér hótað“

Pistill

Borgar sig ekki að eiga íbúð

Fréttir

Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku ölvaðan mann í miðbænum

Fréttir

Föður barnanna vísað úr landi í nótt