Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nafnlaus leiðari Morgunblaðsins til stuðnings Davíð

Nafn­laus leið­ari Morg­un­blaðs­ins í dag er skrif­að­ur til stuðn­ings áherslu­mál­um Dav­íðs Odds­son­ar, for­setafram­bjóð­anda og rit­stjóra blaðs­ins. Gagn­rýni á Guðna Th. Jó­hann­es­son er enduróm­uð í leið­ar­an­um.

Nafnlaus leiðari Morgunblaðsins til stuðnings Davíð
Davíð Oddsson Ritstjóri Morgunblaðsins er sagður í leyfi en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær hann fór í leyfi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Leynd hvílir yfir höfundi leiðara Morgunblaðsins sem birtist í dag en þar er gert lítið úr þeim fjölmiðlamönnum sem gagnrýnt hafa meðal annars undirskriftasöfnun sem átti sér stað á göngum Morgunblaðsins til stuðnings forsetaframboðs Davíðs Oddssonar, ritstjóra blaðsins. 

Í leiðaranum eru samtökin Modern Media Institute (IMMI) gagnrýnd og sögð eiga höfuðstöðvar á heimili Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, og gert að því skóna að skoðanir framkvæmdastjóra samtakanna, Guðjóns Idir, séu runnar undan rifjum Pírata. Sá sagði blaðamenn Morgunblaðsins setta í ankannalega stöðu þegar aðstoðarmenn Davíðs gengu blaðamanna á milli og öfluðu undirskrifta fyrir forsetaframboð ritstjórans.

Vafasamur samanburður við stöðu Þóru

Höfundi leiðarans þótti athyglisvert að formaður Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, hafi þótt það furðulegt að ritstjóri blaðsins væri að bjóða sig fram til forseta.

„Man nokkur eftir því að formaður Blaðamannafélagsins hafi lýst áhyggjum af því fyrir fjórum árum að Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóssins, væri í forsetaframboði? Enginn? Það er eðlilegt, enda gerði hann það ekki. Af hverju veldur framboð ritstjóra Morgunblaðsins honum þá áhyggjum?“

Þóra Arnórsdóttir var hins vegar ekki ritstjóri Kastljóssins þegar kom að framboði hennar. Þá viðhafði Kastsljósið ekki daglegar umfjallanir um forsetakosningarnar. Morgunblaðið sýndi hins vegar beint frá vígslu kosningaskrifstofu Davíðs á vef sínum, mbl.is, sem er mest sótti vefur landsins.

Gagnrýni á Guðna Th.

Davíð Oddsson hefur á opinberum vettvangi meðal annars gagnrýnt forsetaframbjóðandann Guðna Th. Jóhannesson fyrir stuðning sinn við Icesave-samningana og er sú gagnrýni endurómuð í leiðaranum.

Áhersla leiðara blaðsins er samhljóma áherslunum í forsetaframboði ritstjórans, þar sem vísað er til reynslu hans, vilja hans til að leggja áherslu á innanlandsmál og að tala uppbyggilega um afrek þjóðarinnar.

Þar segir meðal annars: „Mikilvægt er að kjósendur fái sem fyllstu mynd af þeim sem í framboði eru, ekki síst þeim sem útlit er fyrir að hafi nokkurt fylgi. Hvaða skoðanir hafa þeir og hvaða afstöðu hafa þeir haft til meiriháttar þjóðmála? Hvað skoðanir varðar er sagan yfirleitt ólygnust. Þá þarf að upplýsa hvaða reynslu frambjóðendur hafa sem nýst getur í slíku embætti því að ekkert starf er þess eðlis, allra síst æðsta embætti þjóðarinnar, að reynslan geti verið undanskilin við mat á þeim sem í boði eru ... Í þessu efni, eins og í öðru, hefur meðal annars þýðingu hvernig frambjóðendur hafa talað og beitt sér fram til þessa. Hafa þeir beitt sér í þágu íslenskra hagsmuna eða hafa þeir með framgangi sínum þjónað öðrum hagsmunum? Hafa þeir fjallað uppbyggilega um sögu lands og þjóðar og þau afrek sem unnin hafa verið til að koma Íslandi í þær álnir sem raun ber vitni, eða hafa þeir gert lítið úr vinnu þeirra sem á undan eru gengnir?“ spyr leiðarahöfundur Morgunblaðsins um kosningarnar sem ritstjóri blaðsins tekur nú þátt í.

„Hvort þeir telja mikilvægast að horft sé heim og embættið nýtt til að efla og styrkja þjóðina“

Þá er í leiðaranum spurt hvort frambjóðendur vilji beita embættinu á alþjóðavettvangi „eða hvort þeir telja mikilvægast að horft sé heim og embættið nýtt til að efla og styrkja þjóðina“, en Davíð hefur haldið þeim sjónarmiðum á lofti að forsetinn beri að horfa inn á við.

Guðni sagði goðsögn hafa verið búna til

Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson Forsetaframbjóðandinn segist heyja sína kosningabaráttuna á sínum forsendum.

Meðal þess sem rifjað hefur verið upp um Guðna Th. undanfarið er að hann hafi sagt þorskastríðið ekki hafa verið eiginlegt stríð, og hvatti til hófsemdar í umræðu um sigur Íslendinga árið 2011. „Þorskastríðin eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu minni Íslendinga. Þau eru sögð lýsandi dæmi um þann dug sem þjóðin geti sýnt þegar að henni er sótt, og sönnun þess að Íslendingar geti skipt sköpum á alþjóðavettvangi. Sitthvað er til í þessu en þó er sagan flóknari þegar vel er að gáð. Samstaðan er ýkt, lítið gert úr því að semja þurfti til sigurs og misskilningi um frumkvæði Íslendinga í hafréttarmálum hampað. Til verður goðsögn af einhuga hetjum og hin raunsanna mynd hverfur í skuggann.“

„Til verður goðsögn af einhuga hetjum og hin raunsanna mynd hverfur í skuggann.“

Davíð gagnrýndi Guðna fyrir orð hans í sjónvarpsþættinum Eyjunni. „Guðni talaði um að þorskastríðið væri goðsögn, vitleysa og hetjusagnir þegar hann var að vinna að því að fá Icesave samþykkt. Þetta finnst mér ekki hægt. Eftir hrunið hefur sálin farið svolítið úr skorðum.“

Guðni benti á í umræðu um Icesave að Íslendingar hefðu í öllum tilvikum samið við Breta í Þorskastríðunum.

Guðni vill ekki tjá sig um nafnlausan leiðara blaðs keppinautar hans í forsetaframboðinu. Hann segist vera í framboði á sínum eigin forsendum: „Ég er í forsetaframboði á mínum eigin forsendum og þær snúast um að kynna mín eigin sjónarmið og sýn á þetta embætti.“

Leynd yfir höfundi leiðarans

Stundin hafði samband við Morgunblaðið til þess að fá úr því skorið hver hafi skrifað umræddan leiðara. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, Haraldur Johannessen, var ekki til tals en aðstoðarritstjóri blaðsins, Karl Blöndal, vildi ekkert gefa upp um höfund leiðarans.

„Það er ekki gefið upp hver skrifaði leiðarann“

„Það er ekki gefið upp hver skrifaði leiðarann og það hefur aldrei verið gert.“

Er Davíð Oddsson kominn í leyfi?

„Já hann er kominn í leyfi.“

Hvenær var það?

„Ég var að koma í vinnu dag frá útlöndum þannig að ég er bara ekki viss.“

Hver veit hvenær Davíð fór í leyfi?

„Ég er bara ekki viss.“

Í ljós kom þó að einn starfsmaður Árvakurs var með það á hreinu hvenær Davíð fór í leyfi. Sú er starfsmannastjóri Árvakurs, Svanhvít Guðmundsdóttir. Hún sagði í samtali við Stundina að Davíð hafi farið í leyfi föstudaginn fyrir opinberun Davíðs í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Það var 8. maí síðastliðinn.

„Ég geng ekki að neinu gefnu, en ef hins veg­ar ein­hver ann­ar verður fyr­ir val­inu til þess­ara starfa, myndi ég bara mæta til skrifta á sunnu­deg­in­um tutt­ug­asta­og­sjötta“

Það stangast hins vegar á við upplýsingar sem koma fram í viðtali við Davíð Oddsson sem birtist í sama miðli og hann ritstýrir, Morgunblaðinu. Í viðtali sem birtist sama dag og Davíð Oddsson tilkynnti um forsetaframboð sitt kemur fram að Davíð ætli að taka sér leyfi frá störfum sem ritstjóri blaðsins en þó ekki strax eða eins og það var orðað „...á allra næstu dögum.“ Í grein Morgunblaðsins segir að Davíð sé ekki farinn í leyfi: „Davíð tek­ur sér leyfi frá störf­um sem rit­stjóri Morg­un­blaðsins og mbl.is á allra næstu dög­um. Hann seg­ist eft­ir að ganga frá ein­hverj­um hlut­um áður. Spurður að því hvort hann sé al­far­inn nái hann kjöri, seg­ist hann ekki kom­inn svo langt.“

Verður Davíð forseti og ritstjóri Morgunblaðsins?

Davíð sagði frá því að hann hefði ekki enn ákveðið hvort hann yrði áfram ritstjóri Morgunblaðsins, yrði hann kjörinn forseti. „Ég er ekki bú­inn að hugsa dæmið svo langt því ég tel nú að þetta geti gengið á hvern veg sem er. Þannig að ég er ekk­ert far­inn að gera slík­ar pæl­ing­ar. Ég ákveð það þegar og ef væri,“ sagði Davíð orðrétt.

„Ég geng ekki að neinu gefnu, en ef hins veg­ar ein­hver ann­ar verður fyr­ir val­inu til þess­ara starfa, myndi ég bara mæta til skrifta á sunnu­deg­in­um tutt­ug­asta­og­sjötta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
10
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár