Studdi eiginmanninn í sjálfsvíginu

Steinar Pétursson tók ákvörðun um að deyja í heimalandi eiginkonu sinnar, Sviss. Á brúðkaupsdaginn þeirra, í byrjun mars 2013, héldu þau utan, þar sem hann lést eftir að hafa tekið banvæna lyfjablöndu hjá stofnun sem veitir löglega dánaraðstoð. Steinar var orðinn mjög veikur vegna illkynja heilaæxlis og kaus að fara þessa leið til þess að deyja á meðan hann vissi enn hver hann var. Ekkja hans, Sylviane Lecoultre Pétursson, ákvað að styðja hann í þessu ferli, sækja um dánaraðstoðina, afla nauðsynlegra gagna, kaupa fyrir hann flug og koma honum út, þar sem fjölskyldan sat hjá honum á meðan hann var að deyja. Hún efnir nú loforð við hann með því að vinna að því að opna umræðuna í gegnum Lífsvirðingu - félag um dánaraðstoð.

Þegar Steinar Pétursson vissi að hann myndi deyja af veikindum sínum ákvað hann að gera það á eigin forsendum. Helst vildi hann deyja strax en fjölskyldan var ekki tilbúin. Ekki strax. Að lokum ákvað fólkið hans þó að aðstoða hann við að fá óskir sínar uppfylltar og fylgja honum til Sviss, þar sem dánaraðstoð er leyfileg. Þar sat fjölskyldan við rúmstokkinn á meðan hann var að deyja, talaði fallega til hans og þakkaði fyrir tímann sem hún átti með honum.  

Valdi að deyja í heimalandi hennar

Hann dó í heimalandi eiginkonunnar, Sylviane Lecoultre Pétursson, sem er hálfsvissnesk og hálffrönsk, fædd og uppalin í Sviss. Sem ung kona lærði hún iðjuþjálfun og upp úr tvítugt var hana farið að dreyma um að flytja til útlanda; helst til Kanada. Það varð aldrei, en 25 ára gömul fór hún með vinkonu sinni í sólarlandaferð til Torremolinos á Spáni. Þetta var sumarið 1977. Þar ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Vaxandi misskipting

Fréttir

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Fréttir

Páll vill sýna United Silicon skilning: „Það getur kviknað í hverju sem er“

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Burt með grasið, lifi mosinn!

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Pistill

Um kosti þess að búa á Íslandi

Úttekt

Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu

Fréttir

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Pistill

Ótrúlegt nokk: Norður-kóreski herinn er sá stærsti í heimi

Pistill

Ísland efnahagsbrotalaust land 2020