Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stórt skref að tala um árás en ekki slys

„Ertu tryggð?“ var eitt það fyrsta sem banda­ríski bráðalið­inn spurði Silju Báru Óm­ars­dótt­ur þar sem hún lá al­blóð­ug á heim­ili sínu í Los Ang­eles eft­ir al­var­lega árás. Ör­lög bráðalið­ans, sem valdi sér það starf að bjarga manns­líf­um, eru þau að hann verð­ur að spyrja þess­ar­ar spurn­ing­ar áð­ur en ákveð­ið er hvert skuli fara með sjúk­ling. Banda­rískt heil­brigðis­kerfi ger­ir það að verk­um að hann fer ekki með fólk á besta mögu­lega stað, held­ur á þann stað sem fjár­ráð sjúk­lings leyfa. Silju Báru tókst með naum­ind­um að hvísla nafn há­skóla síns, USC, og bráðalið­inn tók því sem stað­fest­ingu á því að hún væri með trygg­ing­ar frá skól­an­um. Sem bet­ur fer.

Andlit Silju Báru er landsmönnum flestum kunnugt. Ósjaldan er hún fengin í fjölmiðla til að vera álitsgjafi þegar stór alþjóðamál eru til umfjöllunar, já eða bandarísk stjórnmál. Hún hefur kennt hundruðum nemenda við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sat í stjórnlagaráði og vakti nýlega athygli fyrir bókina Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, en þær Steinunn Rögnvaldsdóttir voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna fyrir verkið. Flestir þekkja andlit Silju Báru – en fæstir söguna sem býr í andlitinu.

Árið 1999, þegar Silja Bára var í meistaranámi í alþjóðasamskiptum í Los Angeles, var brotist inn til hennar. Það var rétt eftir miðnætti aðfararnótt laugardags um miðjan júlí að hún varð vör við umgang fyrir utan. Silja bjó á jarðhæð og rimlarnir, sem jafnan voru fyrir svefnherbergisglugga hennar, höfðu verið teknir niður á meðan blokkin var máluð. Allt í einu stóð maður í glugganum. Silja öskraði, sagðist ætla að hringja á lögregluna og það næst sem hún man er að hún lá í blóði sínu á gólfinu. Maðurinn hafði kastað grjóti í höfuðið á henni með þeim afleiðingum að Silja höfuðkúpubrotnaði og það kvarnaðist upp úr höfuðkúpunni þannig að flísar úr henni fóru inn í heila. Einhvern veginn tókst henni þó að hringja á eftir aðstoð.

Heppin að vera tryggð

„Ég var mjög heppin. Stuttu áður höfðu meistara- og doktorsnemar við skólann ákveðið að ganga í stéttarfélag. Bandaríkjamenn eru mjög hræddir við stéttarfélög en ein megin krafan var sú að við fengjum sjúkratryggingar 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár