Fréttir

Stjórnarliðar vilja aukna aðkomu einkaaðila að vegagerð og kanna einkavæðingu flugvallarins

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lýsir yfir stuðningi við hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um samstarfsfjármögnun ríkis og einkaaðila þegar ráðist verður í vegabætur til og frá höfuðborgarsvæðinu. Meirihluti fjárlaganefndar vill kanna sölu á eignum ríkisins á Keflavíkurflugvelli.

Formenn nefnda Valgerður Gunnarsdóttir er formaður umhverfis- og samgöngunefndar en meiri hluti hennar vilja skoða samstarfsfjármögnun ríkis og einkaaðila í vegaframkvæmdum. Haraldur Benediktsson er formaður fjárlaganefndar en meiri hluti hennar leggur til að skoðað verði að selja eignir hins opinbera á Keflavíkurflugvelli. Mynd: Alþingi

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lýsir yfir stuðningi við hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um samstarfsfjármögnun ríkis og einkaaðila þegar ráðist verður í vegabætur á aðalumferðaræðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Ráðherrann hefur kallað eftir vegtollum til að fjármagna slíkar framkvæmdir. 

Stjórnarliðar í umhverfis- og samgöngunefnd vilja að almennt verði hugað að öðrum möguleikum til fjármögnunar samgöngumannvirkja en með beinum framlögum úr ríkissjóði. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra. Undir umsögn nefndarinnar rita Valgerður Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir og Teitur Björn Einarsson úr Sjálfstæðisflokki og Pawel Bartoszek úr Viðreisn. 

Áhugi á einkavæðingu flugvallarins

 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í nefndinni hafa skilað sérálitum þar sem fjársvelti þeirra málefnasviða sem heyra undir nefndina er gagnrýnt. Meirihluti nefndarinnar lýsir hins vegar yfir stuðningi við meginlínur tekju- og gjaldaramma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 

Meirihluti fjárlaganefndar hefur einnig lokið við gerð álits um fjármálaáætlunina, en það mun birtast á vef Alþingis seinna í dag. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er lagt til í áliti meirihlutans að skoðað verði að selja eignir hins opinbera á Keflavíkurflugvelli og nýta söluandvirðið til átaks í samgöngumálum. 

Hagkvæmt þegar framkvæmd er háð áhættu

Samstarfsfjármögnun ríkis og einkaaðila (e. private-public partnership) – oft þýtt sem einkafjármögnun eða einkaframkvæmd – felst í því að verktaki tekur að sér að hanna, fjármagna, byggja og reka mannvirki í tiltekinn tíma fyrir hið opinbera, en í tilviki vegagerðar og samgöngumannvirkja er stofnkostnaður oftast greiddur upp með veggjöldum af einhverju tagi. 

Eins og rakið er í skýrslu sem Ríkisendurskoðun vann um Hvalfjarðargöngin og Sundabraut árið 2006 er einkaframkvæmd helst álitin hagkvæmur kostur þegar framkvæmd er háð verulegri áhættu sem einkaaðili er tilbúinn að taka á sig en 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Fréttir

Krefjast aðgangs að gögnum sem ráðherra telur „spilla fyrir hugmyndafræðinni“

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Viðtal

Hjarta og martraðir lögreglumannsins

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum