Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarliðar vilja að bætt aðstaða á Landspítala greiði götu „fjölbreyttra rekstrarforma“ í heilbrigðisþjónustu

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti lands­manna er and­víg­ur einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu sam­kvæmt nýrri könn­un. Stefnt er að áfram­hald­andi vexti einka­rek­inn­ar heil­brigð­is­þjón­ustu sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar vill að bætt að­staða á Land­spít­ala hjálpi til við að „nýta kosti fjöl­breyttra rekstr­ar­forma í heil­brigð­is­þjón­ustu til að ná mark­mið­um um bætta þjón­ustu og aukna af­kasta­getu“.

Stjórnarliðar vilja að bætt aðstaða á Landspítala greiði götu „fjölbreyttra rekstrarforma“ í heilbrigðisþjónustu

Stjórnarliðar í fjárlaganefnd telja að ný og bætt aðstaða á Landspítala geti greitt götu fjölbreyttra rekstrarforma í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þannig megi bæta þjónustu og auka afkastagetu kerfisins.

Þetta kemur fram í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undir það rita Har­ald­ur Bene­dikts­son, formaður nefndarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson og Páll Magnússon úr Sjálfstæðisflokknum, Hanna Katrín Friðriks­son úr Viðreisn og Theodóra S. Þorsteins­dótt­ir úr Bjartri framtíð.

Í álitinu er vikið að innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar spítalans og bent á að þetta feli í sér „gegnsærri aðferðir við fjármögnun þar sem þjónustan er kostnaðargreind, skynsamlegri úthlutun fjármagns í heilbrigðiskerfinu, aukin skilvirkni og bætt eftirlit með gæðum og hagkvæmni þjónustunnar.“

Þá segir í álitinu að auk fyrrgreindra markmiða muni „ný og bætt aðstaða á Landspítala og gegnsæ framleiðslutengd fjármögnun að mati meiri hluta nefndarinnar hafa áhrif á að hægt verði að nýta kosti fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu til að ná markmiðum um bætta þjónustu og aukna afkastagetu. Forsenda þess að slík fjölbreytni skili ávinningi fyrir notendur og veitendur heilbrigðisþjónustunnar er að greiðslukerfin séu sambærileg.“

Andstaðan við einkarekna heilbrigðisþjónustu eykst

Í dag birti Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands niðurstöður rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, þar sem fram kemur að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.

Andstaðan við einkarekstur hefur aukist verulega á undanförnum árum og eru nú alls 86% landsmanna þeirrar skoðunar að rekstur sjúkrahúsa eigi fyrst og fremst að vera á hendi hins opinbera. Aðeins 1,3% telja að sjúkrahús eigi fyrst og fremst að vera rekin af einkaaðilum. 

Undanfarnar vikur hafa bæði landlæknisembættið og stjórnendur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri gagnrýnt síaukin fjárframlög hins opinbera vegna þjónustu sem einkareknar læknastofur og lækningafyrirtæki veita meðan sjúkrahúsunum er skorinn þröngur stakkur

Hafa stjórnendur Landspítalans lýst því yfir að sú forgangsröðun sem birtist í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar bendi til þess að ríkisstjórnin vilji kynda undir þeirri þróun að heilbrigðisþjónusta færist frá sjúkrahúsum og til veitenda utan sjúkrahúsa, svo sem til einkastofa sérfræðilækna og einkarekinna lækningafyrirtækja. Landlæknir hefur að sama skapi kallað eftir endurskoðun á samningi Sjúkratrygginga við sérfræðilækna og bent á að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum en umtalsvert minna til opinbera kerfisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár