Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svara ásökunum um ofbeldi á Stígamótum: „Vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur“

„Okk­ur þyk­ir mjög leitt að fyrr­um sam­starfs­kona okk­ur hafi upp­lif­að sam­skipti sín við okk­ur sem of­beldi og tök­um við mál­inu af fullri al­vöru,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn og starfs­fólki Stíga­móta.

Svara ásökunum um ofbeldi á Stígamótum: „Vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur“
Talskona Stígamóta Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.

 Stjórn og starfsfólk Stígamóta hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Helgu Baldvinsdóttur Bjargar um einelti og andlegt ofbeldi á vinnustaðnum er svarað. „Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu,“ segir í yfirlýsingunni, en þar kemur jafnframt fram að starfsfólk Stígamóta geti ekki svarað gagnrýninni frekar án þess að brjóta trúnað við fyrrverandi starfskonu, og það muni það ekki gera. Ekki hefur náðst í Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, í síma í dag. 

Í nótt birti Helga Baldvinsdóttur Bjargar pistil á Facebook-síðu sinni, þar sem hún sagðist hafa verið í ofbeldissambandi við fyrrum vinnustað sinn, Stígamót. Í yfirlýsingu frá starfsfólki og stjórn Stígamóta segir að þeim þyki leitt að hún hafi upplifað samskiptin sem ofbeldi og að málinu sé tekið af fullri alvöru.

Pistill Helgu var birtur í heild sinni á síðu Stundarinnar og hægt er að lesa hann hér: Að skila skömminni.

Þykjustunni lýðræði 

Helga er lögfræðimenntuð og var ráðin til Stígamóta til að gera Stígamót aðgengilegri fyrir fatlaða brotaþola ofbeldis. „Sú staðreynd að ég er sjálf brotaþoli kynferðisofbeldis og hef notað þjónustu Stígamóta í minni batavinnu taldist kostur. Eða alveg þangað til það var notað gegn mér. 

Sakar Stígamót um ofbeldiHelga Baldvinsdóttir Bjargar skrifaði pistil í nótt þar sem hún lýsti upplifun sinni af því að starfa fyrir Stígamót.

Ég er ráðin inn á þeim grundvelli að á Stígamótum ríki flatur strúktúr og að allur starfshópurinn taki sameiginlegar ákvarðanir. Þannig er það ekki í raun. Það er svona þykjustunni lýðræði þar sem við þykjumst hlusta á raddir allra en við vitum öll hver ræður. Það fer eftir skapi hverju sinni hversu vel er tekið í hugmyndir frá öðrum,“ sagði í pistli Helgu, sem var meðal annars birtur í heild sinni á Stundinni.

Þá sagðist hún hafa fengið ónotatilfinningu á fyrsta starfsmannafundinum þar sem „sú sem öllu ræður skammaði starfskonu eins og hund fyrir framan alla, fyrir yfirsjón sem taldist alvarleg að mati hæstráðanda.“ Sjálf hafi hún ítrekað upplifað að vera sett fyrir verkefni með engum fyrirmælum en uppskera skammir fyrir að hafa farið út fyrir ákveðið verklag, sem var óljóst eða henni ókunnugt. „Á Stígamótum er enginn ráðningarsamningur, engar verklagsreglur og engin starfslýsing.“

Í yfirlýsingu frá starfsfólki Stígamóta segir: „Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru.“

Menntun starfsfólks 

Gagnrýni hennar sneri meðal annars að skorti á fagmennsku og menntun ráðgjafa. „Því er ítrekað haldið fram að allir starfsmenn hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi. Það er ekki rétt. Ég sé ekki hvernig t.d. bókmenntafræði eða ferðamálafræði nýtist sem faglegur grunnur í ráðgjafarvinnu með brotaþolum kynferðisofbeldis,“ sagði Helga.

Í yfirlýsingu Stígamóta kemur fram að allt starfsfólkið hafi háskólamenntun. Þar séu tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.

Ræða mál en ekki persónur

„Verst þykir okkur að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart Stígamótafólki. Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta. Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.

„Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.“

Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál,“ segir í yfirlýsingu Stígamóta. 

Er þar vísað til þess að Helga gagnrýndi hvernig ráðgjafar Stígamóta tala um málefni skjólstæðinga sín á milli. „Mér fannst t.d. ófaglegt að allur starfshópur Stígamóta hittist aðra hverja viku og ræði um mál skjólstæðinga sinna, oft með nafni. En þeim finnst það nauðsynlegt því „við eigum að geta haldið á þessu öll saman.“

Mér fannst ófaglegt að mér hafi verið tjáð nöfn á fjölmörgum þjóðþekktum einstaklingum sem sakaðir hafa verið um að brjóta kynferðislega á þeim sem leitað hafa til Stígamóta. Ísland er pínulítið land og ég sé ekki hvers ég er bættari að búa yfir þessum upplýsingum. En þeim finnst það nauðsynlegt því „við eigum að geta haldið á þessu öll saman.““

Uppsagnarbréf í ábyrgðarpósti 

Helga greindi svo frá því að þann 5. október í fyrra hefði hún verið tekin fyrir og skömmuð fyrir framan allan hópinn þar til hún brotnaði niður. Í kjölfarið hafi hún kvartað undan andlegu ofbeldi og leitað til eineltisfulltrúa Vinnumálastofnunar og vinnustaðasálfræðings frá stéttarfélaginu, BHM. Með bréfi til Stígamóta hafi hún óskað eftir aðkomu óháðra vinnustaðasálfræðinga eða að öðrum kosti semja um starfslok.

Áður en erindinu hafi verið svarað hafi verið búið að taka af henni ráðstefnuferð til Berlínar og afbóka öll viðtöl hennar við skjólstæðinga. Þegar hún mætti daginn eftir hafi hún verið send heim þar til afstaða hefði verið tekin til málsins. Tölvupóstinum hennar hafi þá verið lokað og nýr aðgangur stofnaður að honum svo aðrir starfsmenn kæmust inn á póstinn til að finna upplýsingar um fræðslu sem hún átti að vera með í FB daginn eftir. Hún hafi í raun ekki fengið svar fyrr en vinnusálfræðingur BHM hringdi á eftir því og fékk þau svör að litið væri á bréfið hennar sem uppsögn. Málinu lyktaði með því að stjórn Stígamóta sendi henni uppsagnarbréf í ábyrgðarpósti.

Helga tók við sem framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78, en sagðist hafa brunnið út á hálfu ári. Nú væri hún komin aftur með áfallastreitu, gamlar afleiðingar kynferðisofbeldis og slæma sjálfsmynd. „Þetta er það sem ofbeldi gerir. Það grefur undan tilverurétti þess sem fyrir því verður. Ég er samt í góðum höndum. Ég er í þeirri forréttindastöðu að geta borgað fyrir eigin áfallameðferð. Aftur.“

Hún lauk pistli sínum síðan á þessum orðum: „Skammist ykkar þið sem vinnið á Stígamótum og beitið svo sjálf ofbeldi og gerið lítið úr fólki fyrir að vera með afeiðingar kynferðisofbeldis. Skammst ykkar fyrir að bregðast við ákalli um hjálp vegna eineltis á vinnustað með því að reka viðkomandi. Skömmin er alfarið ykkar!“

Yfirlýsingin í heild sinni

Vegna frásagnar fyrrverandi starfskonu sendum við frá okkur eftirfarandi:

Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru.

Trúnaður er forsenda starfs okkar

Verst þykir okkur að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart Stígamótafólki. Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta. Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.

Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál.

Um menntun og fagmennsku

Varðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.

Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu.

Að öðru leyti getum við ekki svarað gagnrýninni nema brjóta trúnað gagnvart fyrrverandi starfskonu og það ætlum við ekki að gera. Því sendum við frá okkur þessa yfirlýsingu.

Reykjavík 21. júní 2017

Stjórn og starfshópur Stígamóta

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
7
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu