Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur

Hættu­leg­ar vinnu­að­stæð­ur, los­un eit­ur­efna í skjóli næt­ur, gríð­ar­leg meng­un og meng­un­ar­varn­ir sem virka ekki eru á með­al þess sem sést á mynd­skeið­um sem tek­in voru inn­an í verk­smiðju United Silicon á dög­un­um og Stund­in hef­ur und­ir hönd­um. „Áfell­is­dóm­ur yf­ir eft­ir­lits­stofn­un­um,“ seg­ir starfs­mað­ur sem blöskr­ar ástand­ið.

Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur
Dælt út í myrkrið Hættulegum eiturefnum í ryki í reykhreinsikerfi United Silicon er dælt út að næturlagi.

Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur að undanförnu losað hættuleg eiturefni í skjóli nætur út úr reykhreinsivirki verksmiðjunnar og út í andrúmsloftið. Um er að ræða ryk sem verður til við bruna á timbri en timbrið er notað til þess að hita upp fyrsta ofninn af fjórum sem United Silicon hyggst gangsetja á næstu árum. Myndskeiðið var tekið um miðjan desember en samkvæmt heimildum Stundarinnar innan verksmiðjunnar hefur þetta verið gert ítrekað, alltaf að næturlagi.

Þess ber að geta að United Silicon hefur aldrei tekist að halda kjörhitastigi á ofninum frá því hann var fyrst gangsettur 13. nóvember. Af þeim sökum hefur verksmiðjan brennt mun meira af timbri en áætlað var en umrætt timbur var og er blautt og því verða til hættuleg og krabbameinsvaldandi efni við brunann. Efnin sem um ræðir eru svokölluð PAH-efni og B(a)P-efni. Ekki er þó hægt að fullyrða hversu mikið magn af eiturefnum leynist í þessari losun verksmiðjunnar þar sem þessari aðferð hefur verið haldið leyndri fyrir eftirlitsstofnunum. Stundin hefur áður fjallað um þau krabbameinsvaldandi efni sem berast frá verksmiðjunni.

Hér sjást starfsmenn United Silicon hleypa eiturefnum beint út í andrúmsloftið á vinnusvæði verksmiðjunnar í Helguvík.

Ofninn slær reglulega út

Gríðarleg mengun barst frá kísilmálmverksmiðjunni í dag og var hún vel sýnileg frá Reykjanesbæ. Eitt af þeim myndskeiðum sem Stundin birtir nú er af umhverfi verksmiðjunnar um klukkan hálf þrjú í dag. Á myndskeiðinu sést hvar mengunina leggur frá verksmiðjunni og í átt að íbúabyggð sem er aðeins tæpan kílómetra frá vinnusvæðinu. Þá berst enn stæk brunalykt frá verksmiðjunni en talsmenn hennar höfðu lofað því í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í lok nóvember að hún yrði úr sögunni í lok þess mánaðar því þá var gert ráð fyrir að ofninn væri kominn í full afköst. Hann er ekki enn kominn í full afköst. Samkvæmt heimildum Stundarinnar slær ofninn reglulega út þegar hann er farinn að nota hámarksorku og því þarf reglulega að kveikja á honum aftur. Þessar bilanir eru sagðar í rafkerfi verksmiðjunnar og ekki enn sé búið að laga þær.

„Þetta er ein mesta skítahola sem ég hef komið í enda eru hér menn að segja upp störfum einfaldlega af öryggisástæðum“

Þá sjást ömurlegar vinnuaðstæður starfsmanna United Silicon í einu af myndskeiðunum. Umrætt myndskeið er tekið innan í verksmiðjunni á starfssvæði tuga starfsmanna sem sjá ekki fram fyrir sig af mengun. Reykur og stæk brunalykt er um alla verksmiðju og þá skiptir engu hvort unnið er við hliðina á ofninum sjálfum eða inni í sérstöku stjórnherbergi sem á að vera alveg laust við reyk. Sjúkraherbergi starfsmanna sést einnig á þeim myndskeiðum sem Stundin hefur undir höndum. Það er að mestu óklárað, grútskítugt og engin áhöld, plástrar eða annað sem þyrfti að nota ef alvarlegt slys yrði á staðnum. „Það færi enginn þarna inn með opið sár til dæmis. Þetta er eins og herbergi á sjúkrahúsi á stríðssvæði  sem hefur orðið fyrir sprengjuárás og er náttúrulega ekki nokkrum manni bjóðandi,“ sagði starfsmaður United Silicon sem Stundin ræddi við.

Ömurlegar vinnuaðstæður starfsmanna United Silicon sjást í þessu myndskeiði hér sem tekið er innan í verksmiðjunni. Þessi gríðarlega mengun innanhúss er ekki einsdæmi.

Yfirlýsingar ekki í takt við raunveruleikann

Þessar lýsingar eru ekki einsdæmi því Stundin hefur áður í umfjöllunum sínum bæði rætt við sjálfstæða verktaka sem hafa unnið á svæðinu sem og aðra starfsmenn sem einnig blöskraði ástandið. Þessar lýsingar eru þó í mótsögn við yfirlýsingar United Silicon en kísilmálmverksmiðjan sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í lok nóvember: „United Silicon telur rétt að það komi fram að starfsmenn fyrirtækisins hafa mætt sérstaklega vel til vinnu og enginn þeirra kvartað undan óþægindum vegna reyks eða lyktar. United Silicon er annt um starfsmenn sína sem og bæjarbúa alla, heilsa þeirra og öryggi er í forgangi.“

Af myndskeiðunum að dæma samræmast yfirlýsingar United Silicon ekki veruleikanum. Þvert á móti hafa starfsmenn oft kvartað yfir loftgæðum á vinnusvæðinu og sérstaklega inni í verksmiðjunni en því sé haldið leyndu „...og sópað undir teppi“ eins og einn starfsmaður orðaði það.

Svona leit umhverfi kísilmálmverksmiðju United Silicon út klukkan 14:30 í dag. Gríðarlega mengun lagði frá verksmiðjunni.

„Hvar er heilbrigðiseftirlitið? Vinnueftirlitið?“

„Ef fólk vissi bara hvað færi hér fram þá væri löngu búið að loka þessari verksmiðju, það er engin spurning,“ segir starfsmaður sem Stundin ræddi við. Hann segir að sér sé umhugað um öryggi og heilsu vinnufélaga sinna „Menn eru að segja upp störfum einfaldlega af öryggisástæðum. Það situr í mér hversu máttlausar eftirlitsstofnanirnar eru. Ég trúi ekki öðru en að eftirlitsaðilar hafi tekið út sjúkraherbergið, starfsmannaaðstöðuna og sjálft vinnusvæðið en ekkert hefur breyst og ekkert hefur verið lagað. Hvar er heilbrigðiseftirlitið? Vinnueftirlitið? Slökkviliðið? Umhverfisstofnun?“ spyr starfsmaðurinn.

Á íbúafundi sem var haldin í Reykjanesbæ í desember kom fram að Umhverfisstofnun hefði skráð 11 frávik frá ákvæðum starfsleyfis United Silicon og var krafist úrbóta. Engin viðbrögð fengust frá kísilmálmverksmiðjunni og því hótaði Umhverfisstofnun þvingunarúrræðum. Um leið og stofnunin hótaði að loka verksmiðjunni var loksins komið til móts þær kröfur um úrbætur sem lágu fyrir eftir eftirlitsheimsóknir á vinnusvæðið. Sigríður Kristjánsdóttir, fulltrúi Umhverfisstofnunar á umræddum íbúafundi, sagði líka að skráningar United Silicon hefðu ekki verið fullnægjandi og að fulltrúar fyrirtækisins hafi í ofan á lag gefið Umhverfisstofnun vísvitandi misvísandi upplýsingar til þess að afvegaleiða stofnunina.

Lugu að Umhverfisstofnun

Um var að ræða mæli sem Umhverfisstofnun krafðist þess að yrði settur upp í rjáfur á reykhreinsivirki verksmiðjunnar. Þann 11. nóvember höfðu forsvarsmenn United Silicon sagt það á fundi með Umhverfisstofnun að búið væri að kaupa umræddan mæli en að veðuraðstæður hefðu hamlað uppsetningu. Í ljós kom hins vegar að United Silicon hafði aldrei keypt mælinn. Með hótunum um þvingunarúrræði tókst Umhverfisstofnun að þrýsta á United Silicon að kaupa umræddan mæli en kvittun fyrir greiðslu hans varð til þess að þeim var leyft að kveikja á ofni verksmiðjunnar á ný. Kvittunin var hins vegar dagsett töluvert síðar en United Silicon hafði sagt Umhverfisstofnun. Því lugu forsvarsmenn verksmiðjunnar að eftirlitsstofnuninni. Þá lýstu fulltrúar Umhverfisstofnunar erfiðum samskiptum við forsvarsmenn United Silicon.

Starfsmaður verksmiðjunnar segist í samtali við Stundina undrast aðgerðarleysi eftirlitsstofnana. „Mér er umhugað um heilsu þeirra sem ég starfa með og með þessu áframhaldi verður stórslys. Þetta er áfellisdómur yfir þessum eftirlitsstofnunum sem kvitta upp á þessa vitleysu. Ég hef unnið í sambærilegum störfum í mörg ár og ég hef aldrei á ævinni orðið vitni að öðru eins rugli og á sér stað þarna á degi hverjum og nú er ég bara að tala um aðstæður starfsmanna. Þá er mengunin öll eftir og hvernig við erum að losa þetta út fram hjá mengunarvörnunum. Það er allt annað mál og stærra,“ sagði starfsmaðurinn.

Fleiri myndskeið næstu daga

Stundin hefur á undanförnum mánuðum og vikum ítarlega fjallað um kísilmálmverksmiðju United Silicon, aðdragandann að byggingu hennar og vafasama viðskiptasögu eigandans, Magnúsar Garðarssonar og mun halda því áfram. Þau myndskeið sem Stundin birtir nú sýna mengunina fyrir innan og utan verksmiðjuna auk þess sem eitt myndskeið sýnir umrædda losun eiturefna í skjóli næturs.

Stundin hefur fleiri myndskeið og ljósmyndir undir höndum sem hún mun birta næstu daga og sýna bágar vinnuaðstæður, gríðarlega mengun og mörg alvarleg mistök sem hafa átt sér stað í verksmiðjunni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Stundin birtir myndskeið frá verksmiðjunni. Í byrjun desember birti Stundin myndskeið sem sýndi United Silicon brjóta reglur þegar þeir loftræstu verksmiðjuna með því að nota stórar dyr.

Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa líkt menguninni við áramótabrennu og sendi Umhverfisstofnun frá sér yfirlýsingu í lok nóvember, verksmiðjunni til stuðnings, þar sem kom fram að fyrirtækið væri „í byrjunarfasa“ og að „mælingar á mengunarefnum [hefðu] aldrei farið yfir skilgreind viðmiðunarmörk“. Í lok nóvember sagði Umhverfisstofnun það vera mat sitt og sóttvarnarlæknis að „ekki [væri] þörf á að grípa til aðgerða að svo stöddu“, en í eftirlitsferðum í desember fundust ellefu frávik frá starfsleyfi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár