Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skuggahliðar ferðamennskunnar

Tölu­vert færri Ís­lend­ing­ar kusu að ferð­ast inn­an­lands í sum­ar mið­að við und­an­far­in ár. Fjölg­un er­lendra ferða­manna þrýst­ir upp verði og þá hef­ur átroðn­ing­ur á vin­sæl­um ferða­manna­stöð­um vald­ið því að sí­fellt fleiri krefjast gjalds af ferða­mönn­um sem vilja skoða ís­lenska nátt­úru. Þrátt fyr­ir að ferða­þjón­ust­an hafi skap­að fjöl­mörg störf er þess­ari nýju at­vinnu­grein með­al ann­ars hald­ið uppi af illa laun­uðu starfs­fólki og jafn­vel er­lend­um sjálf­boða­lið­um. Eru Ís­lend­ing­ar að verða lág­laun­að þjón­ustu­fólk fyr­ir lúx­us-ferða­menn á með­an ör­fá­ir, út­vald­ir, græða?

Ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugrein Íslands. Erlendum ferðamönnum fjölgar gríðarlega ört en í byrjun þessa mánaðar höfðu nærri milljón ferðamenn sótt Ísland heim, sem er 34 prósenta aukning frá því á sama tímabili í fyrra. Ferðaþjónustan er nú stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þjóðarinnar og líkt og kom fram í ítarlegri úttekt Stundarinnar á síðasta ári er aukinn straumur ferðamanna til landsins talinn helsta ástæðan fyrir hinu nýja góðæri sem nú ríkir á Íslandi. 

Með vaxandi fjölda ferðamanna skapast ný störf, ný sóknarfæri og nýjar leiðir til tekjuöflunar, en þessi nýja atvinnugrein á sér einnig nokkrar skuggahliðar. Innviðir landsins hafa til að mynda ekki verið nægilega styrktir til þess að mæta þessum aukna fjölda fólks sem ferðast um landið og má þar meðal annars nefna aukið álag á heilbrigðiskerfið, vegakerfið og vinsæla ferðamannastaði. Átroðningur ferðamanna á viðkvæmum náttúruperlum hefur til að mynda orðið til þess að sífellt fleiri landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka svæðum eða innheimta gjald fyrir aðgang að náttúrunni. Um er að ræða eina stærstu breytingu á ásýnd landsins í manna minnum sem hefur rýrt mjög möguleika almennings á að ferðast um landið, enda sýna kannanir að þeim fækkar ört sem kjósa að ferðast innanlands á sumrin.

Starfsfólki í ferðaþjónustu hefur fjölgað um 58 prósent á síðastliðnum fjórum árum. Í flestum tilfellum er um láglaunastörf að ræða, þjónustufólk sem hefur sjálft ekki efni á að ferðast um landið þar sem aukin eftirspurn hefur þrýst upp verði á húsnæði og þjónustu hér á landi. Fáir græða, á meðan flestir þjóna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár