Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjónvarpið sem njósnar um þig

Snæ­björn Brynj­ars­son út­skýr­ir hvernig heim­ili fram­tíð­ar­inn­ar verða sölu­menn og njósn­ar­ar og hvers vegna við er­um öll eins og Rich­ard Nixon í dag.

Þriðjudaginn 7. mars opinberaði Wikileaks stærsta gagnaleka í sögu CIA, um er að ræða 8.761 skjal, ættuð frá Center for Cyber Intelligence í Langley Virginíu. Gögnin opinbera helstu aðferðir CIA til að njósna um almenna borgara og þjóðarleiðtoga, oftast með vírusum og njósnaforritum sérsmíðuðum fyrir tölvur, snjallsíma og stundum sjónvörp. Er sjónvarpið að fylgjast með þér? Eru Rússar, Wikileaks og evrópskir öfgahægrimenn búnir að mynda með sér bandalag? Við lifum á ofsóknarbrjáluðum tímum.

Reyndar vissum við það fyrir …

Öll tæki sem geta tengst internetinu geta átt það á hættu að einhver hakki sig inn á þau. Það á jafnt við um sjónvörp sem og tölvur og síma. Eitt af því sem leki Edward Snowdens 2013 opinberaði var að CIA vistaði lýsigögn (metadata) um almenna borgara og fylgdist grannt með netnotkun heimsbyggðarinnar, og sérlega grannt með ýmsum þjóðarleiðtogum vestrænna ríkja.

Í dag eru flestir notendur leitarvéla og samfélagsmiðla meðvitaðir um …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár