Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Töframaðurinn Sigurður Pálsson

Fá­ar per­són­ur hafa haft eins mót­andi áhrif á ís­lensk­ar bók­mennt­ir síð­ustu ára­tugi og Sig­urð­ur Páls­son. Þar spil­ar inn í fleira en bók­mennta­verk­in, því hann hef­ur einnig tek­ið að sér að kenna og leið­beina fjölda fólks í skap­andi skrif­um við Há­skóla Ís­lands. Sig­urð­ur ræddi við blaða­mann um nýju ljóða­bæk­urn­ar hans þrjár, rit­list­ina og bar­áttu hans við ólækn­andi og ill­víg­an sjúk­dóm.

Fyrir flestum er Sigurður Pálsson fyrst og fremst ljóðskáld, leikskáld og þýðandi. Þannig var einnig með mig fram til ársins 2010, þegar okkur Sigurði var komið saman og hann gerðist leiðbeinandinn að BA-verkefninu mínu. Ég var þá búinn að vera í námi í ritlist við Háskóla Íslands frá árinu 2008, hafði skrifað talsvert af ljóðum og var búinn að taka ákvörðun um að lokaverkefnið mitt yrði ljóðabók. Þá lá beinast við að fá Sigurð til þess að leiðbeina mér og þannig voru hestar okkar teymdir saman.

Seint á árinu 2010 og í byrjun árs 2011 hittumst við svo reglulega á Café Rosenberg, sem er rétt hjá vinnustofu Sigurðar. Ég sendi Sigurði nýjustu útgáfuna af handritinu mínu, sem hann prentaði út, krassaði í með blýant og við fórum svo yfir. Ég sat aldrei í námskeiðunum sem Sigurður kenndi, þar sem fólki gefst kostur á að læra lestur ljóða og skrift af einu fremsta ljóðskáldi þjóðarinnar. Þannig að þegar við hittumst og fórum að ræða ljóðin mín hafði ég enga reynslu af Sigurði aðra en að lesa verkin hans. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár