Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur stórjók vald sitt yfir ásýnd byggðar - varað við valdníðslu

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur feng­ið í gegn laga­breyt­ingu sem veit­ir hon­um sjálf­um heim­ild til að gera byggð svæði á Ís­landi að „vernd­ar­svæð­um“. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga var­aði ein­dreg­ið við lög­un­um og Skipu­lags­stofn­un taldi þau óþörf.

Sigmundur stórjók vald sitt yfir ásýnd byggðar - varað við valdníðslu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði, samkvæmt frumvarpi sem hann fékk samþykkt á Alþingi í sumar. Varað var við samþjöppun valds vegna frumvarpsins og Skipulagsstofnun taldi lögin óþörf, en frumvarpið var engu að síður samþykkt.

Samkvæmt grein Sigmundar á bloggsíðu hans í dag hefur byggðin í miðborg Reykjavíkur aldrei staðið frammi fyrir viðlíka ógn. Í grein sinni rökstuddi Sigmundur að borgaryfirvöld hefðu ekki sinnt nægilega vel því hlutverki að vernda byggðina og birti fjölmargar myndir af húsum því til útskýringar.  Sigmundur færði rök fyrir því í greininni að „þar til gerð stjórnvöld“ þyrftu að grípa  inn í skipulag í miðborg Reykjavíkur af þeirri ástæðu að „gamla byggðin í Reykjavík hefði aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú er“, vegna skeytingarleysis og stundum andúðar gagnvart „því litla og gamla“.

„Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg.“

Eftir að lagafrumvarp hans um valdatilfærslu á verndun svæða frá sveitarfélögum til ráðherra var samþykkt er það á færi hans sjálfs að framkvæma inngrip.

Minjastofnun Íslands, sem gripið getur inn í skipulag byggða á grundvelli verndarsjónarmiða, var undir forræði menntamálaráðuneytisins áður en Sigmundur Davíð fékk forræði stofnunarinnar fært undir forsætisráðuneytið þegar hann tók við ráðuneytinu 2013. En nýsamþykkt lög um verndarsvæði í byggð ganga lengra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár