Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð riðar til falls - Bjarni talar um „ráðstafanir“

Bæj­ar­full­trú­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins á Ak­ur­eyri fara fram á taf­ar­lausa af­sögn for­sæt­is­ráð­herra. Bjarni Bene­dikts­son neit­ar að lýsa stuðn­ingi við hann, seg­ir stöðu hans „óheppi­lega“ og nefn­ir mögu­leg­ar „ráð­staf­an­ir“ svo rík­is­stjórn­in geti hald­ið áfram.

Sigmundur Davíð riðar til falls - Bjarni talar um „ráðstafanir“
Forsætisráðherra í þungum þönkum Var þungt hugsi á Alþingi í dag þar sem mótmælendur söfnuðust fyrir framan Alþingishúsið á sama tíma og farið var fram á afsögn hans innanhúss. Mynd: Kristinn Magnússon

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri, stærsta byggðarkjarna kjördæmis Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fara fram á að hann segi af sér „án frekari tafa“. 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bænum fara jafnframt fram á að skipt verði um forsætisráðherra. „Í ljósi aðstæðna er trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar brostinn og getur hún því ekki starfað áfram undir forystu núverandi forsætisráðherra,“ segir í yfirlýsingu sjálfstæðismanna á Akureyri.

Bjarni ræðir um „ráðstafanir“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við sjónvarpsfréttir RÚV að Sigmundur væri „í þröngri stöðu“: „Það er auðvitað alltaf óheppilegt þegar menn þurfa að bæta í skýringar eftir að máli vindur fram,“ sagði Bjarni.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson Kemur til landsins á morgun frá Flórída.

Hann neitaði aðspurður að lýsa yfir stuðningi við Sigmund og nefndi sérstaklega að hægt væri að grípa til „ráðstafana“.

„... hvort ríkisstjórnin treystir sér til þess að halda áfram, eftir atvikum eftir einhverjar ráðstafanir.“

„Svona spurningum ætla ég ekkert að svara vegna þess að þannig gerast nú ekki hlutirnir þar sem ég er í samstarfi, að menn fái stuðningsyfirlýsingar eða vantraustsyfirlýsingar í fjölmiðlum. Við þurfum einfaldlega að vinna þetta eins og almennilegt fólk, setjast niður yfir stöðuna og meta það hvort við teljum okkur hafa nægilegan stuðning til þess að sinna þeim verkefnum sem okkur voru falin og sett á dagskrá. Hvað er til bragðs að taka, hvort ríkisstjórnin treystir sér til þess að halda áfram, eftir atvikum eftir einhverjar ráðstafanir.“

Ræðir við Sigmund á morgun

Þrátt fyrir orð Bjarna um að hann lýsi ekki yfir stuðningi eða vantrausti í fjölmiðlum lýsti hann yfir stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í ágúst 2014 þegar krafist var afsagnar hennar vegna lekamálsins. 

Bjarni kemur frá Flórída á morgun, en hann missti af flugi. Hann hefur, samkvæmt fréttum RÚV, átt samtöl við samflokksmenn sína í dag. Hann er væntanlegur til landsins á morgun og segist munu ræða við Sigmund í kjölfarið. 

Ríkisstjórnarfundur, sem átti að fara fram í fyrramálið, hefur verið afboðaður, sem og þingfundir. 

„Í dag er mér misboðið“

Sigmundur Davíð, sem býr í Reykjavík, er þingmaður norðausturkjördæmis, en hann flutti lögheimili sitt á sveitabæinn Hrafnabjörg í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði.

Yfirlýsing framsóknarmanna á Akureyri er afgerandi og harðorð þess efnis að Sigmundur víki strax: „Vegna þess trúnaðarbrests sem við telj­um að skap­ast hafi milli for­sæt­is­ráðherra og flokks­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins sem og lands­manna allra, skor­um við á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son að segja sig frá störf­um for­sæt­is­ráðherra án frek­ari tafa.“

Þá segir fyrrverandi bæjarfulltrúi flokksins í bænum, Jóhannes Gunnar Bjarnason, frá því að hann ljúki stuðningi sínum við Framsóknarflokkinn nema Sigmundur segi af sér:

„Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og forystu. Það hef ég ávallt gert með góðri samvisku og talið mig hafa góðan málstað að verja. En í dag er mér misboðið. Svo misboðið að stuðningi mínum við flokkinn er lokið ef formaður flokksins segir ekki af sér. Hann hefur unnið þrekvirki á mörgum sviðum en þessi heiftarlegi dómgreindarbrestur gagnvart aflandspeningum gerir hann óhæfan til áframhaldandi setu. Það er ekki nokkur sála ómissandi og hvort sem litið er til þjóðar eða flokks þá er niðurstaðan aðeins ein. Biðjast afsökunar og segja af sér. Það á reyndar við um aðra líka.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Kom af fundi með þingflokki sínum í morgun. Fundurinn var „heiðarlegur“ en ekki tókst að ljúka honum.

Sigmundur biðst afsökunar

Sigmundur hefur í dag í fyrsta sinn beðist afsökunar á framgöngu sinni í skattaskjólsmálinu, þar sem hann hafði leynt eignarhaldi sínu og eiginkonu sinnar á félagi sem stofnað var í skattaskjóli og gerði kröfu upp á hálfan milljarð í slitabú íslensku bankanna. 

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á bloggsíðu sinni að ekki sé nóg að biðjast afsökunar.

„Nú hafa þúsundir manna komið saman á Austurvelli til að mótmæla Sigmundi Davíð. Að láta eins og ekkert hafi í skorist og að nóg sé að biðjast afsökunar á misheppnaðri framgöngu í sjónvarpsþætti er mikill misskilningur.“

Sigmundur hefur verið staðinn að ósamræmi og ósannindum í frásögn sinni vegna málsins. Hann gekk út úr viðtali við sænskan rannsóknarblaðamann og Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamann eftir að hafa verið staðinn að ósannindum og hefur í kjölfarið gagnrýnt RÚV harðlega.

Um 15 þúsund manns komu á mótmæli gegn Sigmundi á Austurvelli í dag, sem eru þau fjölmennustu sem lögregla hefur kynnst. Fyrir mótmælin hafði Sigmundur gert lítið úr því að hann tæki mark á fjölda mótmælenda. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll,“ sagði hann

Möguleikar Sigmundar greindir í slúðurdálki

Fjallað er um málið í slúðurdálknum Orðinu á götunni á Eyjunni.is. Þar er vitnað til áhrifamanna í stjórnmálum. Höfundur dálksins er ekki birtur, en Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi Eyjunnar og góður vinur Sigmundar Davíðs, hefur skrifað dálkinn. Þar eru færð rök fyrir því að Sigmundur geti ekki farið frá án þess að það felli ríkisstjórnina og fleiri í íslenskum stjórnmálum: 

„Orðið á götunni innan beggja stjórnarflokka er að staða formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins sé líka undir í málinu. Ef Sigmundur Davíð þarf að segja af sér, munu þau líka þurfa að axla sín skinn. Það gangi ekki gagnvart almenningi og heimspressunni að forsætisráðherra segi af sér af því að nafn hans hafi verið í Panamaskjölunum og við taki Bjarni Benediktsson sem forsætisráðherra, en nafn hans sé nú reyndar þar líka!“

Jafnframt segir í slúðurdálknum að Sigmundur geti sprengt allt í loft upp. „Einn möguleikinn enn hefur verið nefndur. Hann er sá að forsætisráðherra sprengi allt í loft upp, rjúfi hreinlega þing og boði til kosninga. Fari um landið og skýri sitt mál og ræði árangur ríkisstjórnarinnar. Segi sem svo, að vitaskuld sé þetta mál erfitt og hafi valdið sér skaða, en hann vilji leggja öll spilin á borðið, hvetji aðra til að gera slíkt sama og leggi verk sín óhræddur í dóm kjósenda.“

Sigmundur neitaði í dag að hafa íhugað afsögn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár