Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Síðustu dagar Sigmundar

For­ystu­menn í Fram­sókn­ar­flokkn­um reyna nú hvað þeir geta að gera Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni ljóst að hann eigi þann eina kost vænst­an að stíga til hlið­ar sem formað­ur flokks­ins. Hann er sagð­ur hafa gert af­drifa­rík mis­tök þeg­ar hann tal­aði ít­rek­að nið­ur lof­orð Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar for­sæt­is­ráð­herra um haust­kosn­ing­ar. Ekk­ert hef­ur heyrst frá for­mann­in­um síð­an Lilja Al­freðs­dótt­ir og Gunn­ar Bragi Sveins­son fund­uðu með hon­um á heim­ili Sig­mund­ar.

Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, hefur þrengst verulega síðustu daga. Aukinn þrýstingur er innan úr flokknum á að hann stígi úr stóli formanns. Harður kjarni stuðningsmanna vill hins vegar sjá hann áfram í forystu þrátt fyrir að mjög hafi fjarað undan stuðningi. Þá er ekkert sem bendir til annars en að Sigmundur ætli að halda ótrauður áfram. Stundin hefur rætt við sextán einstaklinga úr öllum kjördæmum landsins, sem sinna trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, þeirra á meðal ráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúa, en vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem er uppi kusu sumir að koma ekki fram undir nafni.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra funduðu með Sigmundi Davíð á heimili hans í Garðabæ síðastliðinn föstudag. Ekki er hægt að fullyrða um efni fundarins en rætt er um að forystusveit flokksins sé að reyna að koma Sigmundi í skilning um það sem flestir aðrir vita; að á þessum tímapunkti sé það besta í stöðunni fyrir hann að stíga til hliðar og rýma þannig um fyrir öðrum frambjóðendum, en Sigurður og Lilja hafa gefið það út að þau muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni.

Viðmælendur Stundarinnar segja að það gefi auga leið að þau lýsi yfir stuðningi við formanninn opinberlega. Allt önnur saga hvað þau segja undir fjögur augu. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali á Rás 2 í gærmorgun en opnaði jafnframt í fyrsta skipti á þann möguleika að Sigmundur stígi til hliðar. Athygli vekur að ekkert hefur heyrst frá formanni Framsóknarflokksins á opinberum vettvangi síðan á föstudag en hann hafði haldið áherslum sínum mjög á lofti í fjölmiðlum dagana og vikurnar þar á undan.

Viðmælandi, sem starfað hefur innan Framsóknarflokksins um árabil, fullyrðir að Lilja og Gunnar Bragi hafi farið á fyrrnefndan fund með vitund og vilja Sigurðar Inga. „Það segir nefnilega enginn Sigurði Inga fyrir verkum. Það var banabiti Sigmundar Davíðs að hann ætlaði að reyna að stjórna Sigurði Inga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár