Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segist hafa beðið Helga Hrafn um að veita ekki viðtöl um ágreiningsmál

„Hann hef­ur því mið­ur ekki virt það,“ skrif­ar Birgitta Jóns­dótt­ir sem er óánægð með um­mæli koll­ega síns um hvort stefnt verði að stuttu kjör­tíma­bili.

Segist hafa beðið Helga Hrafn um að veita ekki viðtöl um ágreiningsmál

Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýnir Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann sama flokks, harðlega vegna ummæla sem höfð eru eftir honum á vef Kjarnans. Fyrr í vikunni skarst í odda milli áhrifafólks í flokknum á samfélagsmiðlum, en deilunum lyktaði með hvatningu Birgittu til félaga sinna um að bera klæði á vopnin. Það virðist hins vegar ekki hafa tekist.

Í viðtali Kjarnans við Helga Hrafn sem birtist í morgun er haft eftir honum í óbeinni ræðu að það sé misskilningur að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í greininni. 

Birgitta Jónsdóttir hefur brugðist við ummælunum á Facebook með því að saka Helga Hrafn um „stórkostlega mikla rangfærslu“. Orðrétt skrifar hún:

„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum. Síðan er það stórkostlega mikil rangfærsla að segja að tillagan hafi verið felld, henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing. Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“

Í athugasemd undir færslunni segir Birgitta: „Ég er búin að rétta útrétta sáttarhönd og bað HHG um að taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það. Verð að geta útskýrt rangfærslur.“

Ályktunina sem málið snýst um má finna á vef Pírata og var samþykkt í kosningakerfi flokksins. Þar er hvatt til þess að eftir næstu kosningar „muni næsta þing fjalla um og samþykkja tvö mál“ og að því loknu verði „boðað til nýrra þingkosninga“. 

Uppfært 28. febrúar kl. 13:30

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu á Pírataspjallinu:

Óhreinn þvottur Pírata hér, fyrir allra augum eins og venjulega.
1. Ég vil biðja Pírata afsökunar á því að hafa dýpkað misskilning um tilhögun næsta kjörtímabils í sambandi við stjórnarskrána. Mér hafði skilist á öllum sem ég hafði talað við um málið, að upprunaleg tillaga hefði verið sú að á næsta kjörtímabili myndum við einungis fara í tvö mál, þ.e. ESB-umsóknina og stjórnarskrána og gera þetta á stuttu kjörtímabili, nánar til tekið á 6-9 mánaða tímabili. Sú tillaga skildist mér að hefði verið felld og að í staðinn hefði verið samþykkt að leggja fókus á þessi tvö mál án skilyrðis um stutt kjörtímabil og án þess að fjalla einungis um þessi tvö mál. Við lestur á tillögunni sem var samþykkt var stendur: "Aðalfundur Pírata ályktar því að leggja fyrir flokksmenn að Píratar lofi íslensku þjóðinni, að fái flokkurinn umboð hennar í næstu kosningum til Alþingis muni næsta þing fjalla um og samþykkja tvö mál."
Strangt til tekið þýðir þetta að það verði bara eitt þing, eins og Birgitta bendir á, án þess að tilgreint verði hversu langt það sé. Það er lítið skrýtið að þetta valdi ruglingi. Ég get tekið á mig ábyrgð á því að hafa misskilið þetta upprunalega og sömuleiðis að í kjölfarið dreift út einhverjum misskilningi um þetta. Ég bið sjálfan mig afsökunar á því, en flokkinn afsökunar á því að hafa dýpkað misskilninginn frekar en valda því að hann skerptist.
Að því sögðu, þá stendur eftir að skilningur fólks er óljós um þetta, ekki bara minn heldur fjölmargra annarra. Fjölmargir sem greiddu tillögunni atkvæði skildu hana þannig að skilyrðið um stutt kjörtímabil væri ekki lengur með. Ég hef áður sagt í viðtali, við Harmageddon nánar til tekið, að ég væri vissulega til í að stefna að stuttu kjörtímabili en að ég gæti ekki lofað því vegna þess að ég veit ekki hvernig öðrum tekst að skemma fyrir ferlinu, en það eru fjölmargar leiðir til að skemma fyrir málum á Alþingi. Í tillögunni stendur ekkert um hvernig nákvæmlega við hyggjumst ná markmiðinu á einu þingi, en augaleið hlýtur að gefa að málið verður þafið í döðlur af andstæðingum þess, eins og maður segir á nútíma-íslensku.
Tillaga hefur komið fram um að við skerpum á stefnunni og skýrum hana þannig að það fari ekkert á milli mála um hvað sé að ræða, enda ótækt að það sé ólíkur skilningur fólks um svo mikilvægt mál.
2. Ég vil biðja Birgittu Jónsdóttur afsökunar á orðum mínum sem birtust í Morgunblaðinu snemma í nýliðinni viku (að mér þætti skjóta skökku við o.s.frv.). Um leið og ég sá umræðuna í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvort ég skuldaði henni afsökunarbeiðni og hefði hlaupið fram fyrir mig, en þá var ég ennþá svo gríðarlega reiður að mér fannst þetta einhvern veginn þurfi. Ég sé núna að það hefði verið mun betra að ræða málið fyrst við Birgittu, en satt best að segja var á þeim tíma ekki talsamband milli okkar, sem er eitthvað sem við höfum reynt að laga síðan þá. Mér var gjörsamlega misboðið en ég sé núna að það réttlætir ekki að ganga fram með þeim hætti sem ég gerði þá. Því vil ég biðja Birgittu Jónsdóttur innilega afsökunar á því.
Hitt er að ég stend við að við þurfum að ræða hvernig við ætlum að fara með vald, og það beinist ekki einungis að Birgittu Jónsdóttur. Ég hef líka stundum farið óvarlega með vald sjálfur og vil endilega að við höldum þeirri umræðu áfram, en þá frekar í góðu rúmi þar sem við getum tekið málið fyrir með sem minnstri hættu á deilum. Vald er þess eðlis að það veldur deilum og fólki þykir það jafnan þung ásökun að hafa misbeitt því og þess vegna mikilvægt að við reynum að ræða það af sem mestri yfirvegun og í aðstæðum þar sem við getum hvað best tekist á við erfið mál.
3. Það er rétt hjá Birgittu Jónsdóttur að hún bað mig um að vera ekki með neinar bombur í fjölmiðlum og ég hef reynt að forðast þær. Það mistókst greinilega vegna ólíks skilnings á því hvernig hafi farið á síðasta aðalfundi og nákvæmlega hvert eðli tillögunnar sé sem samþykkt var. Ég vil biðja hana afsökunar á því að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum. Ég reyndi en það mistókst og það er á mína ábyrgð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár