Fréttir

Segir ummæli sín mistúlkuð: Var einungis að vísa til „háfleygra orða“ umhverfisráðherra

Brynhildur S. Björnsdóttir, fyrrverandi varaþingkona og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, telur að snúið hafi verið út úr orðum sínum. Hún segir umhverfisráðherra hafa gert þau „hræðilegu mistök“ að rugla saman „tilmælum“ og „leiðsögn“ sem séu „háfleyg orð“.

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrum varaþingkona og stjórnarformaður flokksins, telur að Stundin hafi mistúlkað ummæli sín um „háfleyg orð“ á Alþingi í frétt sem birtist á vefnum í gær

Fram kom í umræddri frétt að Brynhildi þætti umræðan um rangar upplýsingar sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra gaf Alþingi þann 9. febrúar vera stormur í vatnsglasi. Var meðal annars vitnað í eftirfarandi ummæli sem Brynhildur lét falla á Facebook: „Þetta er mesta 'much ado about nothing' sem ég hef séð lengi. Póteitó-pótató. Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi? And who really cares?“ 

Brynhildur bregst við fréttaflutningnum í dag og segist ekki hafa verið að vísa almennt til umræðna á Alþingi eða hátíðlegra orða sem þar eru látin falla heldur einvörðungu til þess að ráðherra hefði notað orðið „tilmæli“ en í raun og veru verið að vísa til „leiðsagnar“ sem nefnd um veitingu ívilnana til nýfjárfestinga hefði fengið. 

Brynhildur segir að sumt þyki sér miður að lesa í grein Stundarinnar.„T.a.m. að túlka svar mitt (sem var á FB þræði btw) þannig að "fólk skilji ekki né pæli í því sem SAGT ER á þingi". Það er í besta falli rangtúlkun. Versta falli er það lygi. Svo við notum bara sömu stóru orð og ég brást illa við að umhverfis- og auðlindaráðherra væri sökuð um. Ég sagði orðrétt "hver skilur eða pælir í þeim HÁFLEYGU ORÐUM sem notuð eru á þingi" í samhengi við svar Björt Ólafsdóttir [sic] um að í hennar huga séu orðin "tilmæli" og "leiðsögn" nátengd. Að henni hafi orðið á þau "hræðilegu" mistök að rugla þessum tvennum hugtökum saman,“ skrifar hún.

Tekið skal fram að Brynhildur vitnar ekki rétt í sjálfa sig, því í gær sagði hún orðrétt: „Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi?“ Þá er rétt að geta þess að hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa notað orðið „lygi“ um þær röngu upplýsingar sem umhverfisráðherra gaf Alþingi.

Brynhildur hafnar því að hún sé áhrifakona í Bjartri framtíð og segist einvörðungu vera hluti af baklandi flokksins. Þar séu allir jafn miklir áhrifamenn og áhrifakonur. Hún segir að það skipti sig mestu máli hvort það sé stefna ríkisstjórnarinnar að stöðva ívilnanir til mengandi stóriðju, ekki hvort stefnunni sé framfylgt með tilmælum eða leiðsögn til nefndar um veitingu ívilnana. 

„Mér finnst þetta "much ado about nothing". Og að kalla þetta lygi ráðherra - finnst mér magnað. Ekki síst af þingmanni Vinstri grænna - sem ég hefði haldið að myndi stórfagna því að fá umhverfisráðherra sem "means business" í að stöðva ívilnanir til stóriðju og takast á við loftslagsmálin. Nema þetta sé prógrammeruð viðbrögð við því þegar einhver gerir eitthvað gott - sem tilheyrir ekki hans eigins flokki. Og það er lame. Sama hvaða orð maður notar. Annars bara hrezz!“ skrifar Brynhildur. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kærði vin sinn fyrir nauðgun en málið var fellt niður: Þetta er ekki kynlíf

Pistill

Gagnrýnir endurupptökunefnd harðlega: Villandi framsetning og falsanir teknar gildar

Fréttir

Réttindi lífeyrisþega skert með afturvirkum lögum

Fréttir

Hópur sálfræðinga og geðlækna segir Trump óhæfan í embætti

Pistill

Vinur minn Fouad

Fréttir

Þáði gjöf frá Hreyfingu og kom fram í umfjöllun þar sem þjónusta fyrirtækisins var kynnt

Mest lesið í vikunni

Viðtal

„Pabbi var nasisti“

Fréttir

Vill áfengi í búðir og efast um gildi vísindarannsókna

Pistill

Poj poj Sævar vinur minn

Fréttir

Lætur ekki undan „öllu garginu“ um Guðmundar- og Geirfinnsmál

Pistill

Íslenskir unglingar eru hættir að sukka

Fréttir

Kærði vin sinn fyrir nauðgun en málið var fellt niður: Þetta er ekki kynlíf