Fréttir

Sjálfboðaliði segir Sólheimum stjórnað eins og konungsríki

Rúmeninn Stefan George Kudor, sem starfaði sem sjálfboðaliði á Sólheimum árið 2014, tekur undir frásagnir sjálfboðaliða sem störfuðu á staðnum árið 2015, sem lúta að slæmri stjórn og skipulagningu á starfi sjálfboðaliða. Hann segist hafa horft upp á Sólheima missa fjölda hæfileikaríks starfsfólks af þessum sökum. „Hann kom fram við okkur eins og þræla,“ segir hann um framkvæmdastjóra Sólheima.

Stefan George Kudor Heillaðist af hugmyndinni að Sólheimum en varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann sá hvernig staðnum var stjórnað. Mynd: Úr einkasafni

Stefan George Kudor var 25 ára þegar hann réði sig til starfa á Sólheimum, eftir að hafa skoðað heimasíðu Sólheima í Grímsnesi gaumgæfilega og heillast af lýsingum á lífi og starfi þar. Hann segist hins vegar fljótt hafa komist að því að eitthvað væri að á Sólheimum. Saga Stefans er í takti við sögu Maylis Galibert, franskrar konu sem starfaði á Sólheimum árið 2015, og gerði í kjölfarið skýrslu byggða á vitnisburði ellefu sjálfboðaliða. Kjarninn í gagnrýninni er að sjálfboðaliðar hafi búið við samskiptaleysi af hálfu stjórnenda og útilokun frá þátttöku í samfélaginu. Þeir hafi upplifað sig sem ódýrt vinnuafl og réttur þeirra sem sjálfboðaliðar á styrkjum frá Evrópusambandinu hafi ekki verið virtur. 

Vinna og ekki spyrja spurninga

Í dag koma sjálfboðaliðar á Sólheima þangað til dvalar á eigin vegum, með því að sækja beint um í gegnum heimasíðu. Stefan kom hins vegar til landsins á svokölluðum EVS-styrk frá Evrópusambandinu ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Pistill

Stoppum Sjálfstæðisflokkinn!

Fréttir

Sigríður Andersen fer gegn mati hæfisnefndar og vill skipa eiginkonu þingmanns í Landsrétt

Pistill

Blekkingarleikur heilsusvikara

Úttekt

Loftmengun í Reykjavík eins og í milljónaborgum erlendis

Pistill

Tökum lestina!

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Fréttir

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum

Pistill

Stoppum Sjálfstæðisflokkinn!