Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Reynt að úthrópa mig sem geðveika

Elísa­bet Anna Pét­urs­dótt­ir, 59 ára, býr ein á Ingj­aldssandi stór­an hluta árs­ins. Hún var klög­uð til barna­vernd­ar­nefnd­ar sem vildi taka dreng­inn henn­ar. Bar­átt­an stóð við fólk sem þótt­ist bera hag henn­ar fyr­ir brjósti. Hún gift­ist og skildi og kom drengn­um sín­um á legg. Hún er kon­an sem geng­ur ein yf­ir vest­firska heiði um há­vet­ur.

„Skilaboðin frá yfirvöldum eru þau að fólk eigi ekki að búa afskekkt. Helst eiga allir að vera sem næst miðbænum þar sem valdhafarnir eru með skrifstofur sínar. En ég gef ekkert eftir og vil búa á Ingjaldssandi þar sem heimili mitt er og rætur mínar liggja,“ segir Elísabet Anna Pétursdóttir, bóndi á Sæbóli 2 á Ingjaldssandi.

Við komum akandi úr Dýrafirði um Gerðhamradal eftir vegi sem sem hentar betur torfærutækjum en venjulegum bílum. Ekki er að sjá að vegurinn hafi verið heflaður vikum saman.  Eftir að hafa klöngrast eftir hlykkjóttum veginum um holur og grýti náum við hæsta punkti heiðarinnar.

Skyndilega opnast blómlegur dalur með iðagrænum túnum 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár