Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Reyndi að kúga dreng til kynlífs með nektarmyndum

Kyn­ferð­is­leg kúg­un ung­menna í gegn­um sam­skiptamiðla er vax­andi vanda­mál á Ís­landi, sem og um all­an heim. Lög­regla seg­ir af­ar erfitt að eiga við þessi mál því oft sé um er­lenda að­ila að ræða. Í síð­asta mán­uði féll tíma­móta­dóm­ur er varð­ar kyn­ferð­is­lega kúg­un þeg­ar karl­mað­ur var dæmd­ur fyr­ir að hóta að dreifa nekt­ar­mynd af 15 ára dreng ef hann hefði ekki kyn­ferð­is­mök við sig. Karl­menn eru í meiri­hluta þo­lend­ur í þess­um mál­um hér á landi, að sögn lög­reglu.

Í apríl í fyrra tók fimmtán ára drengur eftir því að einhver honum ókunnugur hafði bætt honum við á samskiptaforritinu Snapchat. Sá ókunnugi sagðist vera sautján ára og að hann hefði óvart skrifað rangt nafn þegar hann hafi verið „að adda“.

Drengirnir fóru að ræða saman um kynhneigðir og fljótlega varð samtalið mjög kynferðislegt. Unga drengnum þóttu samskiptin til að byrja með spennandi og skemmtileg, en spjallið varð sífellt grófara og skiptust þeir meðal annars á nektarmyndum. Drengurinn hélt að það myndi auka spennuna, en sjálfum fannst honum það ekki hjálpa til.

Sá sautján ára beindi tali sínu meðal annars að eldri manni, sem þeir virtust báðir þekkja til. Maðurinn væri meðal annars sagður vera „fkn góður í rúminu“. Þá hvatti hann drenginn til að leita til mannsins og sagði að öruggara væri að fá reynslu frá mun eldri manni en jafnöldrum. Undir lokin var ungi drengurinn kominn með nóg, þetta var ekki skemmtilegt lengur, og hann vildi ekki meira. 

Daginn eftir hófust hótanirnar. Ef drengurinn hefði ekki kynferðismök við þennan eldri mann fyrir klukkan ellefu sama kvöld færu myndirnar og kynferðisleg samskipti þeirra í dreifingu. Síðar átti eftir að koma í ljós að maðurinn stóð sjálfur að baki Snapchat-skilaboðunum.

Ætlaði að kenna honum lexíu

Þegar klukkan fór að nálgast ellefu segist drengurinn hafa verið farinn að íhuga að strjúka, til að losna undan afleiðingunum við birtingu myndanna. Móðir hans tók hins vegar eftir því að hann væri eitthvað 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár