Fréttir

Réttindi lífeyrisþega skert með afturvirkum lögum

„Ekki er hægt að ætlast til þess að fólk skoði lögskýringargögn til að kanna raunveruleg réttindi sín,“ segir í minnihlutaáliti. Formaður velferðarnefndar telur að réttindi hafi óvart skapast.

Alþingi samþykkti afturvirkar breytingar á almannatryggingalögum í gærkvöldi sem fela í sér skerðingu á fimm milljarða réttindum sem ellilífeyrisþegar öðluðust í janúar og febrúar vegna mistaka sem urðu við lagasetningu síðasta haust. Þingmenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með lögunum en aðrir sátu hjá að undanskildum Birgittu Jónsdóttur og Jóni Þór Ólafssyni þingmönnum Pírata.

Mistökin við breytingarnar á almannatryggingalögum síðasta haust ollu því að samkvæmt lagabókstafnum hefðu tekjur úr lífeyrissjóðum ekki átt að gilda til skerðingar á ellilífeyri. Ætlunin var hins vegar að þetta ætti einungis við um útreikning örorkulífeyris. Í janúar og febrúar fór Tryggingastofnun eftir vilja löggjafans en ekki lagabókstafnum, en rétt framkvæmd laganna hefði kostað hið opinbera um 5 milljarða króna. Í umræðum um málið í gær sagði Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, að um væri að ræða „mistök sem óvart bjuggu til réttindi sem aldrei var ætlunin að gefa“.  

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis lagði fram frumvarpið í síðustu viku þar sem lagt var til að réttindin sem urðu til fyrir mistök yrðu skert með afturvirkum hætti. „Gert er ráð fyrir að leiðréttingin gildi um þá einstaklinga sem höfðu öðlast rétt til ellilífeyris skv. 17. gr. eða ráðstöfunarfjár skv. 8. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 56. gr. laga um almannatryggingar frá sama tímaþegar og lög nr. 116/2016 öðluðust gildi, þ.e. 1. janúar 2017, og þá sem öðlast hafa rétt til ellilífeyris eða ráðstöfunarfjár eftir þann tíma,“ segir í greinargerð frumvarpsins. „Gildir það einnig um þá einstaklinga sem öðlast hafa rétt til ellilífeyris eða ráðstöfunarfjár á framangreindum tíma en kunna að sækja síðar um greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.“ 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Reykjavík er ónýt

Fréttir

Hægt að taka á húsnæðisvanda ungs fólks með fyrirframgreiddum arfi frá foreldrum

Pistill

Eru erlendir dýraníðingar í lagi?

Pistill

Tökum kvótann af sægreifunum

Leiðari

Sigur lyginnar

Fréttir

Kenna vinstristjórninni um 25 ára reglu hægristjórnarinnar

Mest lesið í vikunni

Pistill

Reykjavík er ónýt

Fréttir

Ótti og grátur eftir störf á farfuglaheimili á Selfossi

Fréttir

Hægt að taka á húsnæðisvanda ungs fólks með fyrirframgreiddum arfi frá foreldrum

Rannsókn

Skuggahlið ferðamennskunnar: Draumurinn á Íslandi breytist í martröð

Pistill

Eru erlendir dýraníðingar í lagi?

Pistill

Tökum kvótann af sægreifunum