„Pabbi var nasisti“

Í 42 ár starfaði Styrmir Gunnarsson á Morgunblaðinu, þar af 36 sem ritstjóri. Í gegnum einn öflugasta fjölmiðil landsins hafði hann ekki aðeins mótandi áhrif á stjórnmál með tengslum sínum við valdhafa, en einnig mótuðu skrif hans skoðanir landsmanna í áratugi. Í viðtali við Stundina ræðir Styrmir hugmyndafræðilegan bakgrunn sinn, misskiptingu auðs á Íslandi og áhrifin sem andleg veikindi konunnar hans höfðu á fjölskylduna.

Ein af þeim persónum sem hafði hvað mest áhrif á íslenskt mannlíf á seinni helmingi síðustu aldar er Styrmir Gunnarsson. Hann var ritstjóri Morgunblaðsins til 36 ára og á þeim tíma talinn valdamesti fjölmiðlamaður landsins.

Styrmir tók á móti blaðamanni á fallegu heimili sínu í Kópavogi. Klukkan var nýslegin tólf. „Jæja, er byltingamaðurinn úr Borgarnesi mættur,“ sagði Styrmir og hló. Hann bauð mér að setjast við eldhúsborðið hjá sér og bar fram plokkfisk með rúgbrauði og bræddu smjöri. „Ertu ekki svangur?“ Þannig við hófum þennan fund okkar á því að borða og ræða ættfræði. Faðir Styrmis, Gunnar Árnason, og langamma mín voru systkini, og því var af nógu að taka. Við ræddum um ættgenga sjúkdóma sem herjað hafa á okkar fólk, og var þar alkóhólisminn fyrirferðarmestur. „Pabbi var drykkjumaður, drakk á hverjum einasta degi. En hann fór svo vel með það að þegar ég, eftir hans lát, sat með systrum hans, þá trúðu þær ekki því sem ég var að segja.“

Styrmir var mikið hjá langömmu minni og langafa þegar hann var yngri, en þau bjuggu í Borgarnesi þar sem langafi var dýralæknir. Einnig var Styrmir í sveit á Hæli í Flókadal í æsku. „Ég var að tala um það um daginn hvað hefði verið gott að vera þarna í Borgarnesi og í Flókadalnum. Þá var það extra ástæða fyrir því hversu gott var að vera laus við æskuheimilið.“ Hann segist ekki hafa velt áhrifum drykkjuskapar á fjölskyldur og börn fyrr en mörgum árum seinna. „Það var eitthvað sem ein systir mín sagði mér sem varð til þess að ég fór að pæla. Börn alkóhólista passa inn í ákveðin hlutverk, og ég las á þessum tíma bók þar sem var nákvæm lýsing á mér og systkinum mínum. Þá uppgötvar maður þetta seint og um síðir, hvers konar áhrif þetta hefur. Skýrir margt í eigin fari. En þessi alkóhólismi er alveg hræðilegt böl.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Pistill

Topp 10 listi – Allar breiðskífur Metallica

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum

Viðtal

Fegurðin í ljótleikanum