Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni

Fjár­fest­ir­inn Ólaf­ur Ólafs­son, sem rann­sókn­ar­nefnd um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans seg­ir hafa stað­ið að mála­mynda­gern­ingi til að blekkja yf­ir­völd, sak­ar ráð­herra Fram­sókn­ar­floks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins um póli­tísk inn­grip. „Við vor­um hafð­ir að leik­sopp­um í póli­tísku leik­riti,“ seg­ir Ólaf­ur með­al ann­ars.

Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni
Ólafur Ólafsson Var talinn höfuðpaur í viðskiptafléttu sem snerist um að blekkja stjórnvöld og almenning í einkavæðingu Búnaðarbankans.

Ólafur Ólafsson fjárfestir, sem leiddi blekkingarfléttu til að kaupa Búnaðarbanka Íslands af ríkinu, hefur birt varnarræðu sína á vefsvæðinu soluferli.is sem andsvar við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans.

Ólafur, sem neitaði að koma fyrir nefndina á meðan hún vann skýrslu um einkavæðinguna, leggur hins vegar allt í sölurnar núna. Hluti af ræðu hans snýst um að benda á pólitíska spillingu við einkavæðingu bankanna. „Pólitísk íhlutun í ferlinu hafði áhrif á atburðarrásina og ákvarðanir þátttakenda,“ segir Ólafur meðal annars.

Ólafur tók þátt í tilraun til að kaupa Landsbanka Íslands af ríkinu, sem á endanum var seldur til Samson-hópsins undir forystu Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, þrátt fyrir að hópurinn hefði átt lægsta tilboðið.

„Leiksoppar í pólitísku leikriti“

Ólafur upplifði pólitískt leikrit við einkavæðingu Landsbanka Íslands eftir að hann var boðinn til sölu með auglýsingu sumarið 2002. S-hópur Ólafs hafði reynt að kaupa Landsbankann, en hæsta tilboði var ekki tekið.

„Þrátt fyrir að Björgólfsfeðgar hafi boðið lægsta verðið; ég endurtek lægsta verðið, þá voru þeir valdir til einkaviðræðna við ríkið um kaupin á Landsbankanum. Þegar forsendur fyrir mati einkavæðingarnefndar á tilboðum í bankann voru síðan opinberaðar, kom í ljós að verðið hafði aðeins 20% vægi, ég endurtek, 20% vægi. 80% af væginu voru pólitískar forsendur sem ég tel að hafi verið sérsniðnar til að stýra bankanum í hendurnar á Björgólfsfeðgum,“ segir Ólafur í ræðunni.

„Ég var verulega ósáttur við það hvernig staðið var að sölunni á Landsbankanum. Það rann upp fyrir mér að við sátum aldrei við sama borð og Samson og áttum í raun aldrei kost á að kaupa Landsbankann þrátt fyrir hærra verð. Við höfðum eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í undirbúning tilboðsins, til einskis. Við vorum hafðir að leiksoppum í pólitísku leikriti.“

Sagði af sér í einkavæðingarnefnd

Ólafur vísar í afsögn Steingríms Ara Arasonar úr einkavæðingarnefnd máli sínu til stuðnings. Steingrímur Ari útskýrði afsögn sína í bréfi til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra 10. september 2002, eftir að ákvörðun var tekin um að ganga til viðræðna við Samson-hópinn, þrátt fyrir að hann hefði fært fram lægsta tilboð. „Ástæðan eru þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar og hafa nú leitt til þess að aðrir áhugasamir kaupendur eru sniðgengnir þrátt fyrir hagstæðara tilboð fyrir ríkissjóð á alla hefðbundna mælikvarða. Ég hef setið sem fulltrúi fjármálaráðherra í framkvæmdanefnd um einkavæðingu frá árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum.“

Steingrímur Ari ræddi einnig um afsögn sína í útvarpsviðtali. 

Pólitískar ráðningar úti um allt

Þeir ráðherrar sem helst gátu haft áhrif á einkavæðingu bankanna voru Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. Saman sátu þessir ráðherrar í ráðherranefnd um einkavæðingu. 

Ólafur Ólafsson bendir á að stjórnmálaflokkarnir höfðu komið pólitískum fulltrúum fyrir alls staðar í kerfinu. „Bankastjórar ríkisbankanna voru ávallt ráðnir pólitískt. Bankaráðin voru ætíð skipuð pólitískt. Þannig var formaður stjórnar Landsbanka Íslands, Helgi S Guðmundsson, sem gengdi þýðingarmiklum embættum innan Framsóknarflokksins. Varaformaður stjórnar Landsbankans var Kjartan Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins, og nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Kjartan var áfram varaformaður Landsbankans eftir sölu ríkisins þar til bankinn féll, hvernig sem á því stóð. Formaður bankaráðs Búnaðarbankans var Magnús Gunnarsson sem tilheyrði Eimreiðarhópnum svo kallaða og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands,“ segir Ólafur meðal annars.

Segir Valgerði hafa reynt pólitískt inngrip

Að sögn Ólafs reyndi Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, að fá S-hópinn til að sameinast Kaldbaki í tilboðinu til ríkisins um kaup á Búnaðarbankanum. „Stjórnarformaður Kaldbaks var Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins,“ segir Ólafur. „Þá gerist það að S-hópurinn var boðaður til fundar með stjórnvöldum. Þar sem ég var fjarverandi gat ég ekki mætt á þennan fund, en ég fékk upphringingu af fundinum. Mér hafði áður verið tjáð að Valgerður Sverrisdóttir þrýsti mjög á, um að sameina S-hópinn og Kaldbak í einn væntanlegan kaupanda. Ég áttaði mig á því hvað bjó að baki hjá Valgerði með hliðsjón af pólitísku baklandi hennar fyrir norðan. Það kom á daginn að tilgangur fundarins var nákvæmlega sá, að reyna að fá okkur til samstarfs við Kaldbak. Ég þvertók fyrir að taka þátt í pólitískum hrossakaupum og hafnaði með öllu að fara í þetta samstarf. Annað hvort keyptum við hlutabréfin eða þeir. Fyrir mér voru kaupin á hlutabréfum í Búnaðarbankanum hrein og klár viðskipti og áttu eingöngu að vera byggð á eðlilegum viðskiptalegum forsendum. Það var aldrei minnst á þetta aftur.“

Pólitísk tengsl í S-hópnum

S-hópurinn var hins vegar pólitískt tengdur. Einn af lykilmönnum hópsins var Finnur Ingólfsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, og pólitískt skipaður seðlabankstjóri.

Þá var Þórólfur Gíslason, þekktur, umsvifamikill framsóknarmaður úr Skagafirði, einn af forsprökkum hópsins. Sjálfur segist Ólafur aldrei hafa verið pólitískt tengdur.

Það hefur hins vegar vakið athygli að Ólafur afsalaði sér húsi til Framsóknarflokksins mánuði fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans. Í húsinu, sem stendur við Hverfisgötu, eru starfræktar skrifstofur Framsóknarflokksins. Flokkurinn fékk húsið á góðu verði, vel undir fasteignamati. Mánuði eftir kaupin var Ólafur einn þeirra sem undirrituðu kaupsamning að Búnaðarbankanum af íslenska ríkinu. 

Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis á einkavæðingu Búnaðarbanks var eindregin, að Ólafur hefði blekkt ríkið og almenning til að telja að í kaupendahópi hans væru alþjóðlegar fjármálastofnanir. Þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur í kaupunum, en lögð hafði verið áhersla á að erlendir aðilar kæmu að kaupum á kjölfestuhlut í bankanum. „Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8% hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar.

Ólafur birtir „ávarp“ á sérstöku vefsvæði sem almannatengslafyrirtækið Kom heldur úti, þar sem hann heldur fram sakleysi sínu, bendir á vafasama aðkomu annarra og gagnrýnir störf rannsóknarnefndarinnar.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill ekki rannsaka nánar einkavæðingu Landsbankans

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkavæðing bankanna

Segir frá matarboði þar sem stjórnmál og fjármál runnu saman en enginn vildi skrifa í gestabókina
ViðskiptiEinkavæðing bankanna

Seg­ir frá mat­ar­boði þar sem stjórn­mál og fjár­mál runnu sam­an en eng­inn vildi skrifa í gesta­bók­ina

Í ný­út­kom­inni bók Gylfa Zoega er kvöld­verð­ar­boði í húsi Seðla­bank­ans við Ægisíðu lýst. Þar á seðla­banka­stjóri að hafa set­ið að snæð­ingi með við­skipta­fé­lög­um sín­um, skömmu áð­ur en einka­væð­ing bank­anna átti sér stað ár­ið 2003. Finn­ur Ing­ólfs­son, fyrr­um seðla­banka­stjóri, kann­ast ekk­ert við að þetta hafi átt sér stað.
Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans
FréttirEinkavæðing bankanna

Finn­ur Ing­ólfs­son „skamm­ast“ sín út af blekk­ing­um í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans

Finn­ur Ing­ólfs­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir að hann skammist sín fyr­ir að hafa ekki séð í gegn­um þann blekk­ing­ar­leik sem einka­væð­ing Bún­að­ar­bank­ans var á sín­um tíma. Með orð­um sín­um á Finn­ur við meinta að­komu þýska bank­ans Hauck & Auf­hausers að við­skipt­un­um sem reynd­ust vera fals.
Umboðsmaður telur einkavæðingu bankanna gott sem fullrannsakaða
FréttirEinkavæðing bankanna

Um­boðs­mað­ur tel­ur einka­væð­ingu bank­anna gott sem full­rann­sak­aða

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur nú til skoð­un­ar hvort hrinda eigi í fram­kvæmd þings­álykt­un­inni frá 2012 um rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna. Lög­fræð­ing­ur sem starf­aði með tveim­ur rann­sókn­ar­nefnd­um Al­þing­is tel­ur rann­sókn­ar­spurn­ing­ar sem fylgdu þings­álykt­un­inni van­hugs­að­ar og um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur ólík­legt að sér­stök rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna leiði fram nýj­ar mark­verð­ar upp­lýs­ing­ar.
Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag
FréttirEinkavæðing bankanna

Að­il­arn­ir að plott­inu eru um­svifa­mikl­ir í ís­lensku við­skipta­lífi í dag

Ólaf­ur Ólafs­son, Guð­mund­ur Hjalta­son og Hreið­ar Már Sig­urðs­son neit­uðu all­ir að mæta í skýrslu­töku vegna rann­sókn­ar­inn­ar á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans. Þeir eru nú um­svifa­mikl­ir í við­skipta­líf­inu, með­al ann­ars í fast­eigna­við­skipt­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hót­elupp­bygg­ingu.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu