Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“

„Er sálfræðingur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þegar hann var inntur eftir því hvort og þá hvenær hann hefði fengið sálfræðiviðtal. Einn sálfræðingur sinnir 180 föngum sem afplána dóma á Íslandi og ekkert sérhæft úrræði er fyrir fanga sem sitja inni fyrir líkamsárásir. Fangarnir sögðust þó myndu þiggja slíka aðstoð ef hún væri markviss og í boði.

Ekkert sérhæft úrrræði er í fangelsum fyrir fanga sem sitja inni fyrir ofbeldisbrot. Í meistararitgerð sinni í félagsráðgjöf fjölluðu þær Agnes Þorsteinsdóttir og Freydís Jóna Freysteinsdóttir um úrræði fyrir ofbeldisfanga. Í rannsókninni ræddu þær við átta menn sem voru dæmdir fyrir alvarlega líkamsárás og áttu það sameiginlegt að hafa beitt maka eða fyrrverandi maka ofbeldi. Allir höfðu mennirnir setið inni áður, tvisvar til þrisvar sinnum, og voru með marga dóma á bakinu, tvo eða fleiri fyrir ofbeldisbrot. „Maður kemur ekkert endurhæfður út í samfélagið, sko. Maður er bara einhvern veginn alltaf á byrjunarreit þegar maður kemur út,“ sagði einn viðmælenda þeirra.

Sótti um viðtal í síðustu afplánun 

Almennt voru fangarnir sammála um að úrræði til betrunar væru af skornum skammti og litu betur út á blaði en í raun. Þegar viðtölin fóru fram hafði enginn viðmælenda þeirra hitt sálfræðing á undanförnum mánuði og sumir ekki í rúmt ár. Einn vissi ekki að það væri starfandi sálfræðingur hjá stofnuninni, og tveir til viðbótar héldu að sálfræðingur hefði ekki verið starfandi í marga mánuði vegna fæðingarorlofs: „Er sálfræðingur að vinna hér?“ spurði einn og annar sagðist hafa sótt um sálfræðiviðtal síðast þegar hann sat inni en ekki enn komist að. „Það var kannski bara svona löng bið eða eitthvað,“ sagði hann.

Áður hefur komið fram að sérfræðiþjónusta við fanga er almennt mjög lítil, en einn sálfræðingur sinnir 180 föngum sem afplána refsidóma hverju sinni.

„Það segir sig sjálft að einn sálfræðingur getur ekki sinnt 180 manneskjum með þunglyndi, hvað þá föngum sem eru illa staddir,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri á Morgunvaktinni á Rás 1 í janúar.

Tveir sálfræðingar og tveir félagsráðgjafar starfa hjá Fangelsismálastofnun en auk þess að þjónusta þá sem sitja inni þarf að sinna mönnum á reynslulausn, sem og þeim sem eru á leið í fangelsi. Þar kom jafnframt fram að í fullkomnum heimi væru tólf sálfræðingar og félagsfræðingar að störfum hjá Fangelsismálastofnun, að mati Páls.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Pistill

Stoppum Sjálfstæðisflokkinn!

Fréttir

Sigríður Andersen fer gegn mati hæfisnefndar og vill skipa eiginkonu þingmanns í Landsrétt

Pistill

Blekkingarleikur heilsusvikara

Úttekt

Loftmengun í Reykjavík eins og í milljónaborgum erlendis

Pistill

Tökum lestina!

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Fréttir

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum

Pistill

Stoppum Sjálfstæðisflokkinn!