Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýja hægri blokkin

Hægri flokk­arn­ir Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Við­reisn fengu nægi­leg­an þing­manna­fjölda til að mynda rík­is­stjórn með þriðja flokki að eig­in vali. Við­reisn hef­ur nú mynd­að banda­lag með Bjartri fram­tíð, frjáls­lynd­um miðju­flokki sem virð­ist vera að færa sig enn lengra til hægri. En get­ur nýja hægri blokk­in mynd­að rík­is­stjórn? Stund­in skoð­aði stefn­ur flokk­anna og hvar þeim ber á milli.

Hægri flokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fengu samtals tæplega 40 prósenta fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Sé fylgi frjálslynda miðjuflokksins Bjartrar framtíðar og Framsóknarflokksins, sem aðeins hefur setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, tekið með er fylgi nýrrar miðju og hægri blokkar alls 58,2 prósent. 

Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn fengu þannig nægilegan þingmannafjölda til að mynda ríkisstjórn með þriðja flokki að eigin vali. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist eftir fund með forseta að fullur vilji væri til þess að ræða við Framsóknarflokkinn, en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur hins vegar útilokað stjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 

„Ekki spennandi“ ríkisstjórn

Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru sameiginlega á fund með Bjarna Benediktssyni til viðræðna um stjórnarmyndun, en flokkarnir þrír hafa samtals 32 þingmenn af 63 á Alþingi. Fordæmi eru fyrir ríkisstjórnum 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu