Fréttir

Nær ómögulegt að staðfesta lyfjanauðganir

Um ellefu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra sögðust hafa orðið fyrir lyfjanauðgun. Ekkert tilfelli lyfjanauðgunar er staðfest, sem er ástæða þess að umdeild lyf eru enn á markaði. Erfitt er hins vegar að greina lyfin í líkamanum þar sem þau brotna hratt niður.

Íhuguðu að taka lyfið af markaði Árið 2007 greindi Morgunblaðið frá því að Landlæknisembættið íhugaði að taka Flunitrazepam af markaði hér á landi. Hætt var við það vegna þess að lyfið hefur aldrei fundist í fórnarlömbum nauðgana hér á landi. Mynd: Shutterstock

Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta leituðu 27 einstaklingar til samtakanna á síðasta ári vegna lyfjanauðgunar, þrír karlar og 24 konur, eða 10,9 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta. Lyfjanauðgun hefur aldrei verið staðfest hér á landi, en einkenni þessara lyfja eru að þau hverfa mjög hratt úr líkamanum og greinast sjaldan í þvagprufu. 

Lyfin sem um ræðir eru annars vegar gamma-Hydroxybutyric-sýra og hins vegar svefnlyf sem eru fljót að brotna niður og hverfa. „Þú vilt hafa svefnlyf þannig að þau virki fljótt og séu fljót að brotna niður því þú vilt ekki að þau hafi áhrif á næsta dag,“ útskýrir Elísabet Sólbergsdóttir, sviðsstjóri hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands.

Séu þessi lyf hins vegar sett út í áfenga drykki þá magnast upp áhrifin. Elísabet tekur dæmi af tveimur svefnlyfjum, Zolpidem og Zópiklón. Helmingunartími Zolpidem er ein til fjórar klukkustundir og þrjár til sex hjá Zópiklón. „Eftir nóttina áttu ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Fréttir

Krefjast aðgangs að gögnum sem ráðherra telur „spilla fyrir hugmyndafræðinni“

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Viðtal

Hjarta og martraðir lögreglumannsins

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum