Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sýrland verður minnisvarði um hæfileika okkar til að drepa

Mörg­um er í hag að við­halda stríð­inu í Sýr­landi, sem tæt­ir upp eitt elsta menn­ing­ar­ríki heims. Magnús Þorkell Bern­harðs­son, pró­fess­or í sögu Mið-Aust­ur­landa, grein­ir sam­heng­ið í stríð­inu sem er að leysa upp Sýr­land.

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda, bjó í Sýrlandi á síðasta áratug síðustu aldar og segir að þrátt fyrir einræðisstjórn hafi stöðugleiki og friðsæld einkennt landið. Hann kom síðast til Sýrlands í byrjun árs 2011, rétt áður en arabíska vorið brast á. Í dag getur hann sagt að það hafi verið lognið á undan storminum en á þeim tíma upplifði hann það ekki þannig, heldur sá hann jákvæðar breytingar á samfélaginu, bæði efnahagslegar og stjórnmálalegar. „Viðhorfin voru frjálslyndari og bjartsýnin meiri en hafði verið áður. Fólk var farið að gera langtímaáætlanir. Sýrlendingar áttu auðveldara með að komast til náms erlendis og biðin við erlend sendiráð var mun styttri en áður. Á þessum tímapunkti fannst mér eins og Sýrlendingar væru loksins komnir út á þjóðbrautina og væru að setja í þriðja gír. Það var ekkert sem gaf til kynna að óveðursský væru á lofti heldur var spáin góð.“

Átakanleg þróun 

Sýrland er sögufræg þjóð, fyrsta stafrófið er þaðan, akuryrkja hefur verið stunduð þar í þúsundir ára og Magnús Þorkell bendir á að þarna hafi mannkynið verið í hvað mestum tengslum við jörðina, alls konar trúarbrögð og heimsveldi hafa komið og farið. „Sýrland er eins og eitt stórt þjóðminjasafn. Ef þú spáir í það hvernig þróunin hefur verið þá er það kannski táknrænt fyrir okkar tíma, þar sem tæknin og framþróunin er orðin svo mikil varðandi það að beita ofbeldi, að birtingarmynd nútímans er 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.
„Þið eruð djöfulsins fasistar og ættuð að skammast ykkar“
FréttirFlóttamenn

„Þið er­uð djöf­uls­ins fas­ist­ar og ætt­uð að skamm­ast ykk­ar“

Drög að frum­varpi um lok­að bú­setu­úr­ræði hafa feng­ið á sig tölu­verða gagn­rýni í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – bæði frá ein­stak­ling­um og sam­tök­um. Er frum­varps­til­lag­an með­al ann­ars bendl­uð við fas­isma, fanga­búð­ir og að­för gegn mann­rétt­ind­um. Rauði kross­inn, Mann­rétt­inda­skrif­stofa, UNICEF og Barna­heill lýsa yf­ir áhyggj­um af vist­un barna í bú­setu­úr­ræð­inu og segja ákvæði frum­varps­ins óljós og mats­kennd.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu