Fréttir

Málefni Seðlabankans færð úr ráðuneyti Benedikts – verða áfram hjá Bjarna

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mun ekki fara með málefni Seðlabankans í nýrri ríkisstjórn þrátt fyrir að hann gegni embætti fjármála- og efnahagsráðherra. Í kosningabaráttu sinni lagði Viðreisn mikla áherslu á mynt- og peningamál og annað sem varðar Seðlabankann.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mun ekki fara með málefni Seðlabankans í nýrri ríkisstjórn þrátt fyrir að gegna embætti fjármála- og efnahagsráðherra. Samkvæmt forsetaúrskurði sem kveðinn var upp í dag færast málefni Seðlabanka Íslands frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og yfir til forsætisráðuneytisins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar mun því áfram hafa þau málefni á sinni könnu. 

Í kosningabaráttu sinni lagði Viðreisn mikla áherslu á mynt- og peningamál og annað sem varðar Seðlabankann með beinum hætti. Samkvæmt forsetaúrskurðinum virðist ný ríkisstjórn hafa komið sér saman um að Sjálfstæðisflokkurinn fari með þann málaflokk en ekki Viðreisn. 

Í efnahagsstefnu Viðreisnar er boðað að stofnað verði myntráð og horfið frá núverandi peningastefnu. „Tekið verði upp myntráð í stað núverandi peningastefnu, hliðstætt því sem tíðkast í fjölmörgum smærri ríkjum. Upptaka myntráðs mun skapa varanlegan gengisstöðugleika, draga verulega úr vaxtamun við útlönd og skapa forsendur langvarandi verðstöðugleika, til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulíf,“ segir í stefnunni. 

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er engu slegið föstu um stofnun myntráðs en fyrirheit gefin um að forsendur peninga- og gjaldmiðilsstefnu Íslands verði endurmetnar og málið sett í nefnd. „Ráðherranefnd mun hafa samráð við þingflokka og starfa náið með Seðlabanka Íslands, aðilum vinnumarkaðarins og utanaðkomandi sérfræðingum, eftir atvikum á vettvangi Þjóðhagsráðs. Byggt verður á niðurstöðum skýrslu Seðlabanka Íslands frá árinu 2012 um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Þar var meðal annars lagt mat á framkvæmd verðbólgumarkmiðs, myntráð, fastgengisstefnu og ýmsa aðra kosti. Niðurstöður vinnunnar liggi fyrir á fyrsta starfsári,“ segir í stjórnarsáttmálanum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Eitraðir ísbirnir hröktu nasista Hitlers brott; nú er Pútin mættur

Fréttir

Ferð án fyrirheits: Flokkurinn sem boðaði nýja og breytta pólitík endar ferð sína í hægri stjórn

Fréttir

Ætlar að taka tillit til gagnrýni fjármálaráðs í næstu fjármálaáætlun

Spurt & svarað

Skýrsla um loftlagsmál var „sjokk“

Fréttir

Þeir verst settu borga þrefalt meira í tannlækningar en lög gera ráð fyrir

Mest lesið í vikunni

Pistill

Um kosti þess að búa á Íslandi

Úttekt

Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu

Fréttir

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Ísland efnahagsbrotalaust land 2020

Pistill

Vaxandi misskipting