Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Maggi á Texasborgurum í forsetaframboð - býður hamborgara fyrir meðmæli

Enn bæt­ist í hóp for­setafram­bjóð­enda. Nýj­asti boð­aði fram­bjóð­and­inn ætl­ar að bjóða upp á ham­borg­ara fyr­ir með­mæli.

Maggi á Texasborgurum í forsetaframboð - býður hamborgara fyrir meðmæli

„Ég sá mér leik á borði,“ segir Maggi á Texasborgurum, fullu nafni Magnús Ingi Magnússon, sem hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Magnús bætist í hóp sem telur á annan tug manns sem vill verða forseti Íslands í komandi kosningum í júní.

„Það eru svo margir frambjóðendur frambærilegir að bjóða það sama.
Ég til mig eiga jafna möguleika og þeir sem hafa boðið sig fram.
Það er enginn ofursterkur eða neinn með eitthvað batterí á bakvið sig, eins og Þóra [Arnórsdóttir] seinast,“ útskýrir Maggi, um aðdragandann.

Gefur hamborgara

Maggi þarf 1.500 undirskriftir til að öðlast kjörgengi sem forseti, en hann ætlar að beita helsta vopni sínu í þeirri baráttu.

Maggi ætlar að bjóða upp á frían hamborgara og franskar í skiptum fyrir meðmæli á veitingastaðnum sínum, Texasborgurum. „Svoleiðis ætla ég að safna meðmælendum,“ segir hann. 

Hann kveðst ekki óttast að verða gagnrýndur fyrir að múta fólki fyrir meðmæli.

„Er ég að borga þeim? Ég er að bjóða þeim upp á hamborgara. Fólk er nú að gefa á kosningaskrifstofunum kaffi og með því. Ég hlýt að mega bjóða fólki upp á hamborgara. Ég sé engan mun þarna á milli, nema þetta er bara veglegra,“ segir hann.

Það atvik varð í Kolaportinu um helgina að Guðmundur Franklín Jónsson, annar forsetaframbjóðandi, bað Magga um að skrifa undir meðmæli fyrir forsetaframboð hans, en fékk synjun á grundvelli yfirvofandi forsetaframboðs Magga sjálfs.

Eftirfarandi einstaklingar hafa boðað framboð til forseta:

Ari Jósepsson, youtube-listamaður
Andri Snær Magnason rithöfundur
Ástþór Magnússon athafnamaður
Benedikt Kristján Mewes mjólkurfræðingur
Bæring Ólafsson forstjóri
Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur
Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður
Guðrún Margrét Pálsdóttir
Halla Tómasdóttir athafnakona
Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur
Hildur Þórðardóttir, heilari og þjóðfræðingur
Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi
Sturla Jónsson bílstjóri
Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur

Fréttatilkynning Magga á Texasborgurum:

Ég, undirritaður, Magnús Ingi Magnússon veitingamaður, hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands og tel mig þannig geta gert gagn og komið mörgu góðu til leiðar. Í þessu embætti er hægt að vinna að hagsmunum heildarinnar þvert á alla flokka, valdablokkir og hagsmunaöfl. Ég hef vilja og dug til að leiða fólk saman og þykir vænt um land okkar og þjóð.

Hér fyrir neðan geri ég grein fyrir þeim málum sem ég legg mesta áherslu á, bakgrunni mínum og því sem ég stend fyrir.

Ég fæddist árið 1960 og hlaut heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili.

Ég bý að góðri menntun og reynslu frá Íslandi, hef rekið mitt eigið fyrirtæki í langan tíma og verið í sambandi við fjöldann allan af góðu fólki í gegnum tíðina.

Ég er kvæntur til tíu ára Analisa Montecello frá Filippseyjum.

Ég er trúaður kristinn maður og ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum. Eiginkona mín er kaþólskrar trúar.

Ég er ekki tengdur neinum stjórnmálaflokki og hef kosið eftir sannfæringu hverju sinni.

Ég vil jafnrétti kvenna og karla og vil vinna að jafnrétti fyrir alla.
Ég vil að við tökum vel á móti öllu erlendu fólki sem hingað kemur og að við komum fram við það af virðingu.

Ég er fylgjandi öflugu velferðarkerfi og vil efla heilbrigðiskerfið. Ég er hlynntur einkavæðingu samhliða ríkisreknu heilbrigðiskerfi.

Ég er fylgjandi öflugu menntakerfi með áherslu á sköpun og frumkvæði þar sem allir hafa jöfn tækifæri á öllum sviðum samfélags okkar.
Ég er fylgjandi skýrum leikreglum sem gera okkur kleift að veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum athafnafrelsi innan skýrs ramma. Ég tel slíkt athafnafrelsi og sköpunargleði vera forsendu framfara í okkar samfélagi. 

Ég er meðmæltur því að virkja auðlindir þjóðarinnar. Við verðum að komast að samkomulagi um hvaða orkulindir á að virkja og hverjar á að vernda. Þetta samkomulag verður að vinna af heilindum og með víðtækri framtíðarsýn.

Ég hef ekki áhuga á inngöngu Íslands í Evrópusambandið en er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp viðræður við sambandið.

Ég er fylgjandi skýrum leikreglum og vil að Bessastaðir séu vettvangur umræðu og farvegur fyrir vilja þjóðarinnar. Ég tel því mikilvægt að fá niðurstöðu í stjórnarskrármálin.

Ég á ekki peninga á aflandseyjum og skattaskjólum.

Ég tala og skil ensku, dönsku, sænsku og norsku.

Áhugamál mín eru matur, ferðalög innanlands og erlendis, myndlist, tónlist, mótorhjólaferðir og samneyti við góða vini og vinahópa.

Ég er stoltur af minni ferilskrá. Mér hefur auðnast að framkvæma margt og hef starfað með góðu fólki hér heima og erlendis.

Ég hef starfað mikið úti á landi, t.d. í Munaðarnesi í Borgarfirði, Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi og Laugum í Þingeyjarsýslu.

Svo hef ég ferðast mikið um landið allt og tekið upp þætti í Eldhúsi meistaranna á ÍNN og kynnst skemmtilegu fólki.

Ég er matreiðslumeistari og veitingamaður. Sautján ára fór ég í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns. Vann á millilandaskipum áður en ég fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann ég á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Fór til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Starfaði á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin hef ég svo rekið Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Árum saman hef ég haldið úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið er afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tek ég menn tali sem eru tengdir mat allsstaðar að af landinu og eru þættirnir orðnir um 300 talsins.

Ég hyggst fjármagna mitt framboð sjálfur en tek á móti framlögum ef einhverjir vilja styrkja mig samkvæmt þeim reglum sem um það gilda.
Meðmælalistar liggja frammi á Texasborgurum. Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið. Allir eru velkomnir og ég hvet landsbyggðarfólk sérstaklega til að koma við á Texasborgurum þegar það á leið í bæinn. Skilyrði fyrir undirskrift á meðmælalista er að vera íslenskur ríkisborgari og hafa gild skilríki meðferðis.

Virðingarfyllst,
Magnús Ingi Magnússon

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu