Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Maður verður þingmaður

Rót­tæk­ar breyt­ing­ar eru að verða á lífi Björns Leví Gunn­ars­son­ar. Hann var ann­ar mað­ur á lista Pírata í Reykja­vík norð­ur og er því um þess­ar mund­ir að hefja störf á sín­um nýja vinnu­stað, hinu háa Al­þingi. Ljós­mynd­ari Stund­ar­inn­ar fylgdi Birni eft­ir í kosn­inga­bar­átt­unni og í gegn­um nótt­ina þeg­ar hann varð að þing­manni.

Uppgangur Pírata innan íslenskra stjórnmála á sér engin fordæmi í sögunni. Flokkur sem byggir á grunni anarkískrar hugmyndafræði þrefaldaði þingmannafjölda sinn og á komandi kjörtímabili munu tíu Píratar sitja á þingi.

Einn þeirra er Björn Leví Gunnarsson, en hann var í öðru sæti fyrir Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Björn er að eigin sögn tölvunarfræðingur, eiginmaður, faðir og nörd. „Landsbyggðarbarn úr Þorlákshöfn, Grundarfirði og Sauðárkróki en fluttist á mölina til að fara í framhaldsskóla. Losnaði þá við einelti grunnskólans sem tók nokkur ár að komast yfir.“

Úr framhaldsskóla fór Björn aftur á leikskóla. Síðan þá hefur hann flakkað milli þess að vera í námi, að kenna og vinna með tölvur. Hann er tveggja barna faðir en börnin hans heita Alexander Arnar, sjö ára og Ársól Ísafold sem er alveg að verða tveggja.

Fyrstu kynni Björns af stjórnmálum var fyrir kosningarnar 2013 þegar hann gekk til liðs við Pírata. „Ég er þar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár