Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leiðin að Stjórnstöðinni

Ný Stjórn­stöð ferða­mála mun kosta rík­ið 70 millj­ón­ir á ári en á sama tíma fæst ekki fjár­veit­ing í stór verk­efni hjá Ferða­mála­stofu. Stóru mál­in eru enn óleyst. Guð­finna S. Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fór fyr­ir tveim­ur stýri­hóp­um og tek­ur þátt í að inn­leiða nýja ferða­mála­stefnu. Hún hef­ur alls feng­ið greidd­ar 22 millj­ón­ir frá at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og Ferða­mála­stofu. Þá hef­ur reynst erfitt að út­færa leið­ir til gjald­töku í grein­inni.

Fjölgun erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands hefur verið á bilinu 18 til 24 prósent á hverju ári frá 2010 og verður árið í ár líklega fyrsta árið þar sem yfir milljón ferða­menn koma til landsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í viðtali fyrr á árinu að Íslendingar hefðu verið „teknir í bólinu“ og að innviðir ferðaþjónustunnar hefðu ekki verið byggðir upp í samræmi við þessa hröðu fjölgun. Nú sé því tími framkvæmda. 

Á kjörtímabilinu hefur Ragnheiður Elín lagt fram tvö umdeild frumvörp í málaflokknum sem bæði liggja nú hjá atvinnuveganefnd. Lítið hefur hins vegar verið um framkvæmdir hjá framkvæmdavaldinu á meðan mikill tími hefur farið í kortlagningu og stefnumótun. Í síðasta mánuði var til að mynda kynnt ný ferðamálaáætlun, Vegvísir í ferðaþjónustu, sem gildir til ársins 2020. Bar þar hæst stofnun Stjórnstöðvar ferðamála en hún hefur verið harðlega gagnrýnd af þing­­mönnum flestra flokka, utan Sjálf­stæðisflokks, og þá hafa ungir sjálf­stæðismenn lagst gegn henni. Sér­fræðingur í ferðamálum hefur bent á að ný ferðamálastefna feli ekki í sér neinar aðgerðir í mest aðkallandi verkefnum ferðaþjónustunnar.

Guðfinna fær 18 milljónir frá ráðuneytinu

Í janúar 2014 fól atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ferðamálastofu að taka til skoðunar starfsumhverfi ferðaþjónustunnar. Verkefnið hafði að markmiði að einfalda starfsumhverfið. Stýrihópurinn var skipaður fulltrúum frá Ferðamálastofu, forsætisráðuneytinu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtökum Íslands og Samgöngustofu. Þá voru Guðfinna S. Bjarnadóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Kristjánsson, frá LC ráðgjöf, fengin til að leiða verkefnið og fengu alls fjórar milljónir fyrir. Ferðamálastofa stóð að þeirri ráðningu en ekki var leitað fleiri tilboða í verkefnið.

Hópurinn skilaði tillögum í maí sama ár og fólu þær í sér ýmis konar einfaldanir á regluverki tengdu ferðaþjónustu. Þá lagði hópurinn til að ráðherra endurskoði gildandi stefnu í ferðamálum. Í kjölfarið voru Guðfinna 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu