Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjálfboðaliði ósáttur eftir leynilegt ástarsamband við sjötugan stjórnarformann Sólheima

Selma Öz­gen er ein þeirra sem er ósátt við reynslu sína af sjálf­boða­lið­a­starfi á Sól­heim­um. Selma átti í ástar­sam­bandi við stjórn­ar­formann Sól­heima, Pét­ur Svein­bjarn­ar­son, sem er 42 ár­um eldri en hún. Mik­ið valda­mi­s­vægi var á milli þeirra tveggja og seg­ir Selma að hún hafi feng­ið þau skila­boð að hún yrði lát­in fara frá Sól­heim­um ef hún tjáði sig um sam­band­ið, en hún var háð Sól­heim­um með land­vist­ar­leyfi. Gögn sýna hvernig Pét­ur bað hana að halda leynd yf­ir kom­um sín­um til hans.

Sjálfboðaliði ósáttur eftir leynilegt ástarsamband við sjötugan stjórnarformann Sólheima
Fannst hún notuð og niðurlægð Selma Özgen hafði miklar væntingar til samfélagsins á Sólheimum þegar hún kom þangað fyrst í ársbyrjun. Dvölin stóð ekki undir þeim væntingum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Selma Özgen er frá Tyrklandi en þar á hún engan að, hvorki foreldra, aðra fjölskyldu né nokkurt fjárhagslegt bakland. Þegar hún fluttist til Íslands fyrir rétt um þremur árum var hún 27 ára, háskólamenntuð í markaðsfræði og almannatengslum og var gagngert hingað komin til að taka að sér sjálfboðaliðastarf hjá Sólheimum. Hún var spennt fyrir nýju verkefni, enda ævintýragjörn og full löngunar til að kynnast nýju fólki og aðstæðum. Hún hafði kynnst Sólheimum í gegnum sjálfboðaliðasíðu í Tyrklandi. Hún sótti um, var kölluð í símaviðtal og í kjölfar þess boðin velkomin til starfa á Sólheimum. Sjö mánuðum síðar lenti hún á Íslandi.

Margt þótti Selmu gott á Sólheimum en hún sá þó fljótlega að sú glansmynd sem hún hafði gert sér í hugarlund af starfinu þar var að sumu leyti kámug. Þegar hún frétti af því að annar sjálfboðaliði á staðnum, Maylis Galibert frá Frakklandi, væri að undirbúa gerð könnunar og í kjölfar þess skýrslu frá sjálfboðaliðum á staðnum, tók hún glöð þátt í því að segja frá því sem henni þótti betur mega fara. Í skýrslunni, þar sem birtar eru sögur fjölda sjálfboðaliða, kemur meðal annars fram að húsnæði sjálfboðaliða sé óboðlegt, ekki sé tekið tillit til sjónarmiða sjálfboðaliða og þeim skipað fyrir. Verslunin á staðnum sé dýr og erfitt fyrir sjálfboðaliða að komast í ódýrari verslanir, þar sem þeim séu engar samgöngur tryggðar af staðnum. Flestir höfðu eitthvað við framkvæmd sjálfboðaliðastarfsins á staðnum að athuga og voru sammála um að gagnrýni þeirra næði ekki eyrum stjórnenda.

Selma gat tekið undir flest það sem aðrir sjálfboðaliðar kvörtuðu undan en það sem olli henni mestu hugarangri var af öðrum toga. Fljótlega eftir að hún kom á Sólheima hafði hún nefnilega hafið ástarsamband við stjórnarformann Sólheima, Pétur Sveinbjarnarson, sem þá var 69 ára, 42 árum eldri en hún, auk þess að gegna stöðu stjórnarformanns á staðnum. „Þetta var það mál sem mig langaði helst að segja frá, því það lá á mér, en Pétur sagði alltaf: Ef einhver fréttir af okkur, þá verður þú látin fara frá Sólheimum,“ segir hún. Að fara frá Sólheimum jafngilti í hennar huga því að verða send úr landi, enda var landvistarleyfi hennar háð því að hún væri sjálfboðaliði þar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ástandið á Sólheimum

Sjálfboðaliði segir Sólheimum stjórnað eins og konungsríki
FréttirÁstandið á Sólheimum

Sjálf­boða­liði seg­ir Sól­heim­um stjórn­að eins og kon­ungs­ríki

Rúm­en­inn Stef­an Geor­ge Kudor, sem starf­aði sem sjálf­boða­liði á Sól­heim­um ár­ið 2014, tek­ur und­ir frá­sagn­ir sjálf­boða­liða sem störf­uðu á staðn­um ár­ið 2015, sem lúta að slæmri stjórn og skipu­lagn­ingu á starfi sjálf­boða­liða. Hann seg­ist hafa horft upp á Sól­heima missa fjölda hæfi­leika­ríks starfs­fólks af þess­um sök­um. „Hann kom fram við okk­ur eins og þræla,“ seg­ir hann um fram­kvæmda­stjóra Sól­heima.
Sjálfboðaliðar þögul verkfæri stjórnenda
FréttirÁstandið á Sólheimum

Sjálf­boða­lið­ar þög­ul verk­færi stjórn­enda

Mayl­is Gali­bert kom til starfa sem sjálf­boða­liði á Sól­heim­um í árs­byrj­un 2015, full vænt­inga. Hún varð hins veg­ar fyr­ir mikl­um von­brigð­um með reynsl­una. Þeg­ar henni varð ljóst að gagn­rýni ein­stak­linga leiddi ekki af sér úr­bæt­ur lagði hún spurn­inga­könn­un fyr­ir aðra sjálf­boða­liða. Hún leiddi í ljós að marg­ir þeirra höfðu svip­aða sögu von­brigða að segja.
Starfið langt frá því að standast væntingar sjálfboðaliða
FréttirÁstandið á Sólheimum

Starf­ið langt frá því að stand­ast vænt­ing­ar sjálf­boða­liða

Slæmt, lít­ið og heilsu­spill­andi hús­næði. Eng­ar sam­göng­ur svo þeir þurftu að fara á putt­an­um til að kom­ast til og frá þorp­inu. Sam­skipta­leysi. Úti­lok­un frá þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Þetta eru þau skila­boð sem voru gegn­um­gang­andi frá velflest­um sjálf­boða­lið­un­um sem svör­uðu spurn­inga­könn­un um reynslu sína af Sól­heim­um ár­ið 2015.
„Ævintýraleg“ starfsmannavelta á Sólheimum
FréttirÁstandið á Sólheimum

„Æv­in­týra­leg“ starfs­manna­velta á Sól­heim­um

Ein­ræð­istil­burð­ir og við­mót fram­kvæmda­stjóra Sól­heima, sem stutt er af stjórn­ar­for­manni stað­ar­ins sem einnig er fað­ir þess fyrr­nefnda, er það sem hrek­ur fag­fólk frá Sól­heim­um og skýr­ir gríð­ar­lega starfs­manna­veltu þar. Þetta seg­ir fyrr­um prest­ur á staðn­um og fleiri fyrr­um starfs­menn taka und­ir orð henn­ar. Á fimmta tug starfs­manna hef­ur ým­ist hætt störf­um á Sól­heim­um eða ver­ið sagt upp á und­an­förn­um tveim­ur ár­um. Fram­kvæmda­stjóri kenn­ir ár­ferði og stað­setn­ingu í sveit um starfs­manna­velt­una.
Alvarlegar athugasemdir gerðar við starfsemi Sólheima
FréttirÁstandið á Sólheimum

Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir gerð­ar við starf­semi Sól­heima

Rétt­inda­mál­um fatl­aðra er veru­lega ábóta­vant á Sól­heim­um, ef at­huga­semd­ir rétt­inda­gæslu­manns fatl­aðs fólks á Suð­ur­landi eiga við rök að styðj­ast. Rétt­inda­gæslu­mað­ur­inn til­kynnti vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu um mál­in í fyrra­haust. Lít­ið var gert til að bregð­ast við gagn­rýn­inni, enda vís­aði fram­kvæmda­stjóri Sól­heima henni nær al­far­ið á bug og taldi með því mál­inu lok­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu