Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Konur hættu eftirmeðferð við krabbameini vegna læknaskorts

Þær kon­ur sem hafa und­ir­geng­ist með­ferð við brjóstakrabba­meini hafa þurft að fresta lækni­svið­tali í allt að ár vegna skorts á lækn­um. Land­spít­al­inn hef­ur nú skert þjón­ust­una og til­kynnt kon­un­um að þær fái sím­tal við hjúk­un­ar­fræð­ing í stað lækni­svið­tals. Aldrei hafa ver­ið færri krabba­meins­lækn­ar starf­andi á Ís­landi frá því að krabba­meins­lækn­ing­ar urðu til sem sér­grein upp úr 1980.

Konur hættu eftirmeðferð við krabbameini vegna læknaskorts
Frá Landspítalanum Vegna skorts á krabbameinslæknum verður eftirlit með endurkomu krabbameins fært í hendurnar á hjúkrunarfræðingum. Mynd: Kristinn Magnússon

Vegna landflótta krabbameinslækna hafa konur í bata eftir meðferð við brjóstakrabbameini þurft að bíða í ár fram yfir þann tíma sem fyrirhugaður var eftir viðtali við lækni og eftirliti með endurkomu krabbameins.

Dæmi eru um að konur hafi látið af krabbameinsmeðferð eftir að lyfseðill rann út, þar sem ekki fékkst reglubundið viðtal hjá krabbameinslækni.

Göngudeild blóð- og krabbameinslækninga hefur nú sent tilkynningu á konur í bata eftir brjóstakrabbameinsmeðferð um að vegna skorts á krabbameinslæknum muni héðan í frá verða breytt verklag við eftirlit með endurkomu krabbameinsins. Í stað viðtala hjá krabbameinslæknum fái konurnar símtal frá hjúkrunarfræðingi.

Skert þjónusta boðuð með bréfi

„Undanfarið hefur Landspítali glímt við mikinn skort á sérfræðingum í krabbameinslækningum,“ segir í bréfinu frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga.

Konur sem glímt hafa við brjóstakrabbamein munu því ekki lengur sjálfkrafa hitta krabbameinslækni vegna eftirlits með endurkomu krabbameinsins eins og verið hefur. Fram að þessu hafa konurnar jafnan hitt sérhæfðan krabbameinslækni þrisvar fyrsta árið eftir greiningar, síðan á sex mánaða fresti og að lokum árlega þar til fimm ár eru liðin frá meðferð.

„Við erum í sögulegu lágmarki frá því að krabbameinslækningar urðu til sem sérgrein“

„Við erum í sögulegu lágmarki frá því að krabbameinslækningar urðu til sem sérgrein upp úr 1980,“ segir Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir hjá Landspítala. 

Árs seinkun á viðtölum

Ásgerður segir að staðan hafi verið orðin svo slæm, vegna manneklu, að konur hafi jafnvel hætt áframhaldandi lyfjameðferð. „Biðtímarnir voru orðnir óásættanlega langir. Það voru dæmi um að konum væri að seinka í viðtöl í allt að 12 mánuði. Biðin umfram þann tíma sem konur áttu að koma lengdist um allt að tólf mánuði. Það datt þá niður þetta viðtal, og skoðun og myndataka. Í vissum tilfellum féll lyfjameðferðin niður,“ segir Ásgerður. 

Hún segist ekki geta nefnt fjölda þeirra kvenna sem hætti krabbameinsmeðferð vegna skorts á læknum og mikils biðtíma eftir viðtölum. „Þetta eru ekki mörg tilvik. Oft höfðu konur samband og fengu lyfin endurnýjuð. Í einhverjum tilvikum féll meðferðin niður. Það er óæskilegt.“

Húsnæðismálin hrekja lækna úr landi

Að mati Ásgerðar hafa húsnæðismál Landspítalans einna mest áhrif á þá ákvörðun ungra lækna að starfa erlendis frekar en á Íslandi. „Það eru fjölþættar skýringar. Að miklu leyti hvernig staðan í heilbrigðiskerfinu hefur verið. Það hefur lengi staðið til að byggja nýjan spítala, en framkvæmdin á því er ekki komin vel af stað. Við búum við mikinn húsnæðisskort. Það hefur mjög mikil áhrif á vinnuumhverfi,“ segir hún. „Það gengur mjög illa að byggja upp einingar, meðal annars brjóstamiðstöð, eins og gerist best erlendis. Við höfum ekki húsnæði til að gera það sem við höfum verið að reyna að koma af stað þar. Þótt við séum að vinna eftir slíku módeli. Húsnæðismálin eru lykilatriði í því að fólk ákveði að fara aftur úr landi eða velji að koma ekki heim úr sérnámi. Við höfum orðið fyrir hvoru tveggja. Við höfum orðið fyrir því að margir ungir krabbameinslæknar fara aftur út og svo að þeir komi ekki heim eftir sérnám.“

Reynt að einkavæða aðgerðir vegna brjóstakrabbameins

Á sama tíma og verulegur skortur hefur verið á krabbameinslæknum hefur aukist þrýstingur á að einkavæða meðferðir við brjóstakrabbameini. Í október 2014 lögðu forsvarsmenn lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar ehf. til við heilbrigðisráðuneytið að stofnuð yrði og starfrækt einkarekin brjóstamiðstöð sem átti að þjónusta konur með brjóstakrabbamein og framkvæma fyrirbyggjandi aðgerðir á þeim sem eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar BRCAI og BRCAII, sem auka verulega líkur á brjóstakrabbameini.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið afstöðu til þess hvort Sjúkratryggingar Íslands ættu að gera samning við Klíníkina um að ríkið niðurgreiði aðgerðir hjá Klíníkinni.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni í janúar að niðurskurður hefði „kallað fram hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar um að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið“. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hefði gert heilbrigðismál að forgangsverkefni. „Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif.“ 

Stundin ræddi við konu sem er í bata eftir brjóstakrabbameinsmeðferð og fékk tilkynningu um breytt verklag í eftirmeðferð. „Þetta var náttúrlega ekkert í líkingu við það að hitta sjálfan lækninn,“ sagði hún.

Bréf til kvenna í eftirliti eftir krabbameinsmeðferð

Skert þjónusta við konur í bata af brjóstakrabbameini útskýrð í bréfi

Undanfarið hefur Landspítali glímt við mikinn skort á sérfræðingum í krabbameinslækningum. Þeir sérfræðingar sem eru í vinnu hjá okkur eru því störfum hlaðnir og hafa haft fleiri verkefni en þeir hafa með góðu móti komist yfir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að bið eftir eftirliti hefur lengst. 

Gagnger endurskoðun hefur undanfarið farið fram á vinnu sérfræðinganna og annarra á krabbameinseiningunni, í því skyni að nýta krafta þeirra sem best í þeim verkefnum sem þeir einir geta sinnt, s.s. krabbameinslyfjameðferð og halda þannig uppi þeirri mikilvægu þjónustu við sjúklinga spítalans. 

Til að styrkja þjónustuna munu hjúkrunarfræðingar koma í auknum mæli að eftirliti brjóstakrabbameinsgreindra, sem er í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. 

Þú mátt því eiga von á því að hjúkrunarfræðingar deildarinnar muni hringja í þig á næstu mánuðum og fara yfir stöðuna. Hann mun síðan vera í sambandi við krabbameinslækni eftir því sem við á.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
2
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
3
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
7
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.
Gjörbreytt aðferðafræði við útreikninga á vísitölu neysluverðs
8
Viðskipti

Gjör­breytt að­ferða­fræði við út­reikn­inga á vísi­tölu neyslu­verðs

Frá júní munu út­reikn­ing­ar á út­gjöld­um tengd­um hús­næði í verð­lags­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar taka mið af leigu­verði. Fyrri að­ferð­ir studd­ust við gögn um kostn­að þess að búa í eig­in hús­næði. Hag­stof­an til­kynnti í dag að verð­bólga hefði auk­ist milli mæl­inga og stend­ur nú í 6,8%. Hús­næð­is­lið­ur­inn veg­ur þungt í þeim út­reikn­ing­um.
Minnast þeirra sem létust úr fíknisjúkdómnum: „Hann var á biðlistanum“
10
Fréttir

Minn­ast þeirra sem lét­ust úr fíkni­sjúk­dómn­um: „Hann var á bið­list­an­um“

Minn­ing­ar­at­höfn um þá sem hafa lát­ist úr fíkni­sjúk­dómn­um verð­ur hald­in í Dóm­kirkj­unni í dag. „Leið þessa fólks var grýtt, vörð­uð þján­ingu og óham­ingju, og eitt­hvað af þessu fólki hef­ur lík­lega dá­ið vegna úr­ræða­leys­is,“ seg­ir formað­ur Sam­taka að­stand­enda og fíkni­sjúkra sem standa að at­höfn­inni. Frændi henn­ar lést þeg­ar hann var á bið­lista eft­ir með­ferð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
4
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
5
Fréttir

Greiddi 450 þús­und krón­ur fyr­ir bíla­stæði í mið­bæn­um á síð­asta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár