Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Konan mín beitti mig ofbeldi

„Þeg­ar tal­að er um heim­il­isof­beldi er yf­ir­leitt ver­ið að lýsa svo svaka­lega ljót­um hlut­um þar sem sterk­ir menn berja litl­ar kon­ur í buff. Þetta var ekk­ert í lík­ingu við það. En þetta var samt hræði­legt,“ seg­ir Dof­ri Her­manns­son. Hann seg­ist hafa bú­ið í sex­tán ár með konu sem hafi beitt and­legu og lík­am­legu of­beldi. Eft­ir skiln­að hafi hann vilj­að leggja það að baki sér, en nú sé hann að missa sam­band­ið við eldri börn­in og það geti hann ekki sætt sig við.

Ég á erfitt með að ræða ofbeldið. Það eru margir sem trúa mér ekki. Af því að þetta gerðist aldrei fyrr en það var búið að loka útidyrunum,“ segir Dofri Hermannsson, leikari og stjórnmálamaður, sem var sextán ár í sambandi með konu sem hann segir að hafi beitt sig bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan á hjónabandinu stóð. Framburður hans fær meðal annars stoð í gögnum barnaverndar, þar sem sálfræðingur sem þau voru hjá staðfestir að hún hafi beitt Dofra ofbeldi. 

Sjálf sagði konan hins vegar í viðtali við barnavernd að þessar ásakanir væru fráleitar, en hún vildi ekki tjá sig við blaðamann þegar eftir því var leitað. Í yfirlýsingu frá henni segir að frásögn Dofra sé ekki sannleikanum samkvæmt. „Af tillitssemi við dætur okkar mun ég ekki koma með frekari viðbrögð við þeirri umfjöllun sem nú birtist.“

Eftir skilnað hefur Dofri misst samband við eldri stelpurnar tvær og óttast hvað verður með þá yngstu, sem er fimm ára. Þær hafa báðar lokað á hann. Ástæðuna rekur hann til samskipta móðurinnar við bæði börnin og föðurfjölskylduna, en hann telur að börnin hafi verið sett í verulega hollustuklemmu og við því séu engin úrræði. Það er ástæðan fyrir því að hann stígur fram núna.

Ekki vegna þess að hann vilji standa í stríði, segir hann, heldur vegna þess að hann vill bara fá að vera pabbi stelpnanna sinna í friði en sé orðinn ráðalaus. „Það líður aldrei sá dagur að ég hugsi ekki um ástandið. Ég hugsa um það oft á dag. Frá því að ég vakna á morgnana líða aldrei meira en fimm sekúndur þar til ég man allt og þetta er það síðasta sem ég hugsa um á kvöldin. Það rífur úr mér hjartað að hugsa um það hvernig búið er að eitra sambandið við báðar stelpurnar og hvað verði með þá yngri. Ég hef aldrei grátið jafn mikið og undanfarin tvö ár. Ef ætlunin var að valda sorg og kvíða þá hefur það tekist, ekki bara hjá mér heldur allri stórfjölskyldunni, afa þeirra og ömmu, frændum þeirra og frænkum. En á endanum eru það stelpurnar sem greiða gjaldið fyrir þessa hefnd.“

Heillaðist af henni   

Það var árið 1997 sem Dofri kynntist fyrrverandi eiginkonu sinni, sem var svo klár, falleg og skemmtileg að hún heillaði hann upp úr skónum. Eftir nokkrar vikur ákvað hann hins vegar að hvíla sambandið þar sem hún hafði átt það til að reiðast mjög mikið af litlu tilefni, að hans sögn. Það leið þó ekki á löngu þar til þau voru farin að draga sig saman á ný. „Mig langaði í alvöru 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár