Fréttir

Þrjú fyrirtæki hafa varið 4 milljörðum í von um olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Björt framtíð og fleiri flokkar töluðu fyrir afturköllun leyfa til olíuleitar fyrir kosningar.

Kostnaður sem leyfishafar hafa lagt í rannsóknir vegna olíuleitar á Drekasvæðinu nemur um 4 milljörðum íslenskra króna samkvæmt mati Orkustofnunar. Björt framtíð talaði fyrir afturköllun leyfa fyrir kosningar, en ekki hefur verið lagt mat á bótakröfur vegna afturköllunar leyfa ef til slíks kæmi.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn frá Halldóru Mogensen, þingkonu Pírata, um leyfi til olíuleitar. 

Björt Ólafsdóttirumhverfisráðherra

Björt framtíð, Píratar, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Samfylkingin tóku skýra afstöðu gegn olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu í aðdraganda síðustu kosninga.

Talaði Björt framtíð sérstaklega fyrir því að leyfi til olíuleitar yrðu afturkölluð. Í dag fer flokkurinn með umhverfisráðuneytið í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 

Eitt sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis er í gildi í dag en handhafar þess eru útibú kínverska fyrirtækisins CNOOC á Íslandi, Eykon Energy ehf. og Petoro Iceland ehf. 

Leyfið var veitt 22. janúar 2014 og gildir til 22. janúar 2026. Að því er fram kemur í svari ráðherra hefur leyfishafi ekki skuldbundið sig í sérleyfinu til að bora rannsóknarholu, en samkvæmt ákvæðum leyfisins þarf leyfishafi að gera það fyrir 22. janúar 2022. „Slík framkvæmd yrði leyfisskyld og matsskyld samkvæmt íslenskum lögum og ekki er heimilt að bora í jarðlög undir hafsbotni nema að fengnu samþykki Orkustofnunar á búnaði, áætlun um borun og starfsfyrirkomulagi, sbr. 14. gr. kolvetnislaga, nr. 13/2001.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Fréttir

Krefjast aðgangs að gögnum sem ráðherra telur „spilla fyrir hugmyndafræðinni“

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Viðtal

Hjarta og martraðir lögreglumannsins

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum