Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Það þarf að stráfella þessi helvítis kvikindi“

Sverr­ir Agn­ars­son, formað­ur fé­lags múslima, seg­ir að skrímslavæð­ing múslima sé orð­in að iðn­aði sem græð­ir á ótt­an­um. Sjálf­ur verð­ur hann fyr­ir holskeflu for­dóma og hót­ana í hvert sinn sem hann tjá­ir sig op­in­ber­lega, en hér á landi grass­er­ar ný-ras­ismi í lok­uð­um um­ræðu­hóp­um á net­inu, þar sem fólk tjá­ir sig óhik­að um löng­un til þess að út­rýma múslim­um eða beita þá of­beldi. Stund­in ræddi við fólk í þess­um hóp­um.

María Henley er 70 ára gömul kona í Kópavogi sem liggur ekki á skoðunum sínum á internetinu. Skoðanir hennar eru ekki allra og þær hafa valdið togstreitu innan fjölskyldunnar. María er nefnilega meðlimur í Facebook-hópum eins og Mótmælum mosku á Íslandi. Hópurinn er leynilegur en þar safnast saman einstaklingar sem hafa andúð á múslimum og láta það í ljós.

Vill þetta ekki til landsins
Vill þetta ekki til landsins María segist ekkert hafa á móti þeim múslimum sem eru þegar komnir til Íslands, en óttast að með nýrri mosku streymi hingað morðóðir brjálæðingar.

Alls eru 499 meðlimir í hópnum en umræðan virðist fyrst og fremst ganga út á það að deila frásögnum og myndböndum af ódæðisverkum múslima víðs vegar um heiminn. Við þessar frásagnir spinnast svo umræður sem oftar en ekki einkennast af heift. Það er til dæmis algengt að fólk annað hvort hvetji til ofbeldis gegn múslimum eða lýsi löngun sinni til þess að beita múslima ofbeldi, jafnvel útrýma þeim. Páll Hilmarsson hefur fylgst með þessum hópum og safnað saman athugasemdum sem þar birtast, en blaðamaður Stundarinnar ræddi við þetta fólk. 

María er ein þeirra sem lætur ýmsilegt flakka á netinu. Börn hennar og barnabörn hafa beðið hana um að senda ekki á sig efni af netinu, en hún lætur það ekki á sig fá. „Núna er ég frjáls,“ útskýrir María. „Ég gæti ekki talað svona ef ég væri enn á vinnumarkaði en mér fannst ég svo frjáls að geta sagt allt þegar ég hætti að vinna.“

Fjölskyldan ósátt

Aðspurð hvað valdi því að hún sé meðlimur í þessum hópum segist hún þekkja til múslima á Íslandi. Hún eigi bæði dótturdóttur og sonardóttur sem gangi báðar í skóla með stúlkum sem eru íslamstrúar. „Þær segja báðar að þessar stelpur séu bara venjulegar eins og þær. Ég reyndi að koma þeim í skilning um að það sé ósköp eðlilegt að þær séu venjulegar núna, en hvað þegar þær verða fullorðnar?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár