Íslendingar eru hinir verstu umhverfissóðar

Íslensk stjórnvöld hafa aldrei sett loftslagsmálin í forgang þrátt fyrir alþjóðlegt ákall um að bregðast hratt við hlýnun jarðar. Metnaðarfullum aðgerðaráætlunum hefur ekki fylgt fjármagn, uppbygging í stóriðju heldur áfram og að öllu óbreyttu munum við ekki standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa á Íslandi er þrefalt meðaltal íbúa á heimsvísu og nær tvöfalt meiri en á hvern íbúa í Evrópu.

Óspillt náttúra, hreint vatn, hreint loft og nær eingöngu endurnýjanleg orka. Goðsögnin um umhverfisparadísina Ísland er á meðal þess sem fær milljónir ferðamanna til þess að flykkjast til landsins á ári hverju en kannanir sýna sífellt fram á að íslensk náttúra er það sem dregur langflesta ferðamenn hingað til lands. Íslenskir ráðamenn eru duglegir að halda þessari ímynd á lofti. „Á Íslandi hefur okkur auðnast að feta þessa slóð þannig að við höfum viðhaldið sterkri ímynd Íslands sem náttúrugersemi samhliða aukinni orkuframleiðslu,“ sagði Bjarni Benediktsson, nú forsætisráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar árið 2015. „Við höfum forskot á margar aðrar þjóðir í heiminum varðandi losun út af okkar grænni orku,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, þá umhverfisráðherra, við fullgildingu Parísarsáttmálans á síðasta ári. Gögnin sýna hins vegar fram á að Íslendingar eru hinir verstu umhverfissóðar.

Íslendingar þurfa að gera róttækar breytingar í umhverfismálum ætli þeir að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Losun gróðurhúsalofttegunda á ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Vaxandi misskipting

Fréttir

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Fréttir

Páll vill sýna United Silicon skilning: „Það getur kviknað í hverju sem er“

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Burt með grasið, lifi mosinn!

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Pistill

Um kosti þess að búa á Íslandi

Úttekt

Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu

Fréttir

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Pistill

Ótrúlegt nokk: Norður-kóreski herinn er sá stærsti í heimi

Pistill

Ísland efnahagsbrotalaust land 2020