Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Ísland með mestu hækkun húsnæðisverðs í heiminum

Í alþjóðlegum samanburði hækkaði húsnæðisverð mest á Íslandi á seinasta ársfjórðungi 2016. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka.

Fasteignaverð Hækkaði mest á Íslandi á seinasta ársfjórðungi 2016 Mynd: Shutterstock

Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi á seinasta ársfjórðungi 2016 og leiðir nú í fyrsta skipit lista yfir hækkanir á húsnæðisverði í 55 löndum frá því mælingar hófust árið 2006. Þetta kemur fram í skýrslu breska greiningarfyrirtækisins Knight Frank

Hagfræðingurinn Dr. Ólafur Margeirsson vakti athygli á þessu á Twitter síðu sinni þar sem hann skrifaði: „Ísland, best í heimi!“

 

Vegið meðaltal hækkunar húsnæðisverðs í 55 löndum var 6 % en á sama tíma hækkaði húsnæðisverð hér á landi um 14,7% á tólf mánaða tímabili. 

Ísland var þó nokkuð ofar á lista en hin Norðurlöndin. Noregur var í 10. sæti en þar hækkaði húsnæðisverð um 10,1 % og Svíþjóð var 22. sæti þar sem húsnæðisverð hækkaði um 6,1%. Í Danmörk hækkaði húsnæðisverð aðeins um 3,9 % en í Finnlandi um 3%.

Á Íslandi heldur fasteignaverð áfram að hækka en samkvæmt samantekt Landsbankans hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,8 % í janúar. 

Stundin hefur undanfarið fjallað um áhrif hækkunar húsnæðisverð á stöðu ungs fólks og þau misskiptingaráhrif sem fylgja í kjölfarið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Foreldrunum ráðlagt að láta hann frá sér

Viðtal

Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu

Fréttir

Kennarar lifa ekki dæmigerðu lífi af launum sínum

Pistill

Allar hrakspár reyndust réttar, engin von rættist

Pistill

Elsku þolandi

Fréttir

Brynjar óttast að neikvæð umræða skaði bankakerfið

Mest lesið í vikunni

Viðtal

„Það er ekki hægt að dæma látinn mann“

Viðtal

Foreldrunum ráðlagt að láta hann frá sér

Viðtal

Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu

Fréttir

Nichole gagnrýnir RÚV fyrir að gefa Mikael „mikið svigrúm“ og segir að dregin sé upp dökk mynd af sér

Viðtal

Erfiðara að berjast við kerfið en að eiga barn með Downs

Fréttir

Stjórnarliðar gagnrýna Mikael Torfason vegna ummæla hans um fátækt á Íslandi