Fréttir

Ísland með mestu hækkun húsnæðisverðs í heiminum

Í alþjóðlegum samanburði hækkaði húsnæðisverð mest á Íslandi á seinasta ársfjórðungi 2016. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka.

Fasteignaverð Hækkaði mest á Íslandi á seinasta ársfjórðungi 2016 Mynd: Shutterstock

Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi á seinasta ársfjórðungi 2016 og leiðir nú í fyrsta skipit lista yfir hækkanir á húsnæðisverði í 55 löndum frá því mælingar hófust árið 2006. Þetta kemur fram í skýrslu breska greiningarfyrirtækisins Knight Frank

Hagfræðingurinn Dr. Ólafur Margeirsson vakti athygli á þessu á Twitter síðu sinni þar sem hann skrifaði: „Ísland, best í heimi!“

 

Vegið meðaltal hækkunar húsnæðisverðs í 55 löndum var 6 % en á sama tíma hækkaði húsnæðisverð hér á landi um 14,7% á tólf mánaða tímabili. 

Ísland var þó nokkuð ofar á lista en hin Norðurlöndin. Noregur var í 10. sæti en þar hækkaði húsnæðisverð um 10,1 % og Svíþjóð var 22. sæti þar sem húsnæðisverð hækkaði um 6,1%. Í Danmörk hækkaði húsnæðisverð aðeins um 3,9 % en í Finnlandi um 3%.

Á Íslandi heldur fasteignaverð áfram að hækka en samkvæmt samantekt Landsbankans hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,8 % í janúar. 

Stundin hefur undanfarið fjallað um áhrif hækkunar húsnæðisverð á stöðu ungs fólks og þau misskiptingaráhrif sem fylgja í kjölfarið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

NEI, við veitum ekki þessar upplýsingar

Fréttir

Þorsteinn aftur staðinn að rangfærslum – nú um málefni lífeyrisþega

Úttekt

Umsátrið um Katar

Fréttir

Telja að fólk hafi ekki kynnt sér skýrslurnar nógu vel – Benedikt: „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni“

Pistill

Hvern leikur þú?

Úttekt

Fjársvelt samneysla og sögulegar óvinsældir

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Slæm tíðindi af Stefáni Karli

Fréttir

Var látin afneita áföllum í áfengismeðferð

Viðtal

„Það var öskrað á mig og mér hótað“

Pistill

Borgar sig ekki að eiga íbúð

Fréttir

Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku ölvaðan mann í miðbænum

Fréttir

Föður barnanna vísað úr landi í nótt