Fréttir

Heimsókn forsætisráðherrafrúar til fiskútflytjanda í Panama-skjölunum vekur hörð viðbrögð

Innlitsþáttur Þóru Margrétar Baldvinsdóttur, hönnunarráðgjafa og eiginkonu forsætisráðherra, er gagnrýndur fyrir félagslega og menningarlega firringu. Í nýjasta þættinum heimsækja þáttarstjórnendur heimili manns sem stundaði aflandsviðskipti og kom fram í Panama-skjölunum.

Falleg íslensk heimili Stjórnendur þáttarins eru gagnrýndir fyrir grunna umræðu um heimili og fyrir að heimsækja glæsiheimili manns sem birtist í Panamaskjölunum vegna skattaskjólsviðskipta. Mynd: Skjáskot af Stöð 2

Þóra Margrét Baldvinsdóttir, hönnunarráðgjafi og eiginkona Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, heimsótti nýverið heimili fiskútflytjanda sem var í Panama-skjölunum, í nýjum innlitsþætti sem hún stýrir á Stöð 2. Heimsóknin hefur vakið hörð viðbrögð á Facebook út frá félagslegum og menningarlegum forsendum.

Innlitsþátturinn, sem heitir Falleg íslensk heimili, gengur út á að heimsækja heimili og ýmist hrósa eða lasta innanhússarkitektúr, hönnun og val innanstokksmuna. Aðrir stjórnendur þáttarins eru Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður og Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti.  

Svaraði ekki fyrir skattaskjólsfléttu

Sigurður Gísli Björnsson, framkvæmdastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, átti aflandsfélagið Freezing Point Corp, sem stofnað var í Panama 2009. Í Panamskjölunum var að finna reikninga sem gefnir voru út á félagið fyrir um 300 þúsund evrur, eða 36 milljónir króna á núverandi gengi.

Fréttatíminn fjallaði um þann hluta Panamaskjalanna í október síðastliðnum.

Aflandsflétta Sigurðar Gísla gekk út á að senda reikninga á félag í Kýpur, sem heitir AMIH Limited, og er í ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Pistill

Stoppum Sjálfstæðisflokkinn!

Fréttir

Sigríður Andersen fer gegn mati hæfisnefndar og vill skipa eiginkonu þingmanns í Landsrétt

Pistill

Blekkingarleikur heilsusvikara

Úttekt

Loftmengun í Reykjavík eins og í milljónaborgum erlendis

Pistill

Tökum lestina!

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Fréttir

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum

Pistill

Stoppum Sjálfstæðisflokkinn!