Fréttir

Heimsókn forsætisráðherrafrúar til fiskútflytjanda í Panama-skjölunum vekur hörð viðbrögð

Innlitsþáttur Þóru Margrétar Baldvinsdóttur, hönnunarráðgjafa og eiginkonu forsætisráðherra, er gagnrýndur fyrir félagslega og menningarlega firringu. Í nýjasta þættinum heimsækja þáttarstjórnendur heimili manns sem stundaði aflandsviðskipti og kom fram í Panama-skjölunum.

Falleg íslensk heimili Stjórnendur þáttarins eru gagnrýndir fyrir grunna umræðu um heimili og fyrir að heimsækja glæsiheimili manns sem birtist í Panamaskjölunum vegna skattaskjólsviðskipta. Mynd: Skjáskot af Stöð 2

Þóra Margrét Baldvinsdóttir, hönnunarráðgjafi og eiginkona Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, heimsótti nýverið heimili fiskútflytjanda sem var í Panama-skjölunum, í nýjum innlitsþætti sem hún stýrir á Stöð 2. Heimsóknin hefur vakið hörð viðbrögð á Facebook út frá félagslegum og menningarlegum forsendum.

Innlitsþátturinn, sem heitir Falleg íslensk heimili, gengur út á að heimsækja heimili og ýmist hrósa eða lasta innanhússarkitektúr, hönnun og val innanstokksmuna. Aðrir stjórnendur þáttarins eru Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður og Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti.  

Svaraði ekki fyrir skattaskjólsfléttu

Sigurður Gísli Björnsson, framkvæmdastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, átti aflandsfélagið Freezing Point Corp, sem stofnað var í Panama 2009. Í Panamskjölunum var að finna reikninga sem gefnir voru út á félagið fyrir um 300 þúsund evrur, eða 36 milljónir króna á núverandi gengi.

Fréttatíminn fjallaði um þann hluta Panamaskjalanna í október síðastliðnum.

Aflandsflétta Sigurðar Gísla gekk út á að senda reikninga á félag í Kýpur, sem heitir AMIH Limited, og er í ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Vaxandi misskipting

Fréttir

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Fréttir

Páll vill sýna United Silicon skilning: „Það getur kviknað í hverju sem er“

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Burt með grasið, lifi mosinn!

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Pistill

Um kosti þess að búa á Íslandi

Úttekt

Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu

Fréttir

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Pistill

Ótrúlegt nokk: Norður-kóreski herinn er sá stærsti í heimi

Pistill

Ísland efnahagsbrotalaust land 2020